Flúði farbann vegna nauðgunar og býðst til að spila frítt Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 3. júní 2023 08:01 Ef marka má fréttir kólumbískra miðla undanfarna daga virðist Andrés ekki vera á leiðinni frá Kólumbíu í bráð. Vísir/Hulda Margrét Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés Ramiro Manga Escobar, sem flúði Ísland í farbanni í desember síðastliðnum eftir að hafa hlotið fangelsisdóm fyrir nauðgun, er ennþá staddur í Kólumbíu og segist ólmur vilja hasla sér völl í atvinnumennsku á ný. Hefur hann boðist til að spila frítt fyrir sitt gamla félag, Deportivo Cali. Andrés lék með Leikni úr Reykjavík í úrvalsdeild karla sumarið 2021. Hann lék átján deildarleiki og skoraði tvö mörk fyrir Breiðholtsliðið. Hann yfirgaf það eftir tímabilið. Á seinasta ári dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Andrés í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Hann áfrýjaði dómnum til Landsréttar og var úrskurðaður í farbann þar til dómur Landsréttar lægi fyrir. Þann 22.september síðastliðinn staðfesti Landsréttur síðan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá féllst Landsréttur jafnframt á þá kröfu ákæruvaldsins að Andrés skyldi vera áfram í farbanni þar til afplánun hæfist. Líkt og fram kom í frétt Vísis í janúar síðastliðnum fór Andrés hins vegar af landi brott í desember á seinasta ári. Hann mætti í útvarpsviðtal hjá Deporte sin Tabujos þann 18.janúar og fjölmargir vefmiðlar í Kólumbíu unnu fréttir upp úr viðtalinu. Í viðtalinu sagði Andrés að hann hefði komið „heim“ til Cali fyrir einum og hálfum mánuði og að málaferlin gegn honum á Íslandi væru enn opin. Þá lét hann hafa það eftir sér að náðst hefði samkomulag við íslensk yfirvöld „af mannúðarástæðum“, fyrir tilstilli Gustavo Quijano frá Knattspyrnusambandi Kólumbíu, sem og „nokkurra annarra utanaðkomandi.“ Á öðrum stað í viðtalinu sagði Andrés að hann hafi „biðlað til yfirvalda“ um hjálp. „Í sannleika sagt bjóst ég við meira af þeim, og það var undir mér komið að leysa þetta og hér er ég í dag.“ Andrés var spurður að því í þættinum hver framtíðaráform hans væru og svo virtist sem að yfirvofandi fangelsisvist á Íslandi væri ekki ofarlega í huga hans. „Það eina sem ég vil er að geta haldið áfram að spila.“ Segist bíða svara Ef marka má fréttir fjölmargra kólumbískra miðla undanfarna daga virðist Andrés ekki vera á leiðinni frá Kólumbíu í bráð. Í viðtali við Deporte en Común nú á dögunum segist hann hafa stundað æfingar eins síns liðs undanfarna mánuði. Segist hann ólmur vilja spila með Deportivo Cali. Kveðst hann gert forseta liðsins tilboð um að spila frítt með liðinu á undirbúningstímabilinu, og bíði nú svara. „Ég hef látið hann vita að ég sé alltaf til taks,“ segir Andrés í viðtalinu. Tekur hann fram að þar sem hann beri mikla væntumþykju til síns gamla liðs þá sé hann reiðubúinn að bjóða fram krafta sína endurgjaldslaust. Hann myndi ekki bjóða neinu öðru liði slíkt. Hann bætir við á öðrum stað: „ Ég vil ekki hljóma hrokafullur, en ég veit að ég er frábær knattspyrnumaður og ég get orðið liðinu að gagni.“ [...] „Ég vona að þetta muni ganga eftir, mig langar virkilega að snúa aftur á völlinn.“ Þess ber að geta að undanfarnar vikur og mánuði hefur Andrés verið virkur á Instgram og hefur reglulega birt myndir frá lífi sínu í Kólumbíu. View this post on Instagram A post shared by Manga escobar (@mangaescobar11) Á dögunum birti Darío Lezcano, leikmaður Colo Colo og vinur Andrésar færslu á Instagram þar sem sjá má þá félaga í grillveislu ásamt fleiri þarlendum knattspyrnumönnum. Fram kemur í frétt kólumbíska miðilsins La Hora að færslan hafi vakið hörð viðbrögð hjá stuðningsmönnum Colo Colo í ljósi þess að Escobar hafi hlotið dóm fyrir nauðgun á Íslandi. Kólumbía Fótbolti Kynferðisofbeldi Dómsmál Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Flúði land í farbanni vegna nauðgunardóms Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés Ramiro Escobar Diaz, sem hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir nauðgun fór af landi brott í desember síðastliðnum. Þetta gerði hann þrátt fyrir að hafa verið úrskurðaður í farbann í september síðastliðnum og bíða afplánunar í fangelsi á Íslandi. 22. janúar 2023 07:00 Fangelsisdómurinn yfir Escobar staðfestur Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir kólumbíska fótboltamanninum Andrés „Manga“ Escobar. 22. september 2022 15:52 Dæmdur fyrir nauðgun en segist beittur órétti á Íslandi Knattspyrnumaðurinn Andrés „Manga“ Escobar hélt fram sakleysi sínu í viðtali við kólumbíska þáttinn Primer Toque, eftir að hafa verið dæmdur fyrir nauðgun á Íslandi. 15. mars 2022 14:29 Andrés Escobar dæmdur fyrir kynferðisbrot Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés „Manga“ Escobar, sem lék með Leikni R. á síðasta tímabili var dæmdur fyrir kynferðisbrot í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði. 4. mars 2022 08:07 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Sjá meira
Andrés lék með Leikni úr Reykjavík í úrvalsdeild karla sumarið 2021. Hann lék átján deildarleiki og skoraði tvö mörk fyrir Breiðholtsliðið. Hann yfirgaf það eftir tímabilið. Á seinasta ári dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Andrés í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Hann áfrýjaði dómnum til Landsréttar og var úrskurðaður í farbann þar til dómur Landsréttar lægi fyrir. Þann 22.september síðastliðinn staðfesti Landsréttur síðan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá féllst Landsréttur jafnframt á þá kröfu ákæruvaldsins að Andrés skyldi vera áfram í farbanni þar til afplánun hæfist. Líkt og fram kom í frétt Vísis í janúar síðastliðnum fór Andrés hins vegar af landi brott í desember á seinasta ári. Hann mætti í útvarpsviðtal hjá Deporte sin Tabujos þann 18.janúar og fjölmargir vefmiðlar í Kólumbíu unnu fréttir upp úr viðtalinu. Í viðtalinu sagði Andrés að hann hefði komið „heim“ til Cali fyrir einum og hálfum mánuði og að málaferlin gegn honum á Íslandi væru enn opin. Þá lét hann hafa það eftir sér að náðst hefði samkomulag við íslensk yfirvöld „af mannúðarástæðum“, fyrir tilstilli Gustavo Quijano frá Knattspyrnusambandi Kólumbíu, sem og „nokkurra annarra utanaðkomandi.“ Á öðrum stað í viðtalinu sagði Andrés að hann hafi „biðlað til yfirvalda“ um hjálp. „Í sannleika sagt bjóst ég við meira af þeim, og það var undir mér komið að leysa þetta og hér er ég í dag.“ Andrés var spurður að því í þættinum hver framtíðaráform hans væru og svo virtist sem að yfirvofandi fangelsisvist á Íslandi væri ekki ofarlega í huga hans. „Það eina sem ég vil er að geta haldið áfram að spila.“ Segist bíða svara Ef marka má fréttir fjölmargra kólumbískra miðla undanfarna daga virðist Andrés ekki vera á leiðinni frá Kólumbíu í bráð. Í viðtali við Deporte en Común nú á dögunum segist hann hafa stundað æfingar eins síns liðs undanfarna mánuði. Segist hann ólmur vilja spila með Deportivo Cali. Kveðst hann gert forseta liðsins tilboð um að spila frítt með liðinu á undirbúningstímabilinu, og bíði nú svara. „Ég hef látið hann vita að ég sé alltaf til taks,“ segir Andrés í viðtalinu. Tekur hann fram að þar sem hann beri mikla væntumþykju til síns gamla liðs þá sé hann reiðubúinn að bjóða fram krafta sína endurgjaldslaust. Hann myndi ekki bjóða neinu öðru liði slíkt. Hann bætir við á öðrum stað: „ Ég vil ekki hljóma hrokafullur, en ég veit að ég er frábær knattspyrnumaður og ég get orðið liðinu að gagni.“ [...] „Ég vona að þetta muni ganga eftir, mig langar virkilega að snúa aftur á völlinn.“ Þess ber að geta að undanfarnar vikur og mánuði hefur Andrés verið virkur á Instgram og hefur reglulega birt myndir frá lífi sínu í Kólumbíu. View this post on Instagram A post shared by Manga escobar (@mangaescobar11) Á dögunum birti Darío Lezcano, leikmaður Colo Colo og vinur Andrésar færslu á Instagram þar sem sjá má þá félaga í grillveislu ásamt fleiri þarlendum knattspyrnumönnum. Fram kemur í frétt kólumbíska miðilsins La Hora að færslan hafi vakið hörð viðbrögð hjá stuðningsmönnum Colo Colo í ljósi þess að Escobar hafi hlotið dóm fyrir nauðgun á Íslandi.
Kólumbía Fótbolti Kynferðisofbeldi Dómsmál Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Flúði land í farbanni vegna nauðgunardóms Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés Ramiro Escobar Diaz, sem hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir nauðgun fór af landi brott í desember síðastliðnum. Þetta gerði hann þrátt fyrir að hafa verið úrskurðaður í farbann í september síðastliðnum og bíða afplánunar í fangelsi á Íslandi. 22. janúar 2023 07:00 Fangelsisdómurinn yfir Escobar staðfestur Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir kólumbíska fótboltamanninum Andrés „Manga“ Escobar. 22. september 2022 15:52 Dæmdur fyrir nauðgun en segist beittur órétti á Íslandi Knattspyrnumaðurinn Andrés „Manga“ Escobar hélt fram sakleysi sínu í viðtali við kólumbíska þáttinn Primer Toque, eftir að hafa verið dæmdur fyrir nauðgun á Íslandi. 15. mars 2022 14:29 Andrés Escobar dæmdur fyrir kynferðisbrot Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés „Manga“ Escobar, sem lék með Leikni R. á síðasta tímabili var dæmdur fyrir kynferðisbrot í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði. 4. mars 2022 08:07 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Sjá meira
Flúði land í farbanni vegna nauðgunardóms Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés Ramiro Escobar Diaz, sem hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir nauðgun fór af landi brott í desember síðastliðnum. Þetta gerði hann þrátt fyrir að hafa verið úrskurðaður í farbann í september síðastliðnum og bíða afplánunar í fangelsi á Íslandi. 22. janúar 2023 07:00
Fangelsisdómurinn yfir Escobar staðfestur Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir kólumbíska fótboltamanninum Andrés „Manga“ Escobar. 22. september 2022 15:52
Dæmdur fyrir nauðgun en segist beittur órétti á Íslandi Knattspyrnumaðurinn Andrés „Manga“ Escobar hélt fram sakleysi sínu í viðtali við kólumbíska þáttinn Primer Toque, eftir að hafa verið dæmdur fyrir nauðgun á Íslandi. 15. mars 2022 14:29
Andrés Escobar dæmdur fyrir kynferðisbrot Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés „Manga“ Escobar, sem lék með Leikni R. á síðasta tímabili var dæmdur fyrir kynferðisbrot í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði. 4. mars 2022 08:07