Enski boltinn

Skilur ekki af hverju United seldi fimmmenningana

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Javier Hernández og Danny Welbeck fóru frá Manchester United 2014.
Javier Hernández og Danny Welbeck fóru frá Manchester United 2014. getty/Laurence Griffiths

Rio Ferdinand skilur ekki af hverju Manchester United seldi fimm ómærðar hetjur eftir að Sir Alex Ferguson hætti með liðið. Hann segir að þessir leikmenn hafi verið fjörgjafi United.

Ferguson hætti með United 2013 eftir að hafa gert liðið að Englandsmeisturum í þrettánda sinn. Síðan þá hefur United ekki verið nálægt því að vinna Englandsmeistaratitilinn og ótal leikmenn komið og farið en árangurinn hefur látið á sér standa.

Meðal þeirra sem fóru frá United eftir að Ferguson hætti voru Jonny Evans, Javier Hernández, Danny Welbeck og brasilísku tvíburarnir Rafael og Fabio Da Silva.

„Þeir voru fjörgjafi Manchester United. Þeir komu í gegnum unglingastarfið, allt Manchester United strákar, og það týndist líka,“ sagði Ferdinand.

„Þetta var það sem félagið hafði verið byggt upp á. Leikmenn sem komu í gegnum unglingastarfið voru mikilvægir í öllu sem United stóð fyrir. Og þeir seldu þessa leikmenn. Ég trúði því ekki að félagið leyfði það. Það sem þeir gerðu fyrir United hefðu þeir getað gert allan ferilinn.“

Ferdinand sjálfur fór frá United 2014 eftir eina tímabil Davids Moyes við stjórnvölinn. Við starfi hans tók Louis van Gaal.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.