Berjast fyrir fleiri klukkutímum í Laugarskarði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2022 16:01 Töluverðar endurbætur voru gerðar á sundlauginni Laugarskarði nýlega. Þær sneru aðallega að búningsaðstöðu gesta. Hveragerði Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði telja mikið ákall eftir því að opnunartími sundlaugarinnar í Laugarskarði verði lengdur. Málið er komið á borð menningar- og frístundafulltrúa bæjarins. Friðrik Sigurbjörnsson og Alda Pálsdóttir, bæjarfulltrúar Sjálfstæðsiflokksins sem er í minnihluta í bænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð eftir kosningarnar í vor, lögðu til að opnunartími sumarsins myndi gilda út árið 2022 til reynslu. Í lok árs yrðu aðsóknartölur skoðaðar og metið hvort tilefni sé til að halda lengdum opnunartíma allt árið. Þessa dagana er opið frá 6:45 til 20:30 á virkum dögum. Um helgar er opið frá 10 til 17:30. Í sumar var opið til 21:30 á virkum dögum. Um helgar opnaði klukkan 9 og dyrunum lokað klukkan 19. „Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um opnunartíma sundlaugarinnar í Laugaskarði og virðist vera almenn óánægja með það hversu snemma lokar í sundlauginni bæði á virkum dögum og um helgar í vetur,“ segir í greinargerð Sjálfstæðisflokksins. „Í ljósi þessarar umræðu og þeirrar staðreyndar að íþróttastarfsemi í Hveragerði hefur skerst eftir fall Hamarshallarinnar er lagt til að sumaropnun nýliðins sumars verði framlengt út þetta ár til reynslu, þannig verði hægt að koma til móts við íbúa Hveragerðis, aukinni þjónustu við ferðamenn og stuðla að aukinni heilsueflingu í sveitarfélaginu.“ Vísa bæjarfulltrúarnir til þess þegar Hamarshöllin, uppblásið íþróttahús Hvergerðina, varð óveðri að bráð í febrúar. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Lóreley Sigurjónsdóttir, bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins, tóku til máls um málið auk þeirra Friðriks og Öldu. Í framhaldinu gerði meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis breytingatillögu um að vísa málinu til menningar- og frístundafulltrúa bæjarins, Jóhönnu Margrétar Hjartardóttur. Var tillagan samþykkt að loknu stuttu fundarhléi. Fróðlegt verður að sjá að hvaða niðurstöðu Jóhanna Margrét kemst í málinu. Sundlaugar Hveragerði Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Friðrik Sigurbjörnsson og Alda Pálsdóttir, bæjarfulltrúar Sjálfstæðsiflokksins sem er í minnihluta í bænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð eftir kosningarnar í vor, lögðu til að opnunartími sumarsins myndi gilda út árið 2022 til reynslu. Í lok árs yrðu aðsóknartölur skoðaðar og metið hvort tilefni sé til að halda lengdum opnunartíma allt árið. Þessa dagana er opið frá 6:45 til 20:30 á virkum dögum. Um helgar er opið frá 10 til 17:30. Í sumar var opið til 21:30 á virkum dögum. Um helgar opnaði klukkan 9 og dyrunum lokað klukkan 19. „Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um opnunartíma sundlaugarinnar í Laugaskarði og virðist vera almenn óánægja með það hversu snemma lokar í sundlauginni bæði á virkum dögum og um helgar í vetur,“ segir í greinargerð Sjálfstæðisflokksins. „Í ljósi þessarar umræðu og þeirrar staðreyndar að íþróttastarfsemi í Hveragerði hefur skerst eftir fall Hamarshallarinnar er lagt til að sumaropnun nýliðins sumars verði framlengt út þetta ár til reynslu, þannig verði hægt að koma til móts við íbúa Hveragerðis, aukinni þjónustu við ferðamenn og stuðla að aukinni heilsueflingu í sveitarfélaginu.“ Vísa bæjarfulltrúarnir til þess þegar Hamarshöllin, uppblásið íþróttahús Hvergerðina, varð óveðri að bráð í febrúar. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Lóreley Sigurjónsdóttir, bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins, tóku til máls um málið auk þeirra Friðriks og Öldu. Í framhaldinu gerði meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis breytingatillögu um að vísa málinu til menningar- og frístundafulltrúa bæjarins, Jóhönnu Margrétar Hjartardóttur. Var tillagan samþykkt að loknu stuttu fundarhléi. Fróðlegt verður að sjá að hvaða niðurstöðu Jóhanna Margrét kemst í málinu.
Sundlaugar Hveragerði Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira