Þurfa að loka göngudeildum yfir sumartímann í miðjum ópíóðafaraldri Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. maí 2023 19:00 Valgerður Rúnarsdóttir er yfirlæknir á Vogi. arnar halldórsson Göngudeildum SÁÁ og meðferðarstöðinni í Vík verður lokað í sumar vegna fjárskorts á sama tíma og fréttir berast af ópíóðafaraldri. Yfirlæknir segist ekkert hafa heyrt frá heilbrigðisráðherra eftir að hann boðaði aukna fjárveitingu fyrir rúmum tveimur vikum. Fyrir rúmum mánuði kynnti heilbrigðisráðherra á ríkisstjórnarfundi hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafaraldurs. Þann 9. maí sagði heilbrigðisráðherra í viðtali við Heimildina að ríkisstjórnin hefði samþykkt að hækka upphæðina og verja 225 milljónum í málaflokkinn. Í dag, rúmum tveimur vikum seinna hefur yfirlæknir á Vogi ekkert heyrt frá ráðuneytinu. „Nei ekki eftir þessa yfirlýsingu frá ráðherra, þannig það hlýtur að fara að bera á því. Við erum bara enn úti í straumnum að sinna fólkinu og erum að taka á móti fólki með ópíóðafíkn hér alla daga á Vogi og reyna að sinna þeim,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi í viðtali við Stöð 2. Hátt í þrjú hundruð í meðferð Hún fagnar ákvörðun um fjárveitingu og vonast til að heyra frá ráðuneytinu sem fyrst - enda veiti Vogi ekki af auknum fjármunum í sinni starfsemi. „Nei, það er enn sami samningur eins og frá árinu 2014 fyrir níutíu manns, en núna um þessar mundir eru 270 í meðferðinni.“ Vegna fjárskorts segir hún að loka þurfi göngudeildum yfir sumartímann. „Við höldum alltaf öllu úti hér á sumrin á Vogi, en þetta árið þurfum við því miður að loka í meðferðinni sem er uppi á Vík í fjórar vikur og á göngudeildunum okkar á sumarleyfistímum. Við höfum ekki ráð á að hafa afleysingu þetta árið því miður.“ Útséð með sumarið Ef þið hefðuð fengið fjárveitingu fyrr, hefðuð þið þá getað haft opið? „Já við hefðum getað gert það, eins og í fyrra þá gátum við gert það en það er ekki möguleiki núna. Við getum áætlun áður en árið byrjar þannig það er útséð með þetta sumar allavegana.“ Þannig þú bíður bara eftir kalli frá ráðuneytinu? „Já það hlýtur að koma mjög fljótt. Heilbrigðismál Fíkn SÁÁ Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Sjá meira
Fyrir rúmum mánuði kynnti heilbrigðisráðherra á ríkisstjórnarfundi hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafaraldurs. Þann 9. maí sagði heilbrigðisráðherra í viðtali við Heimildina að ríkisstjórnin hefði samþykkt að hækka upphæðina og verja 225 milljónum í málaflokkinn. Í dag, rúmum tveimur vikum seinna hefur yfirlæknir á Vogi ekkert heyrt frá ráðuneytinu. „Nei ekki eftir þessa yfirlýsingu frá ráðherra, þannig það hlýtur að fara að bera á því. Við erum bara enn úti í straumnum að sinna fólkinu og erum að taka á móti fólki með ópíóðafíkn hér alla daga á Vogi og reyna að sinna þeim,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi í viðtali við Stöð 2. Hátt í þrjú hundruð í meðferð Hún fagnar ákvörðun um fjárveitingu og vonast til að heyra frá ráðuneytinu sem fyrst - enda veiti Vogi ekki af auknum fjármunum í sinni starfsemi. „Nei, það er enn sami samningur eins og frá árinu 2014 fyrir níutíu manns, en núna um þessar mundir eru 270 í meðferðinni.“ Vegna fjárskorts segir hún að loka þurfi göngudeildum yfir sumartímann. „Við höldum alltaf öllu úti hér á sumrin á Vogi, en þetta árið þurfum við því miður að loka í meðferðinni sem er uppi á Vík í fjórar vikur og á göngudeildunum okkar á sumarleyfistímum. Við höfum ekki ráð á að hafa afleysingu þetta árið því miður.“ Útséð með sumarið Ef þið hefðuð fengið fjárveitingu fyrr, hefðuð þið þá getað haft opið? „Já við hefðum getað gert það, eins og í fyrra þá gátum við gert það en það er ekki möguleiki núna. Við getum áætlun áður en árið byrjar þannig það er útséð með þetta sumar allavegana.“ Þannig þú bíður bara eftir kalli frá ráðuneytinu? „Já það hlýtur að koma mjög fljótt.
Heilbrigðismál Fíkn SÁÁ Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Sjá meira