Hryllilegt að sjá afleiðingarnar sem birtast strax Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. júní 2023 12:16 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Íbúasvæði í Kherson í Úkraínu eru á floti eftir að stór stífla brast og þúsundir þurfa að flýja heimili sín. Utanríkisráðherra segir hryllilegar afleiðingar þegar komnar í ljós og ljóst að Rússland Pútíns muni ekki stoppa fyrr en það verður stöðvað. Stjórnvöld í Kænugarði saka Rússa um að hafa sprengt stífluna á Dnípró-fljóti í Kherson-héraði í nótt. Héraðið er eitt þeirra sem Rússar hafa innlimað ólöglega en leppstjórn þeirra á svæðinu heldur því fram að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Stíflan er þrjátíu metra há og ríflega þriggja kílómetra löng og á myndum sést að vatn flæðir stjórnlaust úr uppistöðulóni hennar. Úkraínustjórn segir hið minnsta sextán þúsund manns í hættu og þurfa að flýja heimili sín. Úkraínsk stjórnvöld óttast flóð í um áttatíu bæjum eða þorpum á svæðinu.vísir/AP „Að ríki skuli haga sér með þessum hætti hættir ekki að koma manni á óvart. Þetta eru borgaralegir innviðir, líf fólks, heimili fólks, geta þeirra til þess að nálgast vatn. Óafturkræf gríðarleg áhrif á allt umhverfi, lífríki og svo framvegis. Þetta er algjörlega hryllilegt. Hryllilegt að sjá afleiðingarnar sem birtast manni strax,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Fjölmargir leiðtogar hafa fordæmt Rússa harðlega og einhverjir sakað þá um að hafa með þessu gerst sekir um stríðsglæp. Þórdís Kolbrún væntir viðbragða á alþjóðavettvangi. „Það sem blasir við mér er að Pútíns Rússland mun ekki stoppa fyrr en það verður stöðvað. Ef einhver heldur því enn þá fram að þetta sé gert til að varðveita eða standa vörð um Úkraínu og bjarga þeim frá þeim hættum á vegum stjórnvalda, eða hver önnur þau rök sem maður hefur heyrt, þá held ég að það blasi nú við öllum að það er ekki um að ræða þarna,“ segir Þórdís. „Þannig viðbrögðin þurfa að vera hrein og klár fordæming, áframhaldandi stuðningur og við þurfum að sameinast um það að frjáls og fullvalda Úkraína fái það sem hún þarf til að geta staðið vörð um sitt land, sín landamæri og sína borgara,“ segir Þórdís Kolbrún. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Sjá meira
Stjórnvöld í Kænugarði saka Rússa um að hafa sprengt stífluna á Dnípró-fljóti í Kherson-héraði í nótt. Héraðið er eitt þeirra sem Rússar hafa innlimað ólöglega en leppstjórn þeirra á svæðinu heldur því fram að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Stíflan er þrjátíu metra há og ríflega þriggja kílómetra löng og á myndum sést að vatn flæðir stjórnlaust úr uppistöðulóni hennar. Úkraínustjórn segir hið minnsta sextán þúsund manns í hættu og þurfa að flýja heimili sín. Úkraínsk stjórnvöld óttast flóð í um áttatíu bæjum eða þorpum á svæðinu.vísir/AP „Að ríki skuli haga sér með þessum hætti hættir ekki að koma manni á óvart. Þetta eru borgaralegir innviðir, líf fólks, heimili fólks, geta þeirra til þess að nálgast vatn. Óafturkræf gríðarleg áhrif á allt umhverfi, lífríki og svo framvegis. Þetta er algjörlega hryllilegt. Hryllilegt að sjá afleiðingarnar sem birtast manni strax,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Fjölmargir leiðtogar hafa fordæmt Rússa harðlega og einhverjir sakað þá um að hafa með þessu gerst sekir um stríðsglæp. Þórdís Kolbrún væntir viðbragða á alþjóðavettvangi. „Það sem blasir við mér er að Pútíns Rússland mun ekki stoppa fyrr en það verður stöðvað. Ef einhver heldur því enn þá fram að þetta sé gert til að varðveita eða standa vörð um Úkraínu og bjarga þeim frá þeim hættum á vegum stjórnvalda, eða hver önnur þau rök sem maður hefur heyrt, þá held ég að það blasi nú við öllum að það er ekki um að ræða þarna,“ segir Þórdís. „Þannig viðbrögðin þurfa að vera hrein og klár fordæming, áframhaldandi stuðningur og við þurfum að sameinast um það að frjáls og fullvalda Úkraína fái það sem hún þarf til að geta staðið vörð um sitt land, sín landamæri og sína borgara,“ segir Þórdís Kolbrún.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Sjá meira