Forseti La Liga drullar yfir Vinícius Junior Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. maí 2023 14:31 Javier Tebas og Vinícius Junior deila fyrir opnum tjöldum. vísir/getty Javier Tebas, forseti La Liga, hefur brugðist við ummælum Vinícius Junior, leikmanns Real Madrid, um að spænska úrvalsdeildin tilheyri núna rasistum. Vinícius varð fyrir kynþáttaníði í 1-0 tapi Real Madrid fyrir Valencia í gær. Brassinn var rekinn af velli í uppbótartíma eftir að hann braut á leikmanni Valencia, Hugo Duro. Fyrr í leiknum hafði hópur stuðningsmanna Valencia beint apahljóðum að Vinícius. Eftir leikinn sendi Vinícius rasistunum og spænsku úrvalsdeildinni tóninn. „Deildin sem gat einu sinni státað sig af Ronaldinho, Ronaldo, [Cristiano] Ronaldo og [Lionel] Messi tilheyrir rasistum í dag,“ skrifaði Vinícius á Instagram í gærkvöldi. „Þetta var ekki í fyrsta sinn, ekki annað og ekki þriðja. Rasismi hefur verið samþykktur í La Liga. Deildinni finnst þetta eðlilegt, spænska knattspyrnusambandinu líka og móherjar nýta sér það. Þetta fallega land sem bauð mig velkominn og ég elska er núna álitið rasískt. Ég finn til með Spánverjum sem eru ekki sammála en í dag er Spánn álitið rasískt land í Brasilíu. Því miður gerist þetta í hverri viku. En ég er sterkur og mun berjast allt til loka gegn rasistunum.“ Tebas tók til varna á Twitter. Hann sagði af og frá að spænska úrvalsdeildin væri rasísk. Hann sagði gagnrýni Vinícius ósanngjarna og að spænska úrvalsdeildin berðist með kjafti og klóm gegn rasisma. Tebas sagði jafnframt að níu tilkynningar um kynþáttaníð í spænsku úrvalsdeildinni hefðu borist á þessu tímabili. Átta þeirra beindust gegn Vinícius. 1. Neither Spain nor @LaLiga is racist, it is unfair to say this.2. At @LaLiga we report and go after racism in the strongest possible way within our remit.3. We have reported nine instances of racist insults this season (eight have been against @vinijr). We always identify https://t.co/KFXHOJv6cb— Javier Tebas Medrano (@Tebasjavier) May 22, 2023 Jafnframt sagði Tebas að Vinícius hefði ekki mætt á tvo fundi sem hann óskaði eftir þar sem farið hefði verið yfir aðgerðir spænsku úrvalsdeildarinnar gegn rasisma. Tebas sagði ennfremur að Vinícius ætti að vera betur upplýstur áður en hann gagnrýndi og móðgaði La Liga. Ya que los que deberían no te explican qué es y qué puede hacer @LaLiga en los casos de racismo, hemos intentado explicártelo nosotros, pero no te has presentado a ninguna de las dos fechas acordadas que tú mismo solicitaste. Antes de criticar e injuriar a @LaLiga, es necesario https://t.co/pLCIx1b6hS pic.twitter.com/eHvdd3vJcb— Javier Tebas Medrano (@Tebasjavier) May 21, 2023 Vinícius brást við þessum ummælum Tebas og sagði að enn og aftur gagnrýndi hann sjálfan í stað þess að gagnrýna rasistana. Hann sagði jafnframt að Tebas væri ekkert skárri en rasistarnir. „Ég er ekki vinur þinn til að tala um rasisma. Ég vil aðgerðir og refsingar. Hasstög hreyfa ekki við mér,“ skrifaði Vinícius á Twitter. Mais uma vez, em vez de criticar racistas, o presidente da LaLiga aparece nas redes sociais para me atacar. Por mais que você fale e finja não ler, a imagem do seu campeonato está abalada. Veja as respostas do seus posts e tenha uma surpresa...Omitir-se só faz com que você se https://t.co/RGO9AZ24IA— Vini Jr. (@vinijr) May 21, 2023 Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Sjá meira
Vinícius varð fyrir kynþáttaníði í 1-0 tapi Real Madrid fyrir Valencia í gær. Brassinn var rekinn af velli í uppbótartíma eftir að hann braut á leikmanni Valencia, Hugo Duro. Fyrr í leiknum hafði hópur stuðningsmanna Valencia beint apahljóðum að Vinícius. Eftir leikinn sendi Vinícius rasistunum og spænsku úrvalsdeildinni tóninn. „Deildin sem gat einu sinni státað sig af Ronaldinho, Ronaldo, [Cristiano] Ronaldo og [Lionel] Messi tilheyrir rasistum í dag,“ skrifaði Vinícius á Instagram í gærkvöldi. „Þetta var ekki í fyrsta sinn, ekki annað og ekki þriðja. Rasismi hefur verið samþykktur í La Liga. Deildinni finnst þetta eðlilegt, spænska knattspyrnusambandinu líka og móherjar nýta sér það. Þetta fallega land sem bauð mig velkominn og ég elska er núna álitið rasískt. Ég finn til með Spánverjum sem eru ekki sammála en í dag er Spánn álitið rasískt land í Brasilíu. Því miður gerist þetta í hverri viku. En ég er sterkur og mun berjast allt til loka gegn rasistunum.“ Tebas tók til varna á Twitter. Hann sagði af og frá að spænska úrvalsdeildin væri rasísk. Hann sagði gagnrýni Vinícius ósanngjarna og að spænska úrvalsdeildin berðist með kjafti og klóm gegn rasisma. Tebas sagði jafnframt að níu tilkynningar um kynþáttaníð í spænsku úrvalsdeildinni hefðu borist á þessu tímabili. Átta þeirra beindust gegn Vinícius. 1. Neither Spain nor @LaLiga is racist, it is unfair to say this.2. At @LaLiga we report and go after racism in the strongest possible way within our remit.3. We have reported nine instances of racist insults this season (eight have been against @vinijr). We always identify https://t.co/KFXHOJv6cb— Javier Tebas Medrano (@Tebasjavier) May 22, 2023 Jafnframt sagði Tebas að Vinícius hefði ekki mætt á tvo fundi sem hann óskaði eftir þar sem farið hefði verið yfir aðgerðir spænsku úrvalsdeildarinnar gegn rasisma. Tebas sagði ennfremur að Vinícius ætti að vera betur upplýstur áður en hann gagnrýndi og móðgaði La Liga. Ya que los que deberían no te explican qué es y qué puede hacer @LaLiga en los casos de racismo, hemos intentado explicártelo nosotros, pero no te has presentado a ninguna de las dos fechas acordadas que tú mismo solicitaste. Antes de criticar e injuriar a @LaLiga, es necesario https://t.co/pLCIx1b6hS pic.twitter.com/eHvdd3vJcb— Javier Tebas Medrano (@Tebasjavier) May 21, 2023 Vinícius brást við þessum ummælum Tebas og sagði að enn og aftur gagnrýndi hann sjálfan í stað þess að gagnrýna rasistana. Hann sagði jafnframt að Tebas væri ekkert skárri en rasistarnir. „Ég er ekki vinur þinn til að tala um rasisma. Ég vil aðgerðir og refsingar. Hasstög hreyfa ekki við mér,“ skrifaði Vinícius á Twitter. Mais uma vez, em vez de criticar racistas, o presidente da LaLiga aparece nas redes sociais para me atacar. Por mais que você fale e finja não ler, a imagem do seu campeonato está abalada. Veja as respostas do seus posts e tenha uma surpresa...Omitir-se só faz com que você se https://t.co/RGO9AZ24IA— Vini Jr. (@vinijr) May 21, 2023
Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Sjá meira