Flúði farbann vegna nauðgunar og býðst til að spila frítt Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 3. júní 2023 08:01 Ef marka má fréttir kólumbískra miðla undanfarna daga virðist Andrés ekki vera á leiðinni frá Kólumbíu í bráð. Vísir/Hulda Margrét Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés Ramiro Manga Escobar, sem flúði Ísland í farbanni í desember síðastliðnum eftir að hafa hlotið fangelsisdóm fyrir nauðgun, er ennþá staddur í Kólumbíu og segist ólmur vilja hasla sér völl í atvinnumennsku á ný. Hefur hann boðist til að spila frítt fyrir sitt gamla félag, Deportivo Cali. Andrés lék með Leikni úr Reykjavík í úrvalsdeild karla sumarið 2021. Hann lék átján deildarleiki og skoraði tvö mörk fyrir Breiðholtsliðið. Hann yfirgaf það eftir tímabilið. Á seinasta ári dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Andrés í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Hann áfrýjaði dómnum til Landsréttar og var úrskurðaður í farbann þar til dómur Landsréttar lægi fyrir. Þann 22.september síðastliðinn staðfesti Landsréttur síðan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá féllst Landsréttur jafnframt á þá kröfu ákæruvaldsins að Andrés skyldi vera áfram í farbanni þar til afplánun hæfist. Líkt og fram kom í frétt Vísis í janúar síðastliðnum fór Andrés hins vegar af landi brott í desember á seinasta ári. Hann mætti í útvarpsviðtal hjá Deporte sin Tabujos þann 18.janúar og fjölmargir vefmiðlar í Kólumbíu unnu fréttir upp úr viðtalinu. Í viðtalinu sagði Andrés að hann hefði komið „heim“ til Cali fyrir einum og hálfum mánuði og að málaferlin gegn honum á Íslandi væru enn opin. Þá lét hann hafa það eftir sér að náðst hefði samkomulag við íslensk yfirvöld „af mannúðarástæðum“, fyrir tilstilli Gustavo Quijano frá Knattspyrnusambandi Kólumbíu, sem og „nokkurra annarra utanaðkomandi.“ Á öðrum stað í viðtalinu sagði Andrés að hann hafi „biðlað til yfirvalda“ um hjálp. „Í sannleika sagt bjóst ég við meira af þeim, og það var undir mér komið að leysa þetta og hér er ég í dag.“ Andrés var spurður að því í þættinum hver framtíðaráform hans væru og svo virtist sem að yfirvofandi fangelsisvist á Íslandi væri ekki ofarlega í huga hans. „Það eina sem ég vil er að geta haldið áfram að spila.“ Segist bíða svara Ef marka má fréttir fjölmargra kólumbískra miðla undanfarna daga virðist Andrés ekki vera á leiðinni frá Kólumbíu í bráð. Í viðtali við Deporte en Común nú á dögunum segist hann hafa stundað æfingar eins síns liðs undanfarna mánuði. Segist hann ólmur vilja spila með Deportivo Cali. Kveðst hann gert forseta liðsins tilboð um að spila frítt með liðinu á undirbúningstímabilinu, og bíði nú svara. „Ég hef látið hann vita að ég sé alltaf til taks,“ segir Andrés í viðtalinu. Tekur hann fram að þar sem hann beri mikla væntumþykju til síns gamla liðs þá sé hann reiðubúinn að bjóða fram krafta sína endurgjaldslaust. Hann myndi ekki bjóða neinu öðru liði slíkt. Hann bætir við á öðrum stað: „ Ég vil ekki hljóma hrokafullur, en ég veit að ég er frábær knattspyrnumaður og ég get orðið liðinu að gagni.“ [...] „Ég vona að þetta muni ganga eftir, mig langar virkilega að snúa aftur á völlinn.“ Þess ber að geta að undanfarnar vikur og mánuði hefur Andrés verið virkur á Instgram og hefur reglulega birt myndir frá lífi sínu í Kólumbíu. View this post on Instagram A post shared by Manga escobar (@mangaescobar11) Á dögunum birti Darío Lezcano, leikmaður Colo Colo og vinur Andrésar færslu á Instagram þar sem sjá má þá félaga í grillveislu ásamt fleiri þarlendum knattspyrnumönnum. Fram kemur í frétt kólumbíska miðilsins La Hora að færslan hafi vakið hörð viðbrögð hjá stuðningsmönnum Colo Colo í ljósi þess að Escobar hafi hlotið dóm fyrir nauðgun á Íslandi. Kólumbía Fótbolti Kynferðisofbeldi Dómsmál Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Flúði land í farbanni vegna nauðgunardóms Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés Ramiro Escobar Diaz, sem hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir nauðgun fór af landi brott í desember síðastliðnum. Þetta gerði hann þrátt fyrir að hafa verið úrskurðaður í farbann í september síðastliðnum og bíða afplánunar í fangelsi á Íslandi. 22. janúar 2023 07:00 Fangelsisdómurinn yfir Escobar staðfestur Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir kólumbíska fótboltamanninum Andrés „Manga“ Escobar. 22. september 2022 15:52 Dæmdur fyrir nauðgun en segist beittur órétti á Íslandi Knattspyrnumaðurinn Andrés „Manga“ Escobar hélt fram sakleysi sínu í viðtali við kólumbíska þáttinn Primer Toque, eftir að hafa verið dæmdur fyrir nauðgun á Íslandi. 15. mars 2022 14:29 Andrés Escobar dæmdur fyrir kynferðisbrot Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés „Manga“ Escobar, sem lék með Leikni R. á síðasta tímabili var dæmdur fyrir kynferðisbrot í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði. 4. mars 2022 08:07 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Andrés lék með Leikni úr Reykjavík í úrvalsdeild karla sumarið 2021. Hann lék átján deildarleiki og skoraði tvö mörk fyrir Breiðholtsliðið. Hann yfirgaf það eftir tímabilið. Á seinasta ári dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Andrés í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Hann áfrýjaði dómnum til Landsréttar og var úrskurðaður í farbann þar til dómur Landsréttar lægi fyrir. Þann 22.september síðastliðinn staðfesti Landsréttur síðan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá féllst Landsréttur jafnframt á þá kröfu ákæruvaldsins að Andrés skyldi vera áfram í farbanni þar til afplánun hæfist. Líkt og fram kom í frétt Vísis í janúar síðastliðnum fór Andrés hins vegar af landi brott í desember á seinasta ári. Hann mætti í útvarpsviðtal hjá Deporte sin Tabujos þann 18.janúar og fjölmargir vefmiðlar í Kólumbíu unnu fréttir upp úr viðtalinu. Í viðtalinu sagði Andrés að hann hefði komið „heim“ til Cali fyrir einum og hálfum mánuði og að málaferlin gegn honum á Íslandi væru enn opin. Þá lét hann hafa það eftir sér að náðst hefði samkomulag við íslensk yfirvöld „af mannúðarástæðum“, fyrir tilstilli Gustavo Quijano frá Knattspyrnusambandi Kólumbíu, sem og „nokkurra annarra utanaðkomandi.“ Á öðrum stað í viðtalinu sagði Andrés að hann hafi „biðlað til yfirvalda“ um hjálp. „Í sannleika sagt bjóst ég við meira af þeim, og það var undir mér komið að leysa þetta og hér er ég í dag.“ Andrés var spurður að því í þættinum hver framtíðaráform hans væru og svo virtist sem að yfirvofandi fangelsisvist á Íslandi væri ekki ofarlega í huga hans. „Það eina sem ég vil er að geta haldið áfram að spila.