Þetta kemur fram í dagbók lögreglu fyrir daginn. Þar segir að 63 mál hafi verið tilkynnt í skráningarkerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á milli klukkan 05 og 17 í dag.
Lögregla sinnti hefðbundnum útköllum vegna tilkynninga um grunsamlegar mannaferðir, deilur milli manna og lítilsháttar líkamsárás, svo eitthvað sé nefnt. Seinni málin tvö voru leyst á vettvangi.
Þá var tilkynnt um slasaðan mann í miðbænum á tólfta tímanum í dag. Þegar viðbragðsaðila bar að garði var maðurinn hins vegar hvergi sjáanlegur.