Banna tveimur bestu mönnum Íslands að fara á EM Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2023 08:31 Kristian Nökkvi Hlynsson hefur verið kallaður „hinn íslenski De Bruyne“ og verið algjör lykilmaður í U19-landsliðinu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Afar ólíklegt er að Ísland geti teflt fram tveimur af sínum allra bestu leikmönnum á Evrópumóti U19-landsliða karla í fótbolta í næsta mánuði. Þetta herma heimildir Vísis en svo virðist sem að hollenska félagið Ajax vilji ekki hleypa Kristian Nökkva Hlynssyni á mótið, og að danska félagið FC Kaupmannahöfn setji Orra Steini Óskarssyni sömuleiðis stólinn fyrir dyrnar. Öfugt við landsliðsverkefni A-landsliða og U21-landsliða þá er félögum ekki skylt að láta leikmenn sína af hendi á Evrópumót U19-landsliða. Það er því í þeirra höndum að gefa leyfi fyrir því að KSÍ fái leikmenn á mótið og í langflestum tilfellum mun það ganga eftir. Enn er þó tími til stefnu fyrir KSÍ til að sannfæra forráðamenn Ajax og FCK um að hleypa Kristian og Orra á mótið, en íslenski hópurinn verður kynntur í næstu viku. EM fer fram á Möltu 3.-16. júlí og er Ísland eitt af aðeins átta liðum sem spila á lokamótinu, eftir að hafa meðal annars slegið út ríkjandi meistara Englands í milliriðlakeppninni. Ísland vann England 1-0, Ungverjaland 2-0 og gerði 2-2 jafntefli við Tyrkland í milliriðlakeppninni, og skoraði Orri þrjú marka Íslands og Kristian eitt. Orri Steinn Óskarsson, Ágúst Eðvald Hlynsson og Kristian Nökkvi Hlynsson fagna marki með U21-landsliðinu síðasta sumar.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslensku félögin fá að færa leiki Ljóst er að EM U19-landsliða karla og kvenna, sem bæði fara fram í júlí, hafa umtalsverð áhrif á leikjadagskrána í Bestu deildunum. Ekki er vitað til þess að nokkurt íslenskt félag ætli að banna leikmanni að fara á EM og virðist samstaða um að gera íslensku landsliðunum kleyft að ná sem bestum árangri. Hins vegar mun þátttaka á mótunum hafa mismikil áhrif á íslensku liðin og til að mynda gætu 4-6 leikmenn úr karlaliði Stjörnunnar verið á leið á EM. Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, segir að orðið verði við óskum félaga um að færa leiki vegna EM, og að nóg sé að annað liðið í hverjum leik fyrir sig óski eftir því. Tveggja vikna ferðalög Áætlað er að íslenski hópurinn sem fer á EM U19 karla fari af landi brott 30. júní, að lokinni 13. umferð Bestu deildarinnar, og spilar liðið við Spán 4. júlí, Noreg 7. júlí og Grikkland 10. júlí, og svo mögulega í undanúrslitum 13. júlí og úrslitum 16. júlí. Lengra er í að EM U19 kvenna fari fram en það er haldið í Belgíu. Ísland mætir Spáni í fyrsta leik 18. júlí, Tékklandi 21. júlí og Frakklandi 24. júlí, og spilar svo mögulega í undanúrslitum 27. júlí og úrslitum 30. júlí. Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Þetta herma heimildir Vísis en svo virðist sem að hollenska félagið Ajax vilji ekki hleypa Kristian Nökkva Hlynssyni á mótið, og að danska félagið FC Kaupmannahöfn setji Orra Steini Óskarssyni sömuleiðis stólinn fyrir dyrnar. Öfugt við landsliðsverkefni A-landsliða og U21-landsliða þá er félögum ekki skylt að láta leikmenn sína af hendi á Evrópumót U19-landsliða. Það er því í þeirra höndum að gefa leyfi fyrir því að KSÍ fái leikmenn á mótið og í langflestum tilfellum mun það ganga eftir. Enn er þó tími til stefnu fyrir KSÍ til að sannfæra forráðamenn Ajax og FCK um að hleypa Kristian og Orra á mótið, en íslenski hópurinn verður kynntur í næstu viku. EM fer fram á Möltu 3.-16. júlí og er Ísland eitt af aðeins átta liðum sem spila á lokamótinu, eftir að hafa meðal annars slegið út ríkjandi meistara Englands í milliriðlakeppninni. Ísland vann England 1-0, Ungverjaland 2-0 og gerði 2-2 jafntefli við Tyrkland í milliriðlakeppninni, og skoraði Orri þrjú marka Íslands og Kristian eitt. Orri Steinn Óskarsson, Ágúst Eðvald Hlynsson og Kristian Nökkvi Hlynsson fagna marki með U21-landsliðinu síðasta sumar.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslensku félögin fá að færa leiki Ljóst er að EM U19-landsliða karla og kvenna, sem bæði fara fram í júlí, hafa umtalsverð áhrif á leikjadagskrána í Bestu deildunum. Ekki er vitað til þess að nokkurt íslenskt félag ætli að banna leikmanni að fara á EM og virðist samstaða um að gera íslensku landsliðunum kleyft að ná sem bestum árangri. Hins vegar mun þátttaka á mótunum hafa mismikil áhrif á íslensku liðin og til að mynda gætu 4-6 leikmenn úr karlaliði Stjörnunnar verið á leið á EM. Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, segir að orðið verði við óskum félaga um að færa leiki vegna EM, og að nóg sé að annað liðið í hverjum leik fyrir sig óski eftir því. Tveggja vikna ferðalög Áætlað er að íslenski hópurinn sem fer á EM U19 karla fari af landi brott 30. júní, að lokinni 13. umferð Bestu deildarinnar, og spilar liðið við Spán 4. júlí, Noreg 7. júlí og Grikkland 10. júlí, og svo mögulega í undanúrslitum 13. júlí og úrslitum 16. júlí. Lengra er í að EM U19 kvenna fari fram en það er haldið í Belgíu. Ísland mætir Spáni í fyrsta leik 18. júlí, Tékklandi 21. júlí og Frakklandi 24. júlí, og spilar svo mögulega í undanúrslitum 27. júlí og úrslitum 30. júlí.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira