Enski boltinn

Mount hallast að Man United

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mason Mount mun að öllum líkindum ekki spila í bláu á næstu leiktíð.
Mason Mount mun að öllum líkindum ekki spila í bláu á næstu leiktíð. Vincent Mignott/Getty Images

Enski miðjumaðurinn Mason Mount hallast að því að ganga í raðir Manchester United en hann er eftirsóttur af fjölda liða.

Hinn 24 ára gamli Mount er samningsbundinn Chelsea til sumarsins 2024 en það virðist næsta öruggt að hann yfirgefi félagið í sumar þar sem það vill ekki missa hann frítt. The Athletic greinir nú frá því að enski landsliðsmaðurinn vilji fara til rauða hluta Manchester-borgar.

Mount hefur verið orðaður við Arsenal, Liverpool sem og fleiri lið. Þá vill Maurico Pochettino, verðandi þjálfari Chelsea, halda leikmanninum innan raða félagsins. Það virðist hins vegar sem Mount sé búinn að ákveða sig en hann hefur neitað að skrifa undir nýjan samning á Brúnni.

Mount hefur spilað 195 leiki fyrir Chelsea síðan hann braust fram á sjónvarsviðið og skorað 33 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×