Kominn með nóg eftir óþverra helgarinnar: Íhugar að yfirgefa Spán Aron Guðmundsson skrifar 23. maí 2023 11:30 Vinicius Jr. í leiknum gegn Valencia á dögunum Vísir/Getty Vinicus Jr., leikmaður Real Madrid á Spáni, íhugar nú alvarlega að yfirgefa félagið og spænsku úrvalsdeildina eftir að hafa fengið sig fullsaddan af aðgerðarleysi deildarinnar gegn kynþáttaníði. Vinicius upplifir sig einan í baráttunni. Hópur stuðningsmanna Valencia tók sig til og beindu apahljóðum í áttina að Vinicius Junior í leik Valencia gegn Real Madrid á dögunum. Þetta er því miður ekki í fyrsta skiptið sem Vinicius verður fyrir kynþáttaníð í leik í spænsku úrvalsdeildinni en forráðamenn spænsku úrvalsdeildarinnar hafa fengið á sig mikla gagnrýni fyrir aðgerðaleysi sitt er kemur að því að taka á kynþáttaníði í deildinni. Upplifun Vinicius Jr. af leiknum gegn Valencia á dögunum, sem og pirringur hans gagnvart aðgerðarleysi spænsku úrvalsdeildarinnar gegn kynþáttaníð, hafa orðið til þess að hann efast nú um framtíð sína hjá Real Madrid að sögn The Athletic. Vinicius upplifir sig einan í sinni baráttu og í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í færslu á samfélagsmiðlum, má greina sterk skilaboð. „Ég er sterkur og mun fara alla leið í því að berjast gegn kynþáttaníð. Jafnvel þó það sé langt frá þessum stað.“ The Athletic setti sig við einstaklinga sem starfa náið með Vinicius og vildu fá svör við því hvort leikmaðurinn væri að ýja að brottför frá Real Madrid og spænsku úrvalsdeildinni. Umræddir heimildarmenn vildu koma fram undir nafnleynd og höfðu þetta að segja: „Já, þegar að þú stendur einn í baráttunni...Fram til þessa dags var ekki möguleiki á því (að Vinicius færi frá Real Madrid), frá deginum í dag er möguleikinn til staðar.“ Forseti deildarinnar drullaði yfir Vinicius Javier Tebas, forseti La Liga, hefur brást í gær við ummælum Vinícius Junior sem sagði að spænska úrvalsdeildin tilheyri núna rasistum. Tebas tók til varna á Twitter. Hann sagði af og frá að spænska úrvalsdeildin væri rasísk. Hann sagði gagnrýni Vinícius ósanngjarna og að spænska úrvalsdeildin berðist með kjafti og klóm gegn rasisma. Spænski boltinn Tengdar fréttir Myrkur yfir Jesústyttunni til stuðnings við Vinicius Slökkt var á ljósunum við hina frægu Jesústyttu í Ríó de Janeiro í Brasilíu í gærkvöld, í eina klukkustund, til að sýna stuðning við Vinicius Junior vegna kynþáttaníðsins sem hann hefur orðið fyrir á Spáni. 23. maí 2023 07:59 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal hafði betur í Singapúr Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Sjá meira
Hópur stuðningsmanna Valencia tók sig til og beindu apahljóðum í áttina að Vinicius Junior í leik Valencia gegn Real Madrid á dögunum. Þetta er því miður ekki í fyrsta skiptið sem Vinicius verður fyrir kynþáttaníð í leik í spænsku úrvalsdeildinni en forráðamenn spænsku úrvalsdeildarinnar hafa fengið á sig mikla gagnrýni fyrir aðgerðaleysi sitt er kemur að því að taka á kynþáttaníði í deildinni. Upplifun Vinicius Jr. af leiknum gegn Valencia á dögunum, sem og pirringur hans gagnvart aðgerðarleysi spænsku úrvalsdeildarinnar gegn kynþáttaníð, hafa orðið til þess að hann efast nú um framtíð sína hjá Real Madrid að sögn The Athletic. Vinicius upplifir sig einan í sinni baráttu og í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í færslu á samfélagsmiðlum, má greina sterk skilaboð. „Ég er sterkur og mun fara alla leið í því að berjast gegn kynþáttaníð. Jafnvel þó það sé langt frá þessum stað.“ The Athletic setti sig við einstaklinga sem starfa náið með Vinicius og vildu fá svör við því hvort leikmaðurinn væri að ýja að brottför frá Real Madrid og spænsku úrvalsdeildinni. Umræddir heimildarmenn vildu koma fram undir nafnleynd og höfðu þetta að segja: „Já, þegar að þú stendur einn í baráttunni...Fram til þessa dags var ekki möguleiki á því (að Vinicius færi frá Real Madrid), frá deginum í dag er möguleikinn til staðar.“ Forseti deildarinnar drullaði yfir Vinicius Javier Tebas, forseti La Liga, hefur brást í gær við ummælum Vinícius Junior sem sagði að spænska úrvalsdeildin tilheyri núna rasistum. Tebas tók til varna á Twitter. Hann sagði af og frá að spænska úrvalsdeildin væri rasísk. Hann sagði gagnrýni Vinícius ósanngjarna og að spænska úrvalsdeildin berðist með kjafti og klóm gegn rasisma.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Myrkur yfir Jesústyttunni til stuðnings við Vinicius Slökkt var á ljósunum við hina frægu Jesústyttu í Ríó de Janeiro í Brasilíu í gærkvöld, í eina klukkustund, til að sýna stuðning við Vinicius Junior vegna kynþáttaníðsins sem hann hefur orðið fyrir á Spáni. 23. maí 2023 07:59 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal hafði betur í Singapúr Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Sjá meira
Myrkur yfir Jesústyttunni til stuðnings við Vinicius Slökkt var á ljósunum við hina frægu Jesústyttu í Ríó de Janeiro í Brasilíu í gærkvöld, í eina klukkustund, til að sýna stuðning við Vinicius Junior vegna kynþáttaníðsins sem hann hefur orðið fyrir á Spáni. 23. maí 2023 07:59
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti