Yfirborð uppistöðulónsins var í methæðum Samúel Karl Ólason skrifar 6. júní 2023 10:46 Frá neyðarfundi þjóðaröryggisráðs Úkraínu í morgun. Úkraínumenn saka Rússa um að hafa sprengt Getty/Forsetaembætti Úkraínu Raforkuverið við Nova Kakhovka-stíflunnar í Kherson er ónýtt eins og stíflan og er útlit fyrir að sprenging hafi valdið skemmdunum. Íbúar segjast hafa heyrt sprengingar en enn hefur ekki verið staðfest hvað olli því að stíflan brast. Yfirborð uppistöðulónsins hafði hækkað mjög að undanförnu og stóð í methæðum. Rússar tóku stífluna á fyrsta degi innrásar þeirra í Úkraínu í fyrra en hún hefur meðal annars séð Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, fyrir vatni. Blaðamaður Economist hefur eftir íbúum á svæðinu að gífurlega hávær sprenging hafi heyrst á svæðinu snemma í morgun. Sprengingin hafi verið svo stór að gluggar hafi brotnað í tuga kílómetra fjarlægð. Aðrir hafa vísað í samfélagsmiðla, þar sem íbúar töluðu um sprengingar og læti klukkan rúmlega tvö að staðartíma. Þetta hefur þó ekki verið staðfest enn, en Washington Post segir einnig að stíflan hafi líklega skemmst í spreningu. The Nova Kakhovka dam:Before and after. pic.twitter.com/7cmVjD6qyv— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) June 6, 2023 Nova Kakhovka-stíflan er þrjátíu metra há og 3,2 kílómetra löng og var byggð árið 1956. Hún hefur verið á valdi Rússa um nokkurt skeið og sér Krímskaga og Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu fyrir vatni, sem hafa einnig verið undir stjórn Rússa. Vatnið í uppistöðulóninu náði þrjátíu ára hámarki í síðasta mánuði og höfðu ráðamenn þá áhyggjur af mögulegum flóðum. Hliðið sem notað var til að losa úr lóninu hefur verið í höndum Rússa frá því innrásin hófst. Úkraínskur miðill segir gögn frá stíflunni gefa til kynna að uppistöðulónið hafi vísvitandi verið hækkað af Rússum, áður en stíflan hafi verið eyðilögð. Líkur hafa einnig verið leiddar að því að stíflan hafi einfaldlega brostið vegna álagsins og fyrri skemmda en frá því hún brast fyrst er stíflan sögð hafa skemmst mun meira vegna vatnins sem streymir úr lóninu. Rússneskir herbloggarar halda því fram að Úkraínumenn hafi sprengt stífluna svo úkraínskir hermenn ættu auðveldar með það að komast yfir ánna fyrir ofan uppistöðulónið, en þar myndar áin sjálf víglínuna milli Úkraínumanna og Rússa. Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, sakar Rússa um að bera ábyrgð á skemmdum stífulunnar og segir að um stríðsglæp sé að ræða. Terrorist state Russia has now turned water into a weapon. Destroying #NovaKakhovka dam is a war crime affecting countless civilians and bringing ecocide and mass destruction.We must stop this cycle of aggression by helping Ukraine to victory and delivering full accountability.— Kaja Kallas (@kajakallas) June 6, 2023 Vara við skorti á Krímskaga Yfirvöld í Úkraínu hafa boðað til neyðarfundar hjá þjóðaröryggisráði ríkisins og er unnið að því að rýma byggðir á vesturbakka Dnípróár þar sem flæðir. Leppstjóri Rússa á Krímskaga er þegar byrjaður að vara við vatnsskorti þar. New York Times hefur eftir Sergei Aksíónóv, umræddum leppstjóra, að vatnsból á Krímskaga innihaldi mikið vatn en það gæti minnkað. Ástandið muni koma í ljós á næstu dögum. Ástandið mun líklega hafa mikil áhrif á ræktunarland í Kherson og á Krímskaga, þar sem lónið var meðal annars notað til að stýra áveitu fyrir landbúnað. Ekki hætta á ferð í kjarnorkuverinu Uppistöðulónið hefur einnig séð Sapórisjía-kjarnorkuverinu, því stærsta í Evrópu, fyrir kælivatni. Slökkt er á kjarnakljúfum orkuversins og er ekki hætta á því að þeir bræði úr sér, að svo stöddu. Þó slökkt sé á kjarnaklúfunum þurfa þeir samt kælingu. Forsvarsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segjast fylgjast grannt með ástandinu. Í yfirlýsingu frá yfirmanni stofnunarinnar segir að yfirborðið í vatnsbóli kjarnorkuversins sé byrjað að lækka en hægt sé að nálgast vatn úr sérstaklega hannaðri tjörn nærri orkuverinu. Vatnið þær ætti að nýtast í minnst nokkra mánuði en stofnunin segir gífurlega mikilvægt að hún verði ekki fyrir skemmdum. Yfirvöld í Úkraínu segja um áttatíu bæi og þorp á hættusvæði við bakka Dnipróár og er borgin Kherson einni í hættu. Margar byggðir eru þegar komnar undir vatn og er byrjað að flæða í Kherson. This was someone's home. pic.twitter.com/yahe0eQ3q1— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) June 6, 2023 pic.twitter.com/07kmpuV3ae— Pjotr Sauer (@PjotrSauer) June 6, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Er gagnsókn Úkraínumanna hafin? Úkraínumenn eru byrjaðir að gera árásir í suðausturhluta Úkraínu. Fregnir hafa borist af tiltölulega smáum árásum í Dónetsk- og Sapórisjía-héruðum og eru Úkraínumenn sagðir hafa náð einhverjum árangri. Erfitt er þó að sannreyna fregnirnar að svo stöddu. 5. júní 2023 14:54 Málaliðar Wagner handsömuðu og börðu rússneskan ofursta Málaliðar Wagner Group lentu á dögunum í skotbardaga við rússneska hermenn nærri Bakhmut. Bardaginn endaði með því að málaliðarnir handsömuðu rússneskan undirofursta, börðu hann og þvinguðu hann til að játa að hafa skipað mönnum sínum að skjóta á málaliðana. 5. júní 2023 12:45 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Rússar tóku stífluna á fyrsta degi innrásar þeirra í Úkraínu í fyrra en hún hefur meðal annars séð Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, fyrir vatni. Blaðamaður Economist hefur eftir íbúum á svæðinu að gífurlega hávær sprenging hafi heyrst á svæðinu snemma í morgun. Sprengingin hafi verið svo stór að gluggar hafi brotnað í tuga kílómetra fjarlægð. Aðrir hafa vísað í samfélagsmiðla, þar sem íbúar töluðu um sprengingar og læti klukkan rúmlega tvö að staðartíma. Þetta hefur þó ekki verið staðfest enn, en Washington Post segir einnig að stíflan hafi líklega skemmst í spreningu. The Nova Kakhovka dam:Before and after. pic.twitter.com/7cmVjD6qyv— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) June 6, 2023 Nova Kakhovka-stíflan er þrjátíu metra há og 3,2 kílómetra löng og var byggð árið 1956. Hún hefur verið á valdi Rússa um nokkurt skeið og sér Krímskaga og Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu fyrir vatni, sem hafa einnig verið undir stjórn Rússa. Vatnið í uppistöðulóninu náði þrjátíu ára hámarki í síðasta mánuði og höfðu ráðamenn þá áhyggjur af mögulegum flóðum. Hliðið sem notað var til að losa úr lóninu hefur verið í höndum Rússa frá því innrásin hófst. Úkraínskur miðill segir gögn frá stíflunni gefa til kynna að uppistöðulónið hafi vísvitandi verið hækkað af Rússum, áður en stíflan hafi verið eyðilögð. Líkur hafa einnig verið leiddar að því að stíflan hafi einfaldlega brostið vegna álagsins og fyrri skemmda en frá því hún brast fyrst er stíflan sögð hafa skemmst mun meira vegna vatnins sem streymir úr lóninu. Rússneskir herbloggarar halda því fram að Úkraínumenn hafi sprengt stífluna svo úkraínskir hermenn ættu auðveldar með það að komast yfir ánna fyrir ofan uppistöðulónið, en þar myndar áin sjálf víglínuna milli Úkraínumanna og Rússa. Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, sakar Rússa um að bera ábyrgð á skemmdum stífulunnar og segir að um stríðsglæp sé að ræða. Terrorist state Russia has now turned water into a weapon. Destroying #NovaKakhovka dam is a war crime affecting countless civilians and bringing ecocide and mass destruction.We must stop this cycle of aggression by helping Ukraine to victory and delivering full accountability.— Kaja Kallas (@kajakallas) June 6, 2023 Vara við skorti á Krímskaga Yfirvöld í Úkraínu hafa boðað til neyðarfundar hjá þjóðaröryggisráði ríkisins og er unnið að því að rýma byggðir á vesturbakka Dnípróár þar sem flæðir. Leppstjóri Rússa á Krímskaga er þegar byrjaður að vara við vatnsskorti þar. New York Times hefur eftir Sergei Aksíónóv, umræddum leppstjóra, að vatnsból á Krímskaga innihaldi mikið vatn en það gæti minnkað. Ástandið muni koma í ljós á næstu dögum. Ástandið mun líklega hafa mikil áhrif á ræktunarland í Kherson og á Krímskaga, þar sem lónið var meðal annars notað til að stýra áveitu fyrir landbúnað. Ekki hætta á ferð í kjarnorkuverinu Uppistöðulónið hefur einnig séð Sapórisjía-kjarnorkuverinu, því stærsta í Evrópu, fyrir kælivatni. Slökkt er á kjarnakljúfum orkuversins og er ekki hætta á því að þeir bræði úr sér, að svo stöddu. Þó slökkt sé á kjarnaklúfunum þurfa þeir samt kælingu. Forsvarsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segjast fylgjast grannt með ástandinu. Í yfirlýsingu frá yfirmanni stofnunarinnar segir að yfirborðið í vatnsbóli kjarnorkuversins sé byrjað að lækka en hægt sé að nálgast vatn úr sérstaklega hannaðri tjörn nærri orkuverinu. Vatnið þær ætti að nýtast í minnst nokkra mánuði en stofnunin segir gífurlega mikilvægt að hún verði ekki fyrir skemmdum. Yfirvöld í Úkraínu segja um áttatíu bæi og þorp á hættusvæði við bakka Dnipróár og er borgin Kherson einni í hættu. Margar byggðir eru þegar komnar undir vatn og er byrjað að flæða í Kherson. This was someone's home. pic.twitter.com/yahe0eQ3q1— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) June 6, 2023 pic.twitter.com/07kmpuV3ae— Pjotr Sauer (@PjotrSauer) June 6, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Er gagnsókn Úkraínumanna hafin? Úkraínumenn eru byrjaðir að gera árásir í suðausturhluta Úkraínu. Fregnir hafa borist af tiltölulega smáum árásum í Dónetsk- og Sapórisjía-héruðum og eru Úkraínumenn sagðir hafa náð einhverjum árangri. Erfitt er þó að sannreyna fregnirnar að svo stöddu. 5. júní 2023 14:54 Málaliðar Wagner handsömuðu og börðu rússneskan ofursta Málaliðar Wagner Group lentu á dögunum í skotbardaga við rússneska hermenn nærri Bakhmut. Bardaginn endaði með því að málaliðarnir handsömuðu rússneskan undirofursta, börðu hann og þvinguðu hann til að játa að hafa skipað mönnum sínum að skjóta á málaliðana. 5. júní 2023 12:45 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Er gagnsókn Úkraínumanna hafin? Úkraínumenn eru byrjaðir að gera árásir í suðausturhluta Úkraínu. Fregnir hafa borist af tiltölulega smáum árásum í Dónetsk- og Sapórisjía-héruðum og eru Úkraínumenn sagðir hafa náð einhverjum árangri. Erfitt er þó að sannreyna fregnirnar að svo stöddu. 5. júní 2023 14:54
Málaliðar Wagner handsömuðu og börðu rússneskan ofursta Málaliðar Wagner Group lentu á dögunum í skotbardaga við rússneska hermenn nærri Bakhmut. Bardaginn endaði með því að málaliðarnir handsömuðu rússneskan undirofursta, börðu hann og þvinguðu hann til að játa að hafa skipað mönnum sínum að skjóta á málaliðana. 5. júní 2023 12:45