Enski boltinn

Saka búinn að skrifa undir nýjan lang­tíma­samning við Arsenal

Aron Guðmundsson skrifar
Bukayo Saka við undirritun nýs samnings með Edu, yfirmanni knattspyrnumála hjá Arsenal og Mikel Arteta, knattspyrnustjóra liðsins
Bukayo Saka við undirritun nýs samnings með Edu, yfirmanni knattspyrnumála hjá Arsenal og Mikel Arteta, knattspyrnustjóra liðsins Mynd: Arsenal

Buka­yo Saka, lykil­leik­maður enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Arsenal, hefur skrifað undir nýjan lang­tíma­samning við fé­lagið.

Nýr samningur saka rennur út sumarið 2027 en talið er að hann færi leik­manninum um 15 milljónir punda á árs­grund­velli.

Greint var frá því í febrúar fyrr á þessu ári að Arsenal og Saka hefðu náð saman um nýjan samning en þá­gildandi samningur hans átti að renna út í sumar.

Önnur fé­lög höfðu á­huga á leik­manninum en hann á­kvað að halda tryggð við upp­eldis­fé­lagið sitt.

Saka hefur verið í lykil­hlut­verki hjá Arsenal undan­farin tíma­bil og á yfir­standandi tíma­bili er hann búinn að skora fjór­tán mörk og gefa ellefu stoð­sendingar í 47 leikjum í öllum keppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×