Innlent

Margir stútar gripnir í nótt

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Í Breiðholtinu var einstaklingur að ganga í veg fyrir bíla.
Í Breiðholtinu var einstaklingur að ganga í veg fyrir bíla. Vísir/Vilhelm

Níu einstaklingar voru stöðvaðir af lögreglu í nótt þar sem ökumaðurinn var grunaður um akstur undir áhrifum. Í þrígang reyndist ökumaðurinn án ökuréttinda vegna fyrri afskipta lögreglu.

Þetta kemur fram í skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Fimm eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og tveir undir áhrifum fíkniefna. Þá eru tveir ökumenn grunaðir um að setjast við stýri undir áhrifum bæði áfengis og fíkniefna.

Lögreglan hafði afskipti af fleirum en stútum í nótt. Meðal annars tveimur einstaklingum sem neituðu að borga fyrir umbeðinn akstur í leigubíl. En leigubílstjórarnir höfðu óskað eftir aðstoð lögreglu.

Í hverfi 109, það er Breiðholtinu, var tilkynnt um eitt innbrot í heimahúsi og einstakling sem var til vandræða í verslun. Í Breiðholtinu var einnig tilkynnt um einstakling sem var að ganga í veg fyrir bíla.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×