Fótbolti

Juve greiðir rúmar hundrað milljónir í sekt og sleppur við frekari refsingu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
US Sassuolo v Juventus - Serie A REGGIO NELL'EMILIA, ITALY - MAY 12: Fabio Paratici and Pavel Nedved during the Serie A match between US Sassuolo and Juventus at Mapei Stadium - Città del Tricolore on May 12, 2021 in Reggio nell'Emilia, Italy. (Photo by Daniele Badolato - Juventus FC/Juventus FC via Getty Images)
US Sassuolo v Juventus - Serie A REGGIO NELL'EMILIA, ITALY - MAY 12: Fabio Paratici and Pavel Nedved during the Serie A match between US Sassuolo and Juventus at Mapei Stadium - Città del Tricolore on May 12, 2021 in Reggio nell'Emilia, Italy. (Photo by Daniele Badolato - Juventus FC/Juventus FC via Getty Images)

Ítalska stórveldið Juventus hefur komist að samkomulagi við ítölsk knattspyrnuyfirvöld um að félagið muni greiða 718 þúsund evrur í sekt vegna fjár­mála­m­is­ferl­is fé­lags­ins á und­an­förn­um árum.

Félagið hefur sætt rannsókn ítalskra knattspyrnuyfirvalda undanfarna mánuði vegna grunsamlegra launagreiðslna félagsins til leikmanna. Þá hafa leikmannakaup félagsins einnig þótt grunsamleg.

Upphaflega voru 15 stig dregin af Juventus í ítölsku deildinni vegna málsins, en eftir að félagið áfrýjaði fékk liðið stigin aftur. Í síðustu viku voru svo tíu stig dregin af liðinu og ljóst að Juventus missir af sæti í Meistaradeild Evrópu.

Samkvæmt grein BBC um málið hefur Juventus nú komist að samkomulagi við ítölsk knattspyrnuyfirvörl um að greiða 718 þúsund evrur í sekt, en það samsvarar rúmlega 107,5 milljónum íslenskra króna. Samkomulagið felur í sér að Juventus hefur nú sæst á að taka á sig tíu stiga frádrátt, en ekki verður aðhafst meira í málinu.

Þá hafa nokkrir af þeim sem háttsettir voru innan félagsins þegar málið kom upp einnig verið sektaðir. Þar á meðal eru Pavel Nedved, fyrrverandi varaformann Juventus, og Fabio Paratici, fyrrverandi yfirmann íþróttamála.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.