Þurfa að loka göngudeildum yfir sumartímann í miðjum ópíóðafaraldri Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. maí 2023 19:00 Valgerður Rúnarsdóttir er yfirlæknir á Vogi. arnar halldórsson Göngudeildum SÁÁ og meðferðarstöðinni í Vík verður lokað í sumar vegna fjárskorts á sama tíma og fréttir berast af ópíóðafaraldri. Yfirlæknir segist ekkert hafa heyrt frá heilbrigðisráðherra eftir að hann boðaði aukna fjárveitingu fyrir rúmum tveimur vikum. Fyrir rúmum mánuði kynnti heilbrigðisráðherra á ríkisstjórnarfundi hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafaraldurs. Þann 9. maí sagði heilbrigðisráðherra í viðtali við Heimildina að ríkisstjórnin hefði samþykkt að hækka upphæðina og verja 225 milljónum í málaflokkinn. Í dag, rúmum tveimur vikum seinna hefur yfirlæknir á Vogi ekkert heyrt frá ráðuneytinu. „Nei ekki eftir þessa yfirlýsingu frá ráðherra, þannig það hlýtur að fara að bera á því. Við erum bara enn úti í straumnum að sinna fólkinu og erum að taka á móti fólki með ópíóðafíkn hér alla daga á Vogi og reyna að sinna þeim,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi í viðtali við Stöð 2. Hátt í þrjú hundruð í meðferð Hún fagnar ákvörðun um fjárveitingu og vonast til að heyra frá ráðuneytinu sem fyrst - enda veiti Vogi ekki af auknum fjármunum í sinni starfsemi. „Nei, það er enn sami samningur eins og frá árinu 2014 fyrir níutíu manns, en núna um þessar mundir eru 270 í meðferðinni.“ Vegna fjárskorts segir hún að loka þurfi göngudeildum yfir sumartímann. „Við höldum alltaf öllu úti hér á sumrin á Vogi, en þetta árið þurfum við því miður að loka í meðferðinni sem er uppi á Vík í fjórar vikur og á göngudeildunum okkar á sumarleyfistímum. Við höfum ekki ráð á að hafa afleysingu þetta árið því miður.“ Útséð með sumarið Ef þið hefðuð fengið fjárveitingu fyrr, hefðuð þið þá getað haft opið? „Já við hefðum getað gert það, eins og í fyrra þá gátum við gert það en það er ekki möguleiki núna. Við getum áætlun áður en árið byrjar þannig það er útséð með þetta sumar allavegana.“ Þannig þú bíður bara eftir kalli frá ráðuneytinu? „Já það hlýtur að koma mjög fljótt. Heilbrigðismál Fíkn SÁÁ Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna aðgerðar sérsveitar Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Fyrir rúmum mánuði kynnti heilbrigðisráðherra á ríkisstjórnarfundi hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafaraldurs. Þann 9. maí sagði heilbrigðisráðherra í viðtali við Heimildina að ríkisstjórnin hefði samþykkt að hækka upphæðina og verja 225 milljónum í málaflokkinn. Í dag, rúmum tveimur vikum seinna hefur yfirlæknir á Vogi ekkert heyrt frá ráðuneytinu. „Nei ekki eftir þessa yfirlýsingu frá ráðherra, þannig það hlýtur að fara að bera á því. Við erum bara enn úti í straumnum að sinna fólkinu og erum að taka á móti fólki með ópíóðafíkn hér alla daga á Vogi og reyna að sinna þeim,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi í viðtali við Stöð 2. Hátt í þrjú hundruð í meðferð Hún fagnar ákvörðun um fjárveitingu og vonast til að heyra frá ráðuneytinu sem fyrst - enda veiti Vogi ekki af auknum fjármunum í sinni starfsemi. „Nei, það er enn sami samningur eins og frá árinu 2014 fyrir níutíu manns, en núna um þessar mundir eru 270 í meðferðinni.“ Vegna fjárskorts segir hún að loka þurfi göngudeildum yfir sumartímann. „Við höldum alltaf öllu úti hér á sumrin á Vogi, en þetta árið þurfum við því miður að loka í meðferðinni sem er uppi á Vík í fjórar vikur og á göngudeildunum okkar á sumarleyfistímum. Við höfum ekki ráð á að hafa afleysingu þetta árið því miður.“ Útséð með sumarið Ef þið hefðuð fengið fjárveitingu fyrr, hefðuð þið þá getað haft opið? „Já við hefðum getað gert það, eins og í fyrra þá gátum við gert það en það er ekki möguleiki núna. Við getum áætlun áður en árið byrjar þannig það er útséð með þetta sumar allavegana.“ Þannig þú bíður bara eftir kalli frá ráðuneytinu? „Já það hlýtur að koma mjög fljótt.
Heilbrigðismál Fíkn SÁÁ Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna aðgerðar sérsveitar Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira