Íslenski boltinn

Stórleikur í Laugardalnum í Mjólkurbikarnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þróttur fer ekki beint auðveldustu leiðina í Mjólkurbikar kvenna.
Þróttur fer ekki beint auðveldustu leiðina í Mjólkurbikar kvenna. vísir/vilhelm

Þróttur tekur á móti Breiðabliki í stórleik átta liða úrslita Mjólkurbikars kvenna í fótbolta.

Dregið var í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu í dag. Sjö lið úr Bestu deildinni voru í pottinum sem og Víkingur sem situr á toppi Lengjudeildarinnar.

Víkingur fær heimsókn frá Selfossi í átta liða úrslitunum, ÍBV og FH eigast við og Stjarnan sækir Keflavík heim.

Stórleikurinn er svo á milli Þróttar og Breiðabliks. Liðin eru í 2. og 3. sæti Bestu deildarinnar. Þróttarar slógu bikarmeistara Valskvenna úr leik í sextán liða úrslitunum um helgina.

Leikirnir í átta liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna fara fram 15. og 16. júní.

Átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna

  • Þróttur - Breiðablik
  • Víkingur - Selfoss
  • ÍBV - FH
  • Keflavík - Stjarnan



Fleiri fréttir

Sjá meira


×