Sjáðu mörkin: FH lenti í vandræðum með Njarðvík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2023 21:46 FH er komið áfram í bikarnum. Vísir/Diego FH er komið í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir 2-1 sigur á Njarðvík sem leikur í Lengjudeildinni. Fyrir fram var búist við nokkuð öruggum sigri en FH hefur varið ágætlega vel af stað í Bestu deildinni á meðan Njarðvík er nýliði í Lengjudeildinni. Leikurinn fór fram í Kaplakrika en FH hafði ekki enn leikið á honum í sumar. Það tók heimamenn hálftíma að brjóta ísinn. Haraldur Einar Ásgrímsson tók þá hornspyrnu sem rataði á höfuðið á Jóhanni Ægi Arnarssyni. Stangaði hann boltann af öllu afli í netið og Robert Blakala kom engum vörnum við í marki gestanna. Jóhann Ægir Arnarsson kom FH yfir með frábærum skalla! Kollspyrna framhjá Robert Blakala! pic.twitter.com/L6i2sLa6UT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 17, 2023 Oumar Diouck fékk fínt færi til að jafna metin ekki löng síðar en Sindri Kristinn Ólafsson varði vel í marki FH. Oumar Diouck í dauðafæri en Sindri Kristinn ver vel! Njarðvíkingar hafa alls ekki lagt árar í bát pic.twitter.com/NqEnHhv6uN— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 17, 2023 Fleira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik og staðan 1-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Í upphafi síðari hálfleiks tvöfaldaði Steven Lennon forystu FH. Kjartan Kári Halldórsson átti fyrirgjöf sem Davíð Snær Jóhannsson skallaði að marki. Blakala varði meistaralega en boltinn féll fyrir Lennon sem skóflaði honum yfir línuna. Steven Lennon kemur FH í 2-0! Þetta er 25. markið sem skotinn skorar í bikarkeppninni pic.twitter.com/HK7RLhpVOY— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 17, 2023 Á 58. mínútu minnkaði Marc McAusland muninn fyrir Njarðvík eftir hornspyrnu Diouck. Staðan orðin 2-1 og fór um heimamenn. Mark frá Marc McAusland! Njarðvík minnkar muninn í 2-1 pic.twitter.com/zlDep9g9r3— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 17, 2023 Mörkin urðu þó ekki fleiri og FH er komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla FH UMF Njarðvík Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Fyrir fram var búist við nokkuð öruggum sigri en FH hefur varið ágætlega vel af stað í Bestu deildinni á meðan Njarðvík er nýliði í Lengjudeildinni. Leikurinn fór fram í Kaplakrika en FH hafði ekki enn leikið á honum í sumar. Það tók heimamenn hálftíma að brjóta ísinn. Haraldur Einar Ásgrímsson tók þá hornspyrnu sem rataði á höfuðið á Jóhanni Ægi Arnarssyni. Stangaði hann boltann af öllu afli í netið og Robert Blakala kom engum vörnum við í marki gestanna. Jóhann Ægir Arnarsson kom FH yfir með frábærum skalla! Kollspyrna framhjá Robert Blakala! pic.twitter.com/L6i2sLa6UT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 17, 2023 Oumar Diouck fékk fínt færi til að jafna metin ekki löng síðar en Sindri Kristinn Ólafsson varði vel í marki FH. Oumar Diouck í dauðafæri en Sindri Kristinn ver vel! Njarðvíkingar hafa alls ekki lagt árar í bát pic.twitter.com/NqEnHhv6uN— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 17, 2023 Fleira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik og staðan 1-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Í upphafi síðari hálfleiks tvöfaldaði Steven Lennon forystu FH. Kjartan Kári Halldórsson átti fyrirgjöf sem Davíð Snær Jóhannsson skallaði að marki. Blakala varði meistaralega en boltinn féll fyrir Lennon sem skóflaði honum yfir línuna. Steven Lennon kemur FH í 2-0! Þetta er 25. markið sem skotinn skorar í bikarkeppninni pic.twitter.com/HK7RLhpVOY— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 17, 2023 Á 58. mínútu minnkaði Marc McAusland muninn fyrir Njarðvík eftir hornspyrnu Diouck. Staðan orðin 2-1 og fór um heimamenn. Mark frá Marc McAusland! Njarðvík minnkar muninn í 2-1 pic.twitter.com/zlDep9g9r3— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 17, 2023 Mörkin urðu þó ekki fleiri og FH er komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla FH UMF Njarðvík Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira