Erlent

Spænskt þorp af­greiddi kosningar á hálfri mínútu

Árni Sæberg skrifar
Frá sveitarstjórnarkosningum í San Sebastian í dag. Myndin tengist fréttinni ekki beint, enda eru töluvert fleiri kjörseðlar í kassanum þar en í Villaroya.
Frá sveitarstjórnarkosningum í San Sebastian í dag. Myndin tengist fréttinni ekki beint, enda eru töluvert fleiri kjörseðlar í kassanum þar en í Villaroya. Javi Julio/Getty

Sveitarstjórnarkosningar standa nú yfir á Spáni. Sjö íbúar þorpsins Villaroya bættu eigið met í dag með því að klára kosningarnar á 29 sekúndum og 52 sekúndubrotum.

Þorpið, sem er í La Rioja héraði, átti fyrra metið upp á 32 sekúndur. Salvador Perez, sem hefur verið þorpsstjóri Villaroya frá árinu 1973, segir í samtali við spænska fjölmiðla að íbúarnir sjö, sem eru með kosningarétt, séu vel æfðir í því að kjósa hratt.

Þá segir hann að það sé íbúum þorpsins kappsmál að halda kosningahraðametinu og koma í veg fyrir það að þrír íbúar þorpsins Illán de Vacas hirði það af þeim.

„Ég veit ekki hvort ég fái öll atkvæðin sjö, en það er næsta víst,“ er haft eftir honum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×