Fótbolti

Kominn með nóg eftir ó­þverra helgarinnar: Í­hugar að yfir­gefa Spán

Aron Guðmundsson skrifar
Vinicius Jr. í leiknum gegn Valencia á dögunum
Vinicius Jr. í leiknum gegn Valencia á dögunum Vísir/Getty

Vinicus Jr., leik­maður Real Madrid á Spáni, í­hugar nú al­var­lega að yfir­gefa fé­lagið og spænsku úr­vals­deildina eftir að hafa fengið sig full­saddan af að­gerðar­leysi deildarinnar gegn kyn­þátta­níði. Vinicius upp­lifir sig einan í bar­áttunni.

Hópur stuðnings­manna Valencia tók sig til og beindu apa­hljóðum í áttina að Vinicius Juni­or í leik Valencia gegn Real Madrid á dögunum.

Þetta er því miður ekki í fyrsta skiptið sem Vinicius verður fyrir kyn­þátta­níð í leik í spænsku úr­vals­deildinni en for­ráða­menn spænsku úr­vals­deildarinnar hafa fengið á sig mikla gagn­rýni fyrir að­gerða­leysi sitt er kemur að því að taka á kyn­þátta­níði í deildinni.

Upp­lifun Vinicius Jr. af leiknum gegn Valencia á dögunum, sem og pirringur hans gagn­vart að­gerðar­leysi spænsku úr­vals­deildarinnar gegn kyn­þátta­níð, hafa orðið til þess að hann efast nú um fram­tíð sína hjá Real Madrid að sögn The Athletic. 

Vinicius upp­lifir sig einan í sinni bar­áttu og í yfir­lýsingu, sem hann sendi frá sér í færslu á sam­fé­lags­miðlum, má greina sterk skila­boð.

„Ég er sterkur og mun fara alla leið í því að berjast gegn kyn­þátta­níð. Jafn­vel þó það sé langt frá þessum stað.“

The At­hletic setti sig við ein­stak­linga sem starfa náið með Vinicius og vildu fá svör við því hvort leik­maðurinn væri að ýja að brott­för frá Real Madrid og spænsku úr­vals­deildinni.

Um­ræddir heimildar­menn vildu koma fram undir nafn­leynd og höfðu þetta að segja:

„Já, þegar að þú stendur einn í bar­áttunni...Fram til þessa dags var ekki mögu­leiki á því (að Vinicius færi frá Real Madrid), frá deginum í dag er mögu­leikinn til staðar.“

Forseti deildarinnar drullaði yfir Vinicius

Javier Tebas, forseti La Liga, hefur brást í gær við ummælum Vinícius Junior sem sagði að spænska úrvalsdeildin tilheyri núna rasistum.

Tebas tók til varna á Twitter. Hann sagði af og frá að spænska úrvalsdeildin væri rasísk. Hann sagði gagnrýni Vinícius ósanngjarna og að spænska úrvalsdeildin berðist með kjafti og klóm gegn rasisma.


Tengdar fréttir

Myrkur yfir Jesú­styttunni til stuðnings við Vinicius

Slökkt var á ljósunum við hina frægu Jesústyttu í Ríó de Janeiro í Brasilíu í gærkvöld, í eina klukkustund, til að sýna stuðning við Vinicius Junior vegna kynþáttaníðsins sem hann hefur orðið fyrir á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×