Íslenski boltinn

FH á­fram í bikarnum: Dregið í átta liða úr­slit á morgun

Aron Guðmundsson skrifar
FH-ingar geta fagnað í dag því kvennalið félagsins í knattspyrnu er komið einu skrefi nær bikarmeistaratitlinum
FH-ingar geta fagnað í dag því kvennalið félagsins í knattspyrnu er komið einu skrefi nær bikarmeistaratitlinum Instagram/@FHingar

FH er komið áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir 2-0 sigur á FHL fyrir austan í dag. 

Margrét Brynja Kristinsdóttir kom FH yfir með marki á 40. mínútu áður en að Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir tvöfaldaði forystu gestanna frá Hafnarfirði á 52. mínútu. 

Reyndist það lokamark leiksins og FH því komið áfram í 8-liða úrlit Mjólkurbikarsins. 

Þar slæst liðið í för með Stjörnunni, Breiðabliki, Víkingi Reykjavík, Selfossi, Keflavík, Þrótti Reykjavík og ÍBV sem unnu sína leiki í 16-liða úrslitum.

Dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu á morgun. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.