Dæmdir hryðjuverkamenn í framboði í kosningum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 21. maí 2023 15:00 Arnaldo Otegi, leiðtogi EH Bildu, á blaðamannafundi eftir að sjö dæmdir hryðjuverkamenn ETA drógu framboð sín tilbaka. Nöfn þeirra verða engu að síður á kjörseðlum nk. sunnudag, 28. maí. Europa Press 44 dæmdir hryðjuverkamenn eru á framboðslistum í sveitarstjórnarkosningunum á Spáni sem fram fara eftir slétta viku. Sjö þeirra, sem öll hafa afplánað dóma fyrir morð, hafa lýst því yfir að þau taki ekki sæti nái þau kjöri. Kosningabaráttan fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á Spáni sem fram fara þann 28. maí hófst formlega um síðustu helgi. Þá voru allir framboðslistar opinberaðir. Aðskilnaðarsinnar Baska bjóða fram dæmda hryðjuverkamenn Mönnum brá illilega í brún þegar listar aðskilnaðarsinna í Baskalandi á Norður-Spáni voru kynntir. Flokkurinn sem heitir Euskal Herria Bildu er af mörgum sakaður um að vera arftaki hryðjuverkasamtakanna ETA sem um áratugaskeið framdi skæð hryðjuverk á Spáni í baráttu sinni fyrir sjálfstæði Baskalands. Alls myrtu liðsmenn samtakanna 854 einstaklinga, mest lögreglu- og hermenn en líka almenna borgara. Hryðjuverkasamtökin tilheyra fortíðinni Samtökin létu af illvirkjum sínum fyrir 12 árum og voru svo formlega leyst upp fyrir fimm árum. Síðan þá hafa flestir hinna dæmdu beðist afsökunar á gjörðum sínum og reynt hefur verið að græða sárin sem gjörðir samtakanna skildu eftir sig í Baskalandi. Það kom hins vegar illa við kaunin á samtökum aðstandenda hinna myrtu að sjá 44 dæmda hryðjuverkamenn á framboðslistum flokksins um síðustu helgi. Þau ráku upp ramakvein og sama má segja um alla stjórnmálaflokka landsins frá vinstri til hægri. Í kjölfarið lýstu þau 7 sem afplánað hafa dóma fyrir morð því yfir að þau taki ekki sæti í sveitastjórnum nái þau kjöri. Hin 37 voru dæmd fyrir minniháttar þátttöku í hryðjuverkasamtökunum en þess hefur engu að síður verið krafist að þau víki einnig sæti. Eldfimt efni í kosningabaráttunni Málið hefur orðið að miklu bitbeini á milli leiðtoga stjórnar og stjórnarandstöðu, en Bildu er stuðningsflokkur ríkisstjórnarinnar. Feijóo, leiðtogi hægri manna í stjórnarandstöðu sakaði Sanchez forsætisráðherra um að koma fram af meiri virðingu við böðlana en fórnarlömb þeirra, en Sanchéz sakaði Feijóo á móti um lýðskrum í þágu kosningabaráttunnar. Þegar ETA væri ekki lengur til reyndu hægri flokkarnir að blása upp vægi þeirra til þess að fiska atkvæði almennings. Spánn Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Kosningabaráttan fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á Spáni sem fram fara þann 28. maí hófst formlega um síðustu helgi. Þá voru allir framboðslistar opinberaðir. Aðskilnaðarsinnar Baska bjóða fram dæmda hryðjuverkamenn Mönnum brá illilega í brún þegar listar aðskilnaðarsinna í Baskalandi á Norður-Spáni voru kynntir. Flokkurinn sem heitir Euskal Herria Bildu er af mörgum sakaður um að vera arftaki hryðjuverkasamtakanna ETA sem um áratugaskeið framdi skæð hryðjuverk á Spáni í baráttu sinni fyrir sjálfstæði Baskalands. Alls myrtu liðsmenn samtakanna 854 einstaklinga, mest lögreglu- og hermenn en líka almenna borgara. Hryðjuverkasamtökin tilheyra fortíðinni Samtökin létu af illvirkjum sínum fyrir 12 árum og voru svo formlega leyst upp fyrir fimm árum. Síðan þá hafa flestir hinna dæmdu beðist afsökunar á gjörðum sínum og reynt hefur verið að græða sárin sem gjörðir samtakanna skildu eftir sig í Baskalandi. Það kom hins vegar illa við kaunin á samtökum aðstandenda hinna myrtu að sjá 44 dæmda hryðjuverkamenn á framboðslistum flokksins um síðustu helgi. Þau ráku upp ramakvein og sama má segja um alla stjórnmálaflokka landsins frá vinstri til hægri. Í kjölfarið lýstu þau 7 sem afplánað hafa dóma fyrir morð því yfir að þau taki ekki sæti í sveitastjórnum nái þau kjöri. Hin 37 voru dæmd fyrir minniháttar þátttöku í hryðjuverkasamtökunum en þess hefur engu að síður verið krafist að þau víki einnig sæti. Eldfimt efni í kosningabaráttunni Málið hefur orðið að miklu bitbeini á milli leiðtoga stjórnar og stjórnarandstöðu, en Bildu er stuðningsflokkur ríkisstjórnarinnar. Feijóo, leiðtogi hægri manna í stjórnarandstöðu sakaði Sanchez forsætisráðherra um að koma fram af meiri virðingu við böðlana en fórnarlömb þeirra, en Sanchéz sakaði Feijóo á móti um lýðskrum í þágu kosningabaráttunnar. Þegar ETA væri ekki lengur til reyndu hægri flokkarnir að blása upp vægi þeirra til þess að fiska atkvæði almennings.
Spánn Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“