Nauðsynlegt að laga gufulögnina á ný til að geta haldið úti sundkennslu Atli Ísleifsson skrifar 24. maí 2023 14:01 Sundlaugin í Laugarskarði í Hveragerði þykir en fegursta sundlaug landsins. Hveragerðisbær Bæjarráð Hveragerðisbæjar hefur falið Geir Sveinssyni bæjarstjóra að leita leiða til að lagfæra gufulögn sem liggur að Sundlauginni í Laugarskarði í bænum. Gufulögnin hefur lengi ekki annað notkuninni sem verður til þess að yfir kaldasta tímann á veturna er ekki nægur hiti á lauginni sem hefur orðið til þess að ítrekað hefur þurft að fella niður sundæfingar. Bæjarráð tók fyrir áskorun frá sunddeild íþróttafélagsins Hamars á fundi sínum á mánudag þar skorað er á bæjaryfirvöld að bregðast við stöðunni. Í erindinu kemur fram að sunddeild Hamars hafi í áratugi haldið úti starfsemi í Laugarskarði og eigi sér djúpar rætur í menningu og íþróttalífi Hvergerðinga. „Sunddeildin hefur átt í verulegum erfiðleikum í gegnum árin við að halda úti starfsemi deildarinnar hér í Sundlauginni Laugarskarði. Vitað hefur verið að gufulögnin sem liggur að sundlauginni hefur ekki annað notkuninni sem verður til þess að yfir kaldasta tímann á veturna er ekki nægilegur hiti á sundlauginni, skólasund sem og sundæfingar falla því ítrekað niður,“ segir í erindinu. Lagfæring síðasta vor dugði ekki til Sundlaugin í Laugaskarði í Hveragerði var opnuð árið 1938, en húsið byggt 1963 eftir teikningu Gísla Halldórssonar arkitekts. Ráðist var endurnýjun á gufulögninni, frá sundlaugarkari og að sundlaugarhúsi, og hún stækkuð síðasta vor. Þær breytingar virðast þó ekki hafa dugað til að laga hitastigið í lauginni. „Það er vitað mál að til að laga þetta í eitt skipti fyrir öll verður að skipta út gufulögninni. Það er í raun forkastanlegt að við séum með eina af fallegustu sundlaugum landsins hér hjá okkur í Hveragerði en getum ekki nýtt okkur hana að fullu vegna annmarka á gufulögninni,“ segir í erindi sunddeildarinnar. Leita leiða til að lagfæra gufulögnina Ennfremur segir í bréfinu að það hafi valdið gríðarlegum erfiðleikum fyrir alla sundiðkun barna og fullorðinna í Hveragerði þegar sundlaugin verður óstarfhæf vegna kulda á veturna. Líkt og fram kemur í fundargerð samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara og leita leiða til að lagfæra gufulögnina. Hveragerði Hamar Sundlaugar Tengdar fréttir Berjast fyrir fleiri klukkutímum í Laugarskarði Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði telja mikið ákall eftir því að opnunartími sundlaugarinnar í Laugarskarði verði lengdur. Málið er komið á borð menningar- og frístundafulltrúa bæjarins. 24. október 2022 16:01 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Bæjarráð tók fyrir áskorun frá sunddeild íþróttafélagsins Hamars á fundi sínum á mánudag þar skorað er á bæjaryfirvöld að bregðast við stöðunni. Í erindinu kemur fram að sunddeild Hamars hafi í áratugi haldið úti starfsemi í Laugarskarði og eigi sér djúpar rætur í menningu og íþróttalífi Hvergerðinga. „Sunddeildin hefur átt í verulegum erfiðleikum í gegnum árin við að halda úti starfsemi deildarinnar hér í Sundlauginni Laugarskarði. Vitað hefur verið að gufulögnin sem liggur að sundlauginni hefur ekki annað notkuninni sem verður til þess að yfir kaldasta tímann á veturna er ekki nægilegur hiti á sundlauginni, skólasund sem og sundæfingar falla því ítrekað niður,“ segir í erindinu. Lagfæring síðasta vor dugði ekki til Sundlaugin í Laugaskarði í Hveragerði var opnuð árið 1938, en húsið byggt 1963 eftir teikningu Gísla Halldórssonar arkitekts. Ráðist var endurnýjun á gufulögninni, frá sundlaugarkari og að sundlaugarhúsi, og hún stækkuð síðasta vor. Þær breytingar virðast þó ekki hafa dugað til að laga hitastigið í lauginni. „Það er vitað mál að til að laga þetta í eitt skipti fyrir öll verður að skipta út gufulögninni. Það er í raun forkastanlegt að við séum með eina af fallegustu sundlaugum landsins hér hjá okkur í Hveragerði en getum ekki nýtt okkur hana að fullu vegna annmarka á gufulögninni,“ segir í erindi sunddeildarinnar. Leita leiða til að lagfæra gufulögnina Ennfremur segir í bréfinu að það hafi valdið gríðarlegum erfiðleikum fyrir alla sundiðkun barna og fullorðinna í Hveragerði þegar sundlaugin verður óstarfhæf vegna kulda á veturna. Líkt og fram kemur í fundargerð samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara og leita leiða til að lagfæra gufulögnina.
Hveragerði Hamar Sundlaugar Tengdar fréttir Berjast fyrir fleiri klukkutímum í Laugarskarði Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði telja mikið ákall eftir því að opnunartími sundlaugarinnar í Laugarskarði verði lengdur. Málið er komið á borð menningar- og frístundafulltrúa bæjarins. 24. október 2022 16:01 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Berjast fyrir fleiri klukkutímum í Laugarskarði Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði telja mikið ákall eftir því að opnunartími sundlaugarinnar í Laugarskarði verði lengdur. Málið er komið á borð menningar- og frístundafulltrúa bæjarins. 24. október 2022 16:01