Erlent

Gera fólki kleift að búa í vitum

Samúel Karl Ólason skrifar
Þessi viti stendur við Keweenaw-flóa í Michigan.
Þessi viti stendur við Keweenaw-flóa í Michigan. AP/Luke Barrett

Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að gefa eða selja á uppboði tíu rúmlega aldargamla vita á austurströnd landsins. Vitarnir spila lítið sem ekkert í öryggi sjófarenda lengur en með því að færa þá í eigu annarra vilja embættismenn tryggja að vitunum sé haldið við.

Þar sem tækni hefur að mestu leyti leyst vita af hólmi varðandi öryggi sjófarenda hafa yfirvöld í rauninni lítið með vita að gera. Frá árinu 2000 hefur ríkið verið að selja þeim sem hafa áhuga á að lifa lífi vitavarða, að hluta til, vita.

John Kelly, sem stýrir verkefninu, sagði AP fréttaveitunni að fólk hefði ætíð verið heillað af vitavörðum. Þar hafi staðið vörð um sjófarendur og tryggt aðgengi að hættulegum höfnum sem hjálpaði samfélagi þeirra mjög.

Plymouth-viti var reistur árið 1842.AP/Paul Hughes

Þá hafi vitar iðulega við reistir á stöðum með fallegt útsýni og þar af leiðandi séu vitar vinsælir áfangastaðir ferðamanna og einnig vinsælir meðal ljósmyndara. Því sé mikilvægt að halda þeim við, sé það hægt.

Frá því þetta verkefni hófst hafa um 150 vitar skipt um eigendur. Áttatíu hafa verið gefnir og sjötíu hafa verið seldir á uppboði, fyrir meira en tíu milljónir dala í heildina. Þetta árið er verið að gefa sex vita en þeir verða gefnir til staðaryfirvalda, samtaka eða annarra sem vilja eiga þá og viðhalda. Vitarnir þurfa einnig að vera aðgengilegir almenningi.

Á meðal þeirra er Plymouth/Gurnet vitinn svokallaði sem reistur var árið 1842. Viti sem var þar áður var reistur árið 1768 og þar starfaði fyrsti kvenkyns vitavörður Bandaríkjanna.

Warwick Neck vitinn í Rhode Island er einnig á listanum en hann er 15,5 metra hár. Kelly segir hann sinn uppáhalds vita þetta árið enda sé hann staðsettur á kletti með útsýni yfir hafið.

Fjórir vitar verða seldir á uppboði.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.