Southampton var í vondum málum fyrir leik dagsins og segja má að fallið hafi blasið við. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá negldu gestirnir frá Lundúnum síðustu naglana í kistuna.
Carlos Vinicius kom Fulham yfir í upphafi síðari hálfleiks og varamaðurinn Aleksandar Mitrović tvöfaldaði forystuna með marki þegar 18 mínútur voru til leiksloka. Fulham hefur saknað Mitrović sem hefur misst af síðustu leikjum vegna leikbanns.
Lokatölur á St. Mary´s-vellinum 0-2 og heimamenn í Southampton fallnir þó enn séu tvær umferðir eftir.
BREAKING: Southampton have officially been relegated from the Premier League pic.twitter.com/IzGHbFDm3g
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 13, 2023
Á Brúnni tók Chelsea á móti Nottingham Forest. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli þar sem gestirnir í Forest komust yfir þökk sé marki Taiwo Awoniyi. Heimamenn svöruðu með tveimur mörkum frá Raheem Sterling áður en Awoniyi jafnaði metin á 62. mínútu.
Fleiri urðu mörkin ekki og leiknum lauk með 2-2 jafntefli.
We keep fighting. Until the end pic.twitter.com/ur0j4GXzaF
— Nottingham Forest (@NFFC) May 13, 2023
Að lokum vann Palace þægilegan 2-0 sigur á Bournemouth þar sem Eberechi Eze skoraði bæði mörk heimamanna.
Southampton er í neðsta sæti með 24 stig eftir 36 leiki. Forest er í 16. sæti með 34 stig, Bournemouth í 14. sæti með 39 stig, Palace í 12. sæti með 43 stig líkt og Chelsea sem er sæti ofar. Fulham er svo í 9. sæti með 51 stig.