Innlent

Draumur um trekant varð að mar­tröð með vændis­konum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Maðurinn hafði farið heim með konunum tveimur af næturlífinu.
Maðurinn hafði farið heim með konunum tveimur af næturlífinu. Vísir/Kolbeinn Tumi

Maður óskaði eftir að­stoð lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu í nótt eftir að hafa farið heim með tveimur konum eftir nætur­lífið.

Þetta kemur fram í dag­bók lög­reglu. Þar segir að konurnar hafi skyndi­lega tjáð honum að þær væru vændis­konur og óskuðu eftir að hann greiddi fyrir þjónustuna.

Maðurinn neitaði þeim um það og tóku þær þá upp vopn og hótuðu honum, að því er segir í dag­bók lög­reglu. Maðurinn segir konurnar hafa náð af sér fjár­munum.

Segir lög­regla að ekki liggi fyrir að svo stöddu hverjar um­ræddar konur eru. Málið sé til rann­sóknar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.