Tíu stig dregin af Juventus sem tapaði gegn Empoli | Rómverjar í basli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. maí 2023 20:47 Líkt og aðrir leikmenn Juventus þá átti Dušan Vlahović ekki sinn besta leik. Stefano Guidi/Getty Images Rétt áður en leikur Empoli og Juventus í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hófst kom í ljós að 10 stig höfðu verið dæmd af félaginu. Það þýddi að Juventus féll úr Meistaradeildarsæti og var eflaust ástæðan fyrir afleitri frammistöðu liðsins í kvöld en Empoli vann 4-1. Rómverjar gerðu 2-2 jafntefli við Salernitana á heimavelli fyrr í kvöld. Fyrr á leiktíðinni höfðu 15 stig verið dregin af Juventus vegna skjalafals í bókhaldi félagsins. Á endanum fékk liðið stigin til baka og var þá aftur mætt í 2. sæti deildarinnar. Rétt áður en leikur kvöldsins hófst gaf ítalska knattspyrnusambandið út að eftir rannsókn á málinu hefði verið tekið ákvörðun að draga 10 stig af Juventus vegna málsins. BREAKING: Juventus have been deducted 10 points for the current season after an investigation into the club s transfer dealings. pic.twitter.com/kfyBopOXoL— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 22, 2023 Francesco Caputo braut ísinn með marki úr vítaspyrnu og Sebastiano Luperto tvöfaldaði forystuna skömmu síðar. Empoli gerði einfaldlega út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks þegar Caputo gerði annað mark sitt og þriðja mark Empoli. A party at the Castellani#EmpoliJuve pic.twitter.com/yKNJKWoI2i— Lega Serie A (@SerieA_EN) May 22, 2023 Federico Chiesa minnkaði muninn fyrir Juventus þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Í uppbótartíma bætti Roberto Piccoli við fjórða marki Empoli og lauk leiknum með 4-1 sigri heimamanna. Lærisveinar José Mourinho hafa verið í frjálsu falli í deildinni undanfarið en eru þó komnir í úrslit Evrópudeildarinnar. Í kvöld gerðu Rómverjar 2-2 jafntefli við Salernitana þar sem gamla brýnið Antonio Candreva kom gestunum yfir. Roger Ibañez hélt hann hefði jafnaði metin fyrir heimamenn en markið dæmt af vegna hendi í aðdraganda marksins. Salernitana því 1-0 yfir í hálfleik. Stephan El Shaarawy jafnaði metin í síðari hálfleik áður en Boulaye Dia kom Salernitana aftur yfir. Nemanja Matić sá til þess að Rómverjar fengu stig en serbneski miðjumaðurinn jafnaði metin á nýjan leik þegar sjö mínútur lifðu leiks. A four goal thriller at the Olimpico comes to an end:Two for @ASRomaEN, two for @OfficialUSS1919 #RomaSalernitana pic.twitter.com/rnYNB2TwJV— Lega Serie A (@SerieA_EN) May 22, 2023 Lokatölur í Róm 2-2 og Roma í 6. sæti með 60 stig, fjórum á eftir AC Milan sem situr í 4. sætinu, þegar tvær umferðir eru eftir. Juventus er í 7. sæti með stigi minna en Rómverjar. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Mæta til leiks með ellefu stiga refsingu hangandi yfir sér Ítalska knattspyrnusambandið fer fram á að ellefu stig verði dregin af Juventus fyrir að falsa bókhald félagsins á árunum 2019-2021, varðandi kaup og sölur á leikmönnum. 22. maí 2023 12:02 Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Fleiri fréttir Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Sjá meira
Það þýddi að Juventus féll úr Meistaradeildarsæti og var eflaust ástæðan fyrir afleitri frammistöðu liðsins í kvöld en Empoli vann 4-1. Rómverjar gerðu 2-2 jafntefli við Salernitana á heimavelli fyrr í kvöld. Fyrr á leiktíðinni höfðu 15 stig verið dregin af Juventus vegna skjalafals í bókhaldi félagsins. Á endanum fékk liðið stigin til baka og var þá aftur mætt í 2. sæti deildarinnar. Rétt áður en leikur kvöldsins hófst gaf ítalska knattspyrnusambandið út að eftir rannsókn á málinu hefði verið tekið ákvörðun að draga 10 stig af Juventus vegna málsins. BREAKING: Juventus have been deducted 10 points for the current season after an investigation into the club s transfer dealings. pic.twitter.com/kfyBopOXoL— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 22, 2023 Francesco Caputo braut ísinn með marki úr vítaspyrnu og Sebastiano Luperto tvöfaldaði forystuna skömmu síðar. Empoli gerði einfaldlega út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks þegar Caputo gerði annað mark sitt og þriðja mark Empoli. A party at the Castellani#EmpoliJuve pic.twitter.com/yKNJKWoI2i— Lega Serie A (@SerieA_EN) May 22, 2023 Federico Chiesa minnkaði muninn fyrir Juventus þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Í uppbótartíma bætti Roberto Piccoli við fjórða marki Empoli og lauk leiknum með 4-1 sigri heimamanna. Lærisveinar José Mourinho hafa verið í frjálsu falli í deildinni undanfarið en eru þó komnir í úrslit Evrópudeildarinnar. Í kvöld gerðu Rómverjar 2-2 jafntefli við Salernitana þar sem gamla brýnið Antonio Candreva kom gestunum yfir. Roger Ibañez hélt hann hefði jafnaði metin fyrir heimamenn en markið dæmt af vegna hendi í aðdraganda marksins. Salernitana því 1-0 yfir í hálfleik. Stephan El Shaarawy jafnaði metin í síðari hálfleik áður en Boulaye Dia kom Salernitana aftur yfir. Nemanja Matić sá til þess að Rómverjar fengu stig en serbneski miðjumaðurinn jafnaði metin á nýjan leik þegar sjö mínútur lifðu leiks. A four goal thriller at the Olimpico comes to an end:Two for @ASRomaEN, two for @OfficialUSS1919 #RomaSalernitana pic.twitter.com/rnYNB2TwJV— Lega Serie A (@SerieA_EN) May 22, 2023 Lokatölur í Róm 2-2 og Roma í 6. sæti með 60 stig, fjórum á eftir AC Milan sem situr í 4. sætinu, þegar tvær umferðir eru eftir. Juventus er í 7. sæti með stigi minna en Rómverjar.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Mæta til leiks með ellefu stiga refsingu hangandi yfir sér Ítalska knattspyrnusambandið fer fram á að ellefu stig verði dregin af Juventus fyrir að falsa bókhald félagsins á árunum 2019-2021, varðandi kaup og sölur á leikmönnum. 22. maí 2023 12:02 Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Fleiri fréttir Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Sjá meira
Mæta til leiks með ellefu stiga refsingu hangandi yfir sér Ítalska knattspyrnusambandið fer fram á að ellefu stig verði dregin af Juventus fyrir að falsa bókhald félagsins á árunum 2019-2021, varðandi kaup og sölur á leikmönnum. 22. maí 2023 12:02
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti