Margrét Brynja Kristinsdóttir kom FH yfir með marki á 40. mínútu áður en að Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir tvöfaldaði forystu gestanna frá Hafnarfirði á 52. mínútu.
Reyndist það lokamark leiksins og FH því komið áfram í 8-liða úrlit Mjólkurbikarsins.
Þar slæst liðið í för með Stjörnunni, Breiðabliki, Víkingi Reykjavík, Selfossi, Keflavík, Þrótti Reykjavík og ÍBV sem unnu sína leiki í 16-liða úrslitum.
Dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu á morgun.