Óþarfi að einstaklingur sé einhleypur ef skilgreining „foreldra“ er skýr Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. júní 2023 08:31 Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er formaður velferðarnefndar. Vísir/Vilhelm Óþarfi er að krefjast þess að einstaklingar séu einhleypir þegar þeir hyggjast nýta kynfrumur í kjölfar skilnaðar, sambúðarslita eða andláts maka, svo lengi sem kveðið sé skýrt og áréttað í lögum hverjir eru foreldrar þess barns eða barna sem verða til. Foreldrarnir yrðu þannig alltaf sá sem gengst undir tæknifrjóvgun og sá sem hefur samþykkt að tæknifrjóvgun fari fram á eftirlifandi eða fyrrverandi maka. Þetta kemur fram í áliti velferðarnefndar um frumvarp til laga um breytingar á lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna, þar sem gert er ráð fyrir að einstaklingar geti gefið leyfi fyrir því að fyrrverandi eða eftirlifandi maki nýti kynfrumur eða fósturvísa í geymslu. „Við meðferð málsins í nefndinni var rætt um ýmis álitaefni sem tengjast breytingum á lögum um tæknifrjóvgun og barnalögum, m.a. um réttarstöðu barna. Í umsögnum sem nefndinni bárust er að finna ábendingar um að ekki sé þörf á að setja það sem skilyrði að einstaklingar sem vilji nýta fósturvísa í kjölfar skilnaðar, sambúðarslita eða andláts annars aðilans þurfi að vera einhleypir; um að tímabært sé að afnema nafnleynd kynfrumugjafa; og um að leggja þurfi sérstakt mat á áhrif frumvarpsins á börn. Auk þess komu fram athugasemdir við skráningu á foreldrastöðu og breytingar á skráningu,“ segir í álitinu. Nefndin segir að vanda þurfi til verka og hafa hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Í greinargerð með umræddu frumvarpi er ítrekað að samkvæmt lögum geti barn aðeins átt tvo foreldra og þannig standi skýr rök til þess að gerð sé krafa um að einstaklingur sem hyggst nýta kynfrumur eða fósturvísa sé einhleypur þegar tæknifrjóvgun á sér stað. „Jafnvel þótt lögin gætu mælt fyrir um foreldrastöðu án þess að gera kröfu um að leghafi sé einhleypur sé hætt við að sú staða gæti skapað árekstra mismunandi væntinga og hagsmuna og með því skapað togstreitu og álag fyrir barnið,“ segir í álitinu. Hins vegar segir einnig að nýr maki gæti eftir atvikum farið með forsjá barnsins eða stjúpættleitt það. Nokkrar athugasemdir bárust vegna þess skilyrðis í frumvarpinu að einstalingur sem hyggst nýta kynfrumur eða fósturvísa með leyfi fyrrverandi eða látins maka sé einhleypur. Hins vegar segir í nefndarálitinu að heilbrigðisráðuneytið sé ekki á móti því að breyta þessu, „svo framarlega sem það sé áréttað og skýrt í barnalögum hverjir eigi að teljast foreldrar barns, þ.e. annars vegar sá sem gengst undir tæknifrjóvgun og hins vegar sá sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á eftirlifandi eða fyrrverandi maka.“ Undir þetta tekur nefndin og hefur lagt fram breytingar þar að lútandi. Börn og uppeldi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Sjá meira
Foreldrarnir yrðu þannig alltaf sá sem gengst undir tæknifrjóvgun og sá sem hefur samþykkt að tæknifrjóvgun fari fram á eftirlifandi eða fyrrverandi maka. Þetta kemur fram í áliti velferðarnefndar um frumvarp til laga um breytingar á lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna, þar sem gert er ráð fyrir að einstaklingar geti gefið leyfi fyrir því að fyrrverandi eða eftirlifandi maki nýti kynfrumur eða fósturvísa í geymslu. „Við meðferð málsins í nefndinni var rætt um ýmis álitaefni sem tengjast breytingum á lögum um tæknifrjóvgun og barnalögum, m.a. um réttarstöðu barna. Í umsögnum sem nefndinni bárust er að finna ábendingar um að ekki sé þörf á að setja það sem skilyrði að einstaklingar sem vilji nýta fósturvísa í kjölfar skilnaðar, sambúðarslita eða andláts annars aðilans þurfi að vera einhleypir; um að tímabært sé að afnema nafnleynd kynfrumugjafa; og um að leggja þurfi sérstakt mat á áhrif frumvarpsins á börn. Auk þess komu fram athugasemdir við skráningu á foreldrastöðu og breytingar á skráningu,“ segir í álitinu. Nefndin segir að vanda þurfi til verka og hafa hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Í greinargerð með umræddu frumvarpi er ítrekað að samkvæmt lögum geti barn aðeins átt tvo foreldra og þannig standi skýr rök til þess að gerð sé krafa um að einstaklingur sem hyggst nýta kynfrumur eða fósturvísa sé einhleypur þegar tæknifrjóvgun á sér stað. „Jafnvel þótt lögin gætu mælt fyrir um foreldrastöðu án þess að gera kröfu um að leghafi sé einhleypur sé hætt við að sú staða gæti skapað árekstra mismunandi væntinga og hagsmuna og með því skapað togstreitu og álag fyrir barnið,“ segir í álitinu. Hins vegar segir einnig að nýr maki gæti eftir atvikum farið með forsjá barnsins eða stjúpættleitt það. Nokkrar athugasemdir bárust vegna þess skilyrðis í frumvarpinu að einstalingur sem hyggst nýta kynfrumur eða fósturvísa með leyfi fyrrverandi eða látins maka sé einhleypur. Hins vegar segir í nefndarálitinu að heilbrigðisráðuneytið sé ekki á móti því að breyta þessu, „svo framarlega sem það sé áréttað og skýrt í barnalögum hverjir eigi að teljast foreldrar barns, þ.e. annars vegar sá sem gengst undir tæknifrjóvgun og hins vegar sá sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á eftirlifandi eða fyrrverandi maka.“ Undir þetta tekur nefndin og hefur lagt fram breytingar þar að lútandi.
Börn og uppeldi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Sjá meira