Erlent

Mikil reiði í Brasilíu vegna þræla­hermis

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Leikurinn gekk út á viðskipti með svart fólk.
Leikurinn gekk út á viðskipti með svart fólk. Skjáskot/Google

Goggle hefur fjarlægt leik úr smáforritaverslun sinni í Brasilíu, eftir harða gagnrýni. Um var að ræða leik þar sem svart fólk gekk kaupum og sölum og þá var mögulegt að pynta persónurnar.

Leikurinn var gefin út af Magnus Games 20. apríl síðastliðinn og um þúsund manns höfðu hlaðið honum niður áður en hann var tekinn út. 

Í lýsingu á leiknum segir framleiðandinn að leikurinn bjóði upp á að skiptast á, kaupa og selja þræla. Þá var hægt að pynta þá á ýmsan hátt. Skjáskot virðast einnig sýna hvernig spilurum var boðið upp á að velja á milli þess að frelsa þrælana eða nýta þá til að hagnast.

Þegar leikurinn var fjarlægður úr smáforritaversluninni var hann með fjórar stjörnur af fimm en í einni umsögninni stóð að leikurinn væri ágætur en að fleiri pyntingamöguleika vantaði.

Leikurinn vakti mikla reiði á samfélagsmiðlum og varð til þess að stjórnmálamenn kölluðu eftir því að tæknifyrirtæki væru látin axla meiri ábyrgð. 

Rannsókn stendur nú yfir á því hvernig leikurinn komst á boðstóla Google.

Frétt BBC.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.