Pétur: Bryndís er markaskorari af guðs náð Stefán Snær Ágústsson skrifar 31. maí 2023 22:52 Pétur Pétursson hefur gert Val að Íslandsmeistara síðustu tvö ár í röð. VÍSIR/VILHELM Pétur Pétursson var rólegur við leikslok eftir að lið hans hafði unnið sterkan sigur á Þrótti í toppslag 6. umferðar Bestu deildar kvenna í Laugardalnum á miðvikudagskvöldið. Tvö snögg mörk á fyrsta korteri gerðu út um leikinn þrátt fyrir endurkomupressu heimakvenna, lokatölur 2-1 fyrir Val sem trónir á toppi deildarinnar. „Mér fannst þetta frábært. Sérstaklega fyrri hálfleikurinn, mér fannst við spila frábæran leik, létum boltann ganga vel, fengum mikið af opnunum og skoruðum góð mörk.“ Fyrri hálfleikur var allur Vals en í seinni hótuðu Þróttarar með snöggu marki eftir hálfleik og þunga pressu. „Góð lið eins og Þróttur er, maður vissi það alltaf að það myndi koma einhver pressa á okkur en mér fannst við leysa það vel. Ég man ekki eftir neinu öðru færi en þessu marki sem þau fengu. Mér fannst þetta bara mjög góður leikur hjá okkur.“ Þróttur sló Val út úr Mjólkurbikarnum um síðustu helgi en Pétur gerði þrjár breytingar á liðinu frá þeim leik, sem virtist gera gæfumuninn. „Þær sem að komu inn á stóðu sig allar vel. Bryndís (Arna Níelsdóttir) er markaskorari af guðs náð, maður er búinn að bíða eftir að hún geri þetta og hún gerði það í kvöld.“ „Að fá Láru (Kristínu Pedersen) inn líka skiptir okku miklu máli. Málfríður Anna (Eiríksdóttir) var stórkostleg á miðjunni og varnarlínan stóð sig frábærlega þannig ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum þennan leik.“ Eftir úrslit kvöldsins situr Valur á toppi deildarinnar. Pétur hafði þó lítið um það að segja en vildi frekar einblína á hversu ábótavant honum finnst umfjöllunin um þennan stórleik, í viðtali við blaðamann sem er að fjalla um þennan stórleik. „Það eru engir panelar eða neitt hérna, hvað er í gangi hjá Stöð 2?“ „Þetta er toppleikur í Bestu deildinni svo ég held þið ættuð að fara aðeins að laga þetta. Hvernig væri að fá Óla Jó í settið til að æsa þetta aðeins upp? Það er kannski góður punktur, hann hefur ekkert annað að gera.“ Besta deild kvenna Valur Þróttur Reykjavík Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Sjá meira
Tvö snögg mörk á fyrsta korteri gerðu út um leikinn þrátt fyrir endurkomupressu heimakvenna, lokatölur 2-1 fyrir Val sem trónir á toppi deildarinnar. „Mér fannst þetta frábært. Sérstaklega fyrri hálfleikurinn, mér fannst við spila frábæran leik, létum boltann ganga vel, fengum mikið af opnunum og skoruðum góð mörk.“ Fyrri hálfleikur var allur Vals en í seinni hótuðu Þróttarar með snöggu marki eftir hálfleik og þunga pressu. „Góð lið eins og Þróttur er, maður vissi það alltaf að það myndi koma einhver pressa á okkur en mér fannst við leysa það vel. Ég man ekki eftir neinu öðru færi en þessu marki sem þau fengu. Mér fannst þetta bara mjög góður leikur hjá okkur.“ Þróttur sló Val út úr Mjólkurbikarnum um síðustu helgi en Pétur gerði þrjár breytingar á liðinu frá þeim leik, sem virtist gera gæfumuninn. „Þær sem að komu inn á stóðu sig allar vel. Bryndís (Arna Níelsdóttir) er markaskorari af guðs náð, maður er búinn að bíða eftir að hún geri þetta og hún gerði það í kvöld.“ „Að fá Láru (Kristínu Pedersen) inn líka skiptir okku miklu máli. Málfríður Anna (Eiríksdóttir) var stórkostleg á miðjunni og varnarlínan stóð sig frábærlega þannig ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum þennan leik.“ Eftir úrslit kvöldsins situr Valur á toppi deildarinnar. Pétur hafði þó lítið um það að segja en vildi frekar einblína á hversu ábótavant honum finnst umfjöllunin um þennan stórleik, í viðtali við blaðamann sem er að fjalla um þennan stórleik. „Það eru engir panelar eða neitt hérna, hvað er í gangi hjá Stöð 2?“ „Þetta er toppleikur í Bestu deildinni svo ég held þið ættuð að fara aðeins að laga þetta. Hvernig væri að fá Óla Jó í settið til að æsa þetta aðeins upp? Það er kannski góður punktur, hann hefur ekkert annað að gera.“
Besta deild kvenna Valur Þróttur Reykjavík Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn