Innlent

Einn fluttur á bráða­mót­töku vegna á­reksturs

Árni Sæberg skrifar
Sjúkraflutningamenn fluttu einn á bráðamóttöku.
Sjúkraflutningamenn fluttu einn á bráðamóttöku. Vísir/Vilhelm

Fyrir skömmu varð árekstur á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í Reykjavík. Einn var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar en hann er ekki alvarlega slasaður.

Þetta segir varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi.

Hann segir að fólksbíl hafi verið ekið aftan á vörubíl og að einn hafi verið fluttur með minniháttar áverka til aðhlynningar.

Einn dælubíll er enn á vettvangi en að sögn varðstjórans er hann aðeins að bíða eftir því að bíllinn verði dreginn burt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×