Fjármálaráðherra segir ekki mega túlka hlutina þannig að tekjulágir hópar hafi verið skildir eftir þrátt fyrir að aðrir hafi það gott. Við ræðum við ráðherra sem segir ekki í skoðun að hækka skatta á tekjuhærra fólk líkt og formaður Eflingar hefur lagt til.
Þá heyrum við í formanni BSRB í beinni útsendingu um stöðuna í kjaraviðræðum, fáum nýjustu fréttir af slæmri veðurspá um helgina og ræðum við bæjarstjóra Blönduóss sem biðlar til ferðamanna um að stoppa lengur í bænum en bara til að fara á salernið.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.