Fótbolti

Fær næstum því fjögur hundruð milljónir í árslaun í nýju starfi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Milos Milojevic hefur gert það gott í þjálfun undanfarin ár.
Milos Milojevic hefur gert það gott í þjálfun undanfarin ár. vísir/hulda margrét

Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings og Breiðabliks, er á leið í afar vel borgað starf í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Samkvæmt frétt Aftonbladet er Milos að fara að taka við Al Wasl í SAF. Talið er að hann fái 388 milljónir íslenskra króna í árslaun hjá liðinu. 

Hinn fertugi Milos stýrði Rauðu stjörnunni á síðasta tímabili og gerði liðið að tvöföldum meisturum. Rauða stjarnan fór taplaus í gegnum deildakeppnina í Serbíu. Milos fékk hins vegar ekki að halda áfram með liðið.

Auk Rauðu stjörnunnar, Víkings og Breiðabliks hefur Milos þjálfað Mjällby, Hammarby og Malmö í Svíþjóð. Hann gerði Malmö að sænskum bikarmeisturum í fyrra.

Al Wasl hefur sjö sinnum orðið meistari í SAF, síðast 2007. Á síðasta tímabili endaði liðið í 5. sæti úrvalsdeildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.