Erlent

Kínverjar æfir út í G7 ríkin

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Leiðtogar G7 ríkjanna og Evrópusambandsins sátu fundinn í Hiroshima og tóku meðal annars á móti Selenskí Úkraínuforseta.
Leiðtogar G7 ríkjanna og Evrópusambandsins sátu fundinn í Hiroshima og tóku meðal annars á móti Selenskí Úkraínuforseta. AP Photo/Susan Walsh

Stjórnvöld í Kína ásaka G7 ríkin um samantekin ráð um að sverta orðspor Kína á heimsvísu og ráðast gegn hagsmunum landsins.

Leiðtogar G7 ríkjanna sem funduðu um helgina í Hiroshima sendu frá sér yfirlýsingu þar sem Kínverjar eru varaðir við því að hernaðarbrölt þeirra á Kyrrahafi geti haft alvarlegar afleiðingar. Strax eftir fundinn var sendiherra Japana í Beijing kallaður á teppið þar sem formleg mótmæli gegn yfirlýsingunni voru afhent.

Þá voru Bretar einnig varaðir við því að slík hegðun gæti haft áhrif á tvíhliða samskipti ríkjanna. Að auki var bandarísku fyrirtæki sem framleiðir örgjörva, Micron Technology, tilkynnt að ekki megi nota vörur þeirra á hinum sístækkandi markaði í Kína.

Í yfirlýsingu G7 ríkjanna var raunar talað um að hópurinn vilji stöðug og uppbyggileg samskipti við Kína og var sérstaklega talað um þörfina á því að draga úr spennunni á svæðinu frekar en að hætta samskiptum við Kínverja, sem hafa verið að færa sig meira upp á skaftið hernaðarlega síðustu árin, ekki síst á Suður-Kínahafi, nágrönnum sínum til ama. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×