Southampton fallið | Forest náði í stig á Brúnni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2023 16:31 James Ward-Prowse og félagar í Southampton eru fallnir. Charlie Crowhurst/Getty Images Southampton er fallið úr ensku úrvalsdeildinni eftir 0-2 tap á heimavