Erlent

Saka kínverskan flugmann um „óþarflega ágenga“ hegðun

Samúel Karl Ólason skrifar
Kínverskri herþotu af gerðinni J-16 var flogið í veg bandarískrar eftirlitsflugvélar yfir Suður-Kínahafi.
Kínverskri herþotu af gerðinni J-16 var flogið í veg bandarískrar eftirlitsflugvélar yfir Suður-Kínahafi.

Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna í Indlands- og Kyrrahafi sökuðu kínverskan flugmann í dag um „óþarflega ágenga“ hegðun yfir Suður-Kínahafi. Kínverskur flugmaður flaug herþotu af gerðinni J-16 í veg bandarískrar eftirlitsvélar af gerðinni RC-135.

Í yfirlýsingu frá herafla Bandaríkjanna segir að eftirlitsvélinni hafi verið flogið á alþjóðlegu svæði í takt við alþjóðalög þegar kínversku herþotunni hafi verið flogið fyrir framan eftirlitsflugvélina, svo hún nötraði öll.

Kínverjar gerðu fyrir nokkrum árum tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og þar á meðal hafsvæðis ríkja eins og Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Filippseyjar kærðu Kína fyrir Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt.

Þrátt fyrir það hafa Kínverjar haldið áfram hernaðaruppbyggingu á svæðinu. Meðal annars hafa þeir byggt heilu eyjurnar, flotastöðvar og flugvelli og komið eldflaugum fyrir á svæðinu.

Bandaríkjamenn og fleiri hafa þrátt fyrir það haldið áfram að sigla herskipum um svæðið og fljúga herflugvélum þar en atvik sambærileg þessi skjóta reglulega upp kollinum, bæði hvað varðar skip og herflugvélar.

Umrætt atvik átti sér stað í síðustu viku en AFP fréttaveitan hefur eftir talsmönnum Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, að atvikum sem þessum hafi farið fjölgandi. Í desember hafi bandarískir flugmenn RC-135 flugvélar þurft að breyta stefnu hennar svo þeir kínversk herþota lenti ekki á þeim.


Tengdar fréttir

Kínverjar æfir út í G7 ríkin

Stjórnvöld í Kína ásaka G7 ríkin um samantekin ráð um að sverta orðspor Kína á heimsvísu og ráðast gegn hagsmunum landsins.

Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu

Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því að ríkið spilaði stærri rullu í alþjóðamálum. Forsetinn sagði í morgun að Kína ætti að taka virkan þátt í því að gera endurbætur á og að endurbyggja alþjóðakerfið. Það sagði Xi að myndi veita heimsfriði og framþróun „jákvæða orku“.

Japanir óttast stríð og ætla að kaupa mikið magn vopna

Deilur um það hvernig fjármagna eigi umfangsmikla hernaðaruppbyggingu í Japan eru sagðar ógna stjórnarsamstarfinu þar í landi. Fumio Kishida, forsætisráðherra og leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins, vill fjármagna uppbygginguna með skattlagningu en sú áætlun er ekki vinsæl innan flokksins.

Vilj­a eig­in kjarn­ork­u­vopn af ótta við Norð­ur-Kór­e­u

Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×