Erlent

Eitt helsta kenni­leiti Freet­own féll í stormi

Atli Ísleifsson skrifar
Tréð var rúmlega sextíu metrar að hæð. Myndin er tekin árið 2013.
Tréð var rúmlega sextíu metrar að hæð. Myndin er tekin árið 2013. Sigurður Jónsson

Risavaxið silkitrefjatré, sem talið er eitt helsta kennileiti Freetown, höfuðborgar Sierra Leóne, féll í miklu hvassviðri í gærkvöldi.

Julius Maada Bio, forseti landsins, segir að um mikinn missi sé að ræða fyrir þjóðina, enda hafi það verið tákn um frelsi fyrstu landnámsmanna Sierra Leóne. 

Umrætt tré var rúmlega sextíu metra að hæð og var meðal annars að finna á peningaseðlum landsins.

Í frétt BBC kemur fram að einhverjir kristnir menn hafi þó fagnað því að tréð hafi fallið, þar sem þeir telii að rætur trésins hafi verið notaðar við galdra- og nornaskap.

Ein af stærri greinum trésins brotnaði í stormi fyrr í vikunni en í gærkvöldi brotnaði svo sjálfur stofninn með þeim afleiðingum að það féll til jarðar.

Ekki er vitað um nákvæman aldur trésins en vitað er að það var til árið 1787.

Silkitrefjatréð í Freetown áður en það féll í gærkvöldi.Getty

Loftmynd af trénu í Freetown áður en það féll. Getty


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×