„Nálægt því að verða eitt af þessum gömlu goðsagnakenndum liðum” Árni Gísli Magnússon skrifar 5. júní 2023 20:30 Arnar Gunnlaugsson hefur unnið þrjá bikarmeistaratitla sem þjálfari Víkings. Vísir/Hulda Margrét Víkingur frá Reykjavík vann 2-1 sigur á Þór Akureyri á Þórsvellinum í dag. Víkingar skoruðu mörkin snemma í sitthvorum hálfleiknum en Þórsurum tókst að jafna í fyrri hálfleik. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var nokkuð brattur eftir leik og fannst gaman að koma í Þorpið. „Mér fannst það bara hrikalega gaman. Þeir eru með geggjaða stuðningsmenn og frískt lið og það síðasta sem maður vildi fá eftir leikinn á föstudaginn að spila á móti svona baráttuglöðu liði. Þeir bara gáfu okkur leik, það var ekkert flóknara en það, og við vorum bara í tómu basli. Ég man ekki eftir einu færi hjá okkur fyrir utan þessi mörk þannig bara virkilega stoltur að vera kominn í undanúrslit í fjórða skiptið í röð.” Víkingur skoraði strax í upphafi beggja hálfleika sem reyndist dýrt fyrir Þórsara. Er það munurinn á Lengjudeildinni og Bestu deildinni að lið úr deild þeirra bestu refsa fyrir flest mistök? „Já ég held það sko, þeir sofnuðu aðeins á verðinum og við refsuðum en fyrir utan það, eins og ég sagði áðan, ég man ekki eftir einu færi sem við fengum í leiknum og vorum bara að ströggla í lokin við að þrauka þessu fram yfir línuna.” Þórsvöllur er með náttúrulegu grasi sem er ekki upp á sitt besta frekar en aðrir grasvellir landsins. Hvernig fannst Arnari að koma að spila á grasinu? „Þetta er bara áskorun. Við orðnir svo svakalegt gervigraslið og erum stundum eins og beljur á svelli á þessum grasvöllum en það var ekkert út á þennan völl að setja og það var ekkert því að kenna, heldur voru Þórsarar bara grimmir og sterkir og góðir. Við vorum bara í veseni.” Mikið fjaðrafok myndaðist eftir leik Breiðablik og Víkings á föstudagskvöld þar sem Blikar jöfnuðu með tveimur mörkum í uppbótartíma og Arnar fór mikinn í viðtali eftir leik vegna dómgæslunnar. Fylgdi þessi hasar liðinu áfram inn í helgina eða var strax hægt að einbeita sér að bikarleiknum í dag? „Þið fjölmiðlamenn leyfðuð okkur ekkert að gleyma þessu alveg nógu snemma eftir leikinn,” sagði Arnar og hló áður en hann hélt áfram: „Þetta er bara búið að vera gaman þannig séð og þeir sem tóku þátt í leiknum og umræðan eftir leikinn. Ég held að við höfum misst svona 30 ár í þroska og farið aðeins í verða smá smábörn, bæði eftir leik, strax eftir leik en þjóðin er búin að skemmta sér vel á okkar kostnað. Eigum við ekki bara að segja áfram gakk núna og láta þessum kafla lokið þangað til næsta viðureign gegn Blikum fer fram.” Víkingur hefur orðið bikarmeistari þrisvar sinnum í röð, 2019, 2020 og 2021 en keppnin var ekki kláruð 2020 vegna kórónuveirunnar. Víkingur hefur því ekki tapað bikarleik síðan í ágúst 2020 eða í tæp þrjú ár. Hvers vegna er Víkingur með svona rosalegt tak á þessari keppni? „Ef þú ert orðið svona mikið bikarlið þá segir það ýmislegt um karakter leikmanna. Við erum búnir að mæta allskonar mótherjum; bestu liðum landsins, deild fyrir neðan, tveimur deildum fyrir neðan og við erum bara búnir að taka hvern einasta leik alvarlega.” „Þannig þetta er fyrst og fremst bara karakter og hugarfar strákanna að vanmeta ekki neinn og núna erum við nálægt því að verða eitt af þessum old time legendary [í. gömlu goðsagnakenndum] liðum sem geta unnið þetta fjögur ár í röð þannig það er gulrót fyrir okkur þannig okkur líður bara vel í þessari keppni,” sagð Arnar að lokum. Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Þór Akureyri Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Sjá meira
„Mér fannst það bara hrikalega gaman. Þeir eru með geggjaða stuðningsmenn og frískt lið og það síðasta sem maður vildi fá eftir leikinn á föstudaginn að spila á móti svona baráttuglöðu liði. Þeir bara gáfu okkur leik, það var ekkert flóknara en það, og við vorum bara í tómu basli. Ég man ekki eftir einu færi hjá okkur fyrir utan þessi mörk þannig bara virkilega stoltur að vera kominn í undanúrslit í fjórða skiptið í röð.” Víkingur skoraði strax í upphafi beggja hálfleika sem reyndist dýrt fyrir Þórsara. Er það munurinn á Lengjudeildinni og Bestu deildinni að lið úr deild þeirra bestu refsa fyrir flest mistök? „Já ég held það sko, þeir sofnuðu aðeins á verðinum og við refsuðum en fyrir utan það, eins og ég sagði áðan, ég man ekki eftir einu færi sem við fengum í leiknum og vorum bara að ströggla í lokin við að þrauka þessu fram yfir línuna.” Þórsvöllur er með náttúrulegu grasi sem er ekki upp á sitt besta frekar en aðrir grasvellir landsins. Hvernig fannst Arnari að koma að spila á grasinu? „Þetta er bara áskorun. Við orðnir svo svakalegt gervigraslið og erum stundum eins og beljur á svelli á þessum grasvöllum en það var ekkert út á þennan völl að setja og það var ekkert því að kenna, heldur voru Þórsarar bara grimmir og sterkir og góðir. Við vorum bara í veseni.” Mikið fjaðrafok myndaðist eftir leik Breiðablik og Víkings á föstudagskvöld þar sem Blikar jöfnuðu með tveimur mörkum í uppbótartíma og Arnar fór mikinn í viðtali eftir leik vegna dómgæslunnar. Fylgdi þessi hasar liðinu áfram inn í helgina eða var strax hægt að einbeita sér að bikarleiknum í dag? „Þið fjölmiðlamenn leyfðuð okkur ekkert að gleyma þessu alveg nógu snemma eftir leikinn,” sagði Arnar og hló áður en hann hélt áfram: „Þetta er bara búið að vera gaman þannig séð og þeir sem tóku þátt í leiknum og umræðan eftir leikinn. Ég held að við höfum misst svona 30 ár í þroska og farið aðeins í verða smá smábörn, bæði eftir leik, strax eftir leik en þjóðin er búin að skemmta sér vel á okkar kostnað. Eigum við ekki bara að segja áfram gakk núna og láta þessum kafla lokið þangað til næsta viðureign gegn Blikum fer fram.” Víkingur hefur orðið bikarmeistari þrisvar sinnum í röð, 2019, 2020 og 2021 en keppnin var ekki kláruð 2020 vegna kórónuveirunnar. Víkingur hefur því ekki tapað bikarleik síðan í ágúst 2020 eða í tæp þrjú ár. Hvers vegna er Víkingur með svona rosalegt tak á þessari keppni? „Ef þú ert orðið svona mikið bikarlið þá segir það ýmislegt um karakter leikmanna. Við erum búnir að mæta allskonar mótherjum; bestu liðum landsins, deild fyrir neðan, tveimur deildum fyrir neðan og við erum bara búnir að taka hvern einasta leik alvarlega.” „Þannig þetta er fyrst og fremst bara karakter og hugarfar strákanna að vanmeta ekki neinn og núna erum við nálægt því að verða eitt af þessum old time legendary [í. gömlu goðsagnakenndum] liðum sem geta unnið þetta fjögur ár í röð þannig það er gulrót fyrir okkur þannig okkur líður bara vel í þessari keppni,” sagð Arnar að lokum.
Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Þór Akureyri Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Sjá meira