Forstjóri Viaplay rekinn og hlutabréf í frjálsu falli Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. júní 2023 19:22 Anders Jensen forstjóri hefur verið látinn taka pokann sinn. NENT Forstjóri norrænu streymisveitunnar Viaplay hefur verið rekinn og hlutabréf í fyrirtækinu féllu um nærri 60 prósent í dag. Fyrirtækið sendi frá sér afkomuviðvörun og býst við tapi næstu árin. Í afkomuviðvörun Viaplay segir að veitan búist við tapi upp á 250 til 300 milljón sænskra króna á öðrum ársfjórðungi. Það er allt að tapið nemi 3,9 milljörðum króna. Þá er gert ráð fyrir að söluaukning nemi 16 til 17,5 prósentum í stað 24 til 26 prósenta aukningar eins og í fyrri spá. Féllu hlutabréf í veitunni um 58,6 prósent, niður í 93,4 sænska krónu á hlut. Þá var forstjórinn Anders Jensen rekinn og Jörgen Madsen Lindemann, fyrrverandi forstjóri rafíþróttadeildar MTG, tekur við. En Viaplay er dótturfyrirtæki MTG. Samkvæmt Viaplay er ástæða þrenginganna yfirstandandi lífskjarakreppa og harðnandi viðskiptaumhverfi. Hafi eftirspurn eftir bæði norrænu og alþjóðlegu afþreyingarefni minnkað sem og áskriftasala. Þá hafi norrænir auglýsingamarkaðir fyrir ljósvakamiðla dalað hratt. Kom á óvart Viðvörun Viaplay kom mörgum á óvart enda í ósamræmi við tilkynningu félagsins frá 25. apríl síðastliðnum. Þar sagði að árið hefði byrjað eins og spár hefðu gert ráð fyrir. Mikill meðbyr væri með veitunni þrátt fyrir óvissu í efnahagsmálunum heimsins. Fjölmargir Íslendingar eru áskrifendur að Viaplay þar sem þýski boltinn er meðal annars á skjánum.Getty Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Viaplay gefur út afkomuviðvörun, síðast var það gert í fyrra. Samkvæmt fréttastofunni Reuters komu þær tölur sem kynntar voru í dag fólki þó á óvart. Sænsk veita í 33 löndum Viaplay var stofnuð í Svíþjóð árið 2007. Veitan er nú með dreifingu á Norðurlöndum, Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Eystrasalti, Póllandi og víðar, alls 33 löndum. Fjölmargir Íslendingar eru áskrifendur að þjónustu Viaplay. Þar er hægt að streyma kvikmyndum og þáttaröðum, bæði norrænum og öðrum. Einnig er mikið af íþróttaefni á veitunni, svo sem þýski fótboltinn, Formúla 1 kappakstur og NHL íshokkídeildin. Fjölmiðlar Svíþjóð Bíó og sjónvarp Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Sjá meira
Í afkomuviðvörun Viaplay segir að veitan búist við tapi upp á 250 til 300 milljón sænskra króna á öðrum ársfjórðungi. Það er allt að tapið nemi 3,9 milljörðum króna. Þá er gert ráð fyrir að söluaukning nemi 16 til 17,5 prósentum í stað 24 til 26 prósenta aukningar eins og í fyrri spá. Féllu hlutabréf í veitunni um 58,6 prósent, niður í 93,4 sænska krónu á hlut. Þá var forstjórinn Anders Jensen rekinn og Jörgen Madsen Lindemann, fyrrverandi forstjóri rafíþróttadeildar MTG, tekur við. En Viaplay er dótturfyrirtæki MTG. Samkvæmt Viaplay er ástæða þrenginganna yfirstandandi lífskjarakreppa og harðnandi viðskiptaumhverfi. Hafi eftirspurn eftir bæði norrænu og alþjóðlegu afþreyingarefni minnkað sem og áskriftasala. Þá hafi norrænir auglýsingamarkaðir fyrir ljósvakamiðla dalað hratt. Kom á óvart Viðvörun Viaplay kom mörgum á óvart enda í ósamræmi við tilkynningu félagsins frá 25. apríl síðastliðnum. Þar sagði að árið hefði byrjað eins og spár hefðu gert ráð fyrir. Mikill meðbyr væri með veitunni þrátt fyrir óvissu í efnahagsmálunum heimsins. Fjölmargir Íslendingar eru áskrifendur að Viaplay þar sem þýski boltinn er meðal annars á skjánum.Getty Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Viaplay gefur út afkomuviðvörun, síðast var það gert í fyrra. Samkvæmt fréttastofunni Reuters komu þær tölur sem kynntar voru í dag fólki þó á óvart. Sænsk veita í 33 löndum Viaplay var stofnuð í Svíþjóð árið 2007. Veitan er nú með dreifingu á Norðurlöndum, Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Eystrasalti, Póllandi og víðar, alls 33 löndum. Fjölmargir Íslendingar eru áskrifendur að þjónustu Viaplay. Þar er hægt að streyma kvikmyndum og þáttaröðum, bæði norrænum og öðrum. Einnig er mikið af íþróttaefni á veitunni, svo sem þýski fótboltinn, Formúla 1 kappakstur og NHL íshokkídeildin.
Fjölmiðlar Svíþjóð Bíó og sjónvarp Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Sjá meira