“ Segist bíða svara Ef marka má fréttir fjölmargra kólumbískra miðla undanfarna daga virðist Andrés ekki vera á leiðinni frá Kólumbíu í bráð. Í viðtali við Deporte en Común nú á dögunum segist hann hafa stundað æfingar eins síns liðs undanfarna mánuði. Segist hann ólmur vilja spila með Deportivo Cali. Kveðst hann gert forseta liðsins tilboð um að spila frítt með liðinu á undirbúningstímabilinu, og bíði nú svara. „Ég hef látið hann vita að ég sé alltaf til taks,“ segir Andrés í viðtalinu. Tekur hann fram að þar sem hann beri mikla væntumþykju til síns gamla liðs þá sé hann reiðubúinn að bjóða fram krafta sína endurgjaldslaust. Hann myndi ekki bjóða neinu öðru liði slíkt. Hann bætir við á öðrum stað: „ Ég vil ekki hljóma hrokafullur, en ég veit að ég er frábær knattspyrnumaður og ég get orðið liðinu að gagni.“ [...] „Ég vona að þetta muni ganga eftir, mig langar virkilega að snúa aftur á völlinn.“ Þess ber að geta að undanfarnar vikur og mánuði hefur Andrés verið virkur á Instgram og hefur reglulega birt myndir frá lífi sínu í Kólumbíu. View this post on Instagram A post shared by Manga escobar (@mangaescobar11) Á dögunum birti Darío Lezcano, leikmaður Colo Colo og vinur Andrésar færslu á Instagram þar sem sjá má þá félaga í grillveislu ásamt fleiri þarlendum knattspyrnumönnum. Fram kemur í frétt kólumbíska miðilsins La Hora að færslan hafi vakið hörð viðbrögð hjá stuðningsmönnum Colo Colo í ljósi þess að Escobar hafi hlotið dóm fyrir nauðgun á Íslandi.
Kólumbía Fótbolti Kynferðisofbeldi Dómsmál Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Flúði land í farbanni vegna nauðgunardóms Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés Ramiro Escobar Diaz, sem hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir nauðgun fór af landi brott í desember síðastliðnum. Þetta gerði hann þrátt fyrir að hafa verið úrskurðaður í farbann í september síðastliðnum og bíða afplánunar í fangelsi á Íslandi. 22. janúar 2023 07:00 Fangelsisdómurinn yfir Escobar staðfestur Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir kólumbíska fótboltamanninum Andrés „Manga“ Escobar. 22. september 2022 15:52 Dæmdur fyrir nauðgun en segist beittur órétti á Íslandi Knattspyrnumaðurinn Andrés „Manga“ Escobar hélt fram sakleysi sínu í viðtali við kólumbíska þáttinn Primer Toque, eftir að hafa verið dæmdur fyrir nauðgun á Íslandi. 15. mars 2022 14:29 Andrés Escobar dæmdur fyrir kynferðisbrot Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés „Manga“ Escobar, sem lék með Leikni R. á síðasta tímabili var dæmdur fyrir kynferðisbrot í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði. 4. mars 2022 08:07 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Flúði land í farbanni vegna nauðgunardóms Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés Ramiro Escobar Diaz, sem hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir nauðgun fór af landi brott í desember síðastliðnum. Þetta gerði hann þrátt fyrir að hafa verið úrskurðaður í farbann í september síðastliðnum og bíða afplánunar í fangelsi á Íslandi. 22. janúar 2023 07:00
Fangelsisdómurinn yfir Escobar staðfestur Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir kólumbíska fótboltamanninum Andrés „Manga“ Escobar. 22. september 2022 15:52
Dæmdur fyrir nauðgun en segist beittur órétti á Íslandi Knattspyrnumaðurinn Andrés „Manga“ Escobar hélt fram sakleysi sínu í viðtali við kólumbíska þáttinn Primer Toque, eftir að hafa verið dæmdur fyrir nauðgun á Íslandi. 15. mars 2022 14:29
Andrés Escobar dæmdur fyrir kynferðisbrot Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés „Manga“ Escobar, sem lék með Leikni R. á síðasta tímabili var dæmdur fyrir kynferðisbrot í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði. 4. mars 2022 08:07