Strákarnir sem spila fyrir Ísland á EM: Tveir lykilmenn ekki með Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2023 10:48 Kristian Nökkvi Hlynsson er leikmaður hollenska stórliðsins Ajax og átti stóran þátt í að koma U19-landsliðinu á EM. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Ólafur Ingi Skúlason hefur nú valið þá leikmenn sem fara á Evrópumót U19-landsliða karla í fótbolta, á Möltu um næstu mánaðamót. Eins og Vísir greindi fyrst frá eru tveir bestu leikmenn íslenska liðsins ekki með, þeir Kristian Nökkvi Hlynsson og Orri Steinn Óskarsson. Ajax og FC Kaupmannahöfn, félögin sem leikmennirnir spila fyrir, gáfu ekki leyfi fyrir því að þeir færu á mótið en UEFA setur ekki þá skyldu á félög að leyfa leikmönnum að spila á EM U19-landsliða. Kristian er hins vegar í A-landsliðshópnum fyrir leikina við Slóvakíu og Portúgal í júní. Fjórir leikmenn íslenska hópsins eru á mála hjá erlendum félögum. Þetta eru markvörðurinn Lúkas J. Blöndal Petersson úr Hoffenheim, Daníel Freyr Kristjánsson úr Midtjylland, Daníel Tristan Guðjohnsen úr Malmö og Hilmir Rafn Mikaelsson úr Tromsö. Stjarnan með fimm menn í hópnum Stjarnan á flesta leikmenn í hópnum eða fimm talsins. Grótta á tvo. Breiðablik, Keflavík, Þór, Víkingur, Fjölnir, ÍA, Valur, FH, KR og Selfoss eiga svo einn fulltrúa hvert. Íslenski hópurinn heldur af landi brott 30. júní og spilar sinn fyrsta leik á EM gegn Spáni 4. júlí. Liðið er einnig í riðli með Noregi og Grikklandi. Riðlakeppninni lýkur 10. júlí og fara tvö efstu liðin þá í undanúrslit. Íslenska liðið vann meðal annars England á leið sinni inn á EM.Getty/Matt McNulty Ísland komst í lokakeppnina með því að vinna sinn milliriðil í undankeppninni, á Englandi í lok mars. Þar vann liðið ríkjandi meistara Englands og Ungverjaland, og gerði jafntefli við Tyrkland. Orri Steinn skoraði þrjú marka Íslands í milliriðlinum, Kristian Nökkvi eitt og Hilmir Rafn Mikaelsson eitt. EM-hópur Íslands: Adolf Daði Birgisson Stjarnan Arnar Daníel Aðalsteinsson Grótta Arnar Númi Gíslason Grótta Ágúst Orri Þorsteinsson Breiðablik Ásgeir Orri Magnússon Keflavík Bjarni Guðjón Brynjólfsson Þór Ak. Daníel Freyr Kristjánsson FC Midtjylland Daníel Tristan Guðjohnsen Malmö FF Eggert Aron Guðmundsson Stjarnan Gísli Gottskálk Þórðarson Víkingur R. Guðmundur Baldvin Nökkvason Stjarnan Halldór Snær Georgsson Fjölnir Haukur Andri Haraldsson ÍA Hilmir Rafn Mikaelsson Tromsö Hlynur Freyr Karlsson Valur Logi Hrafn Róbertsson FH Lúkas J. Blöndal Petersson Hoffenheim Jóhannes Kristinn Bjarnason KR Róbert Frosti Þorkelsson Stjarnan Sigurbergur Áki Jörundsson Stjarnan Þorsteinn Aron Antonsson Selfoss Landslið karla í fótbolta Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
Eins og Vísir greindi fyrst frá eru tveir bestu leikmenn íslenska liðsins ekki með, þeir Kristian Nökkvi Hlynsson og Orri Steinn Óskarsson. Ajax og FC Kaupmannahöfn, félögin sem leikmennirnir spila fyrir, gáfu ekki leyfi fyrir því að þeir færu á mótið en UEFA setur ekki þá skyldu á félög að leyfa leikmönnum að spila á EM U19-landsliða. Kristian er hins vegar í A-landsliðshópnum fyrir leikina við Slóvakíu og Portúgal í júní. Fjórir leikmenn íslenska hópsins eru á mála hjá erlendum félögum. Þetta eru markvörðurinn Lúkas J. Blöndal Petersson úr Hoffenheim, Daníel Freyr Kristjánsson úr Midtjylland, Daníel Tristan Guðjohnsen úr Malmö og Hilmir Rafn Mikaelsson úr Tromsö. Stjarnan með fimm menn í hópnum Stjarnan á flesta leikmenn í hópnum eða fimm talsins. Grótta á tvo. Breiðablik, Keflavík, Þór, Víkingur, Fjölnir, ÍA, Valur, FH, KR og Selfoss eiga svo einn fulltrúa hvert. Íslenski hópurinn heldur af landi brott 30. júní og spilar sinn fyrsta leik á EM gegn Spáni 4. júlí. Liðið er einnig í riðli með Noregi og Grikklandi. Riðlakeppninni lýkur 10. júlí og fara tvö efstu liðin þá í undanúrslit. Íslenska liðið vann meðal annars England á leið sinni inn á EM.Getty/Matt McNulty Ísland komst í lokakeppnina með því að vinna sinn milliriðil í undankeppninni, á Englandi í lok mars. Þar vann liðið ríkjandi meistara Englands og Ungverjaland, og gerði jafntefli við Tyrkland. Orri Steinn skoraði þrjú marka Íslands í milliriðlinum, Kristian Nökkvi eitt og Hilmir Rafn Mikaelsson eitt. EM-hópur Íslands: Adolf Daði Birgisson Stjarnan Arnar Daníel Aðalsteinsson Grótta Arnar Númi Gíslason Grótta Ágúst Orri Þorsteinsson Breiðablik Ásgeir Orri Magnússon Keflavík Bjarni Guðjón Brynjólfsson Þór Ak. Daníel Freyr Kristjánsson FC Midtjylland Daníel Tristan Guðjohnsen Malmö FF Eggert Aron Guðmundsson Stjarnan Gísli Gottskálk Þórðarson Víkingur R. Guðmundur Baldvin Nökkvason Stjarnan Halldór Snær Georgsson Fjölnir Haukur Andri Haraldsson ÍA Hilmir Rafn Mikaelsson Tromsö Hlynur Freyr Karlsson Valur Logi Hrafn Róbertsson FH Lúkas J. Blöndal Petersson Hoffenheim Jóhannes Kristinn Bjarnason KR Róbert Frosti Þorkelsson Stjarnan Sigurbergur Áki Jörundsson Stjarnan Þorsteinn Aron Antonsson Selfoss
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira