Fótbolti

Íslendingalið FCK lyfti sér aftur á toppinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK í dag.
Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK í dag. Vísir/Getty

ÍSlendingalið FCK lyfti sér aftur á topp dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu er liðið vann góðan 3-1 útisigur gegn Bröndby í dag.

Viktor Claesson kom gestunum í FCK yfir með marki í fyrri hálfleik áður en heimamenn jöfnuðu metin með marki úr vítaspyrnu snemma í þeim síðari.

Jordan Larsson sá til þess að gestirnir tóku forystuna á ný þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka og heimamenn þurftu svo að leika seinsutu tíu mínútur leiksins manni færri eftir að Daniel Wass nældi sér í beint rautt spjald.

Kaupmannahafnarliðið nýtti sér liðmuninn stuttu síðar þegar Christian Sorensen skoraði þriðja mark liðsins og tryggði 3-1 sigur FCK.

Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK í dag, en var tekinn af velli eftir rúmlega klukkutíma leik. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á sem varamaður þegar komið var í uppbótartíma.

Með sigrinum lyfti FCK sér í það minnsta tímabundið aftur á topp dönsku deildarinnar. Liðið er nú með 52 stig eftir 29 leiki, tveimur stigum meira en Nordsjælland sem á leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×