Pétur: Bryndís er markaskorari af guðs náð Stefán Snær Ágústsson skrifar 31. maí 2023 22:52 Pétur Pétursson hefur gert Val að Íslandsmeistara síðustu tvö ár í röð. VÍSIR/VILHELM Pétur Pétursson var rólegur við leikslok eftir að lið hans hafði unnið sterkan sigur á Þrótti í toppslag 6. umferðar Bestu deildar kvenna í Laugardalnum á miðvikudagskvöldið. Tvö snögg mörk á fyrsta korteri gerðu út um leikinn þrátt fyrir endurkomupressu heimakvenna, lokatölur 2-1 fyrir Val sem trónir á toppi deildarinnar. „Mér fannst þetta frábært. Sérstaklega fyrri hálfleikurinn, mér fannst við spila frábæran leik, létum boltann ganga vel, fengum mikið af opnunum og skoruðum góð mörk.“ Fyrri hálfleikur var allur Vals en í seinni hótuðu Þróttarar með snöggu marki eftir hálfleik og þunga pressu. „Góð lið eins og Þróttur er, maður vissi það alltaf að það myndi koma einhver pressa á okkur en mér fannst við leysa það vel. Ég man ekki eftir neinu öðru færi en þessu marki sem þau fengu. Mér fannst þetta bara mjög góður leikur hjá okkur.“ Þróttur sló Val út úr Mjólkurbikarnum um síðustu helgi en Pétur gerði þrjár breytingar á liðinu frá þeim leik, sem virtist gera gæfumuninn. „Þær sem að komu inn á stóðu sig allar vel. Bryndís (Arna Níelsdóttir) er markaskorari af guðs náð, maður er búinn að bíða eftir að hún geri þetta og hún gerði það í kvöld.“ „Að fá Láru (Kristínu Pedersen) inn líka skiptir okku miklu máli. Málfríður Anna (Eiríksdóttir) var stórkostleg á miðjunni og varnarlínan stóð sig frábærlega þannig ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum þennan leik.“ Eftir úrslit kvöldsins situr Valur á toppi deildarinnar. Pétur hafði þó lítið um það að segja en vildi frekar einblína á hversu ábótavant honum finnst umfjöllunin um þennan stórleik, í viðtali við blaðamann sem er að fjalla um þennan stórleik. „Það eru engir panelar eða neitt hérna, hvað er í gangi hjá Stöð 2?“ „Þetta er toppleikur í Bestu deildinni svo ég held þið ættuð að fara aðeins að laga þetta. Hvernig væri að fá Óla Jó í settið til að æsa þetta aðeins upp? Það er kannski góður punktur, hann hefur ekkert annað að gera.“ Besta deild kvenna Valur Þróttur Reykjavík Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira
Tvö snögg mörk á fyrsta korteri gerðu út um leikinn þrátt fyrir endurkomupressu heimakvenna, lokatölur 2-1 fyrir Val sem trónir á toppi deildarinnar. „Mér fannst þetta frábært. Sérstaklega fyrri hálfleikurinn, mér fannst við spila frábæran leik, létum boltann ganga vel, fengum mikið af opnunum og skoruðum góð mörk.“ Fyrri hálfleikur var allur Vals en í seinni hótuðu Þróttarar með snöggu marki eftir hálfleik og þunga pressu. „Góð lið eins og Þróttur er, maður vissi það alltaf að það myndi koma einhver pressa á okkur en mér fannst við leysa það vel. Ég man ekki eftir neinu öðru færi en þessu marki sem þau fengu. Mér fannst þetta bara mjög góður leikur hjá okkur.“ Þróttur sló Val út úr Mjólkurbikarnum um síðustu helgi en Pétur gerði þrjár breytingar á liðinu frá þeim leik, sem virtist gera gæfumuninn. „Þær sem að komu inn á stóðu sig allar vel. Bryndís (Arna Níelsdóttir) er markaskorari af guðs náð, maður er búinn að bíða eftir að hún geri þetta og hún gerði það í kvöld.“ „Að fá Láru (Kristínu Pedersen) inn líka skiptir okku miklu máli. Málfríður Anna (Eiríksdóttir) var stórkostleg á miðjunni og varnarlínan stóð sig frábærlega þannig ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum þennan leik.“ Eftir úrslit kvöldsins situr Valur á toppi deildarinnar. Pétur hafði þó lítið um það að segja en vildi frekar einblína á hversu ábótavant honum finnst umfjöllunin um þennan stórleik, í viðtali við blaðamann sem er að fjalla um þennan stórleik. „Það eru engir panelar eða neitt hérna, hvað er í gangi hjá Stöð 2?“ „Þetta er toppleikur í Bestu deildinni svo ég held þið ættuð að fara aðeins að laga þetta. Hvernig væri að fá Óla Jó í settið til að æsa þetta aðeins upp? Það er kannski góður punktur, hann hefur ekkert annað að gera.“
Besta deild kvenna Valur Þróttur Reykjavík Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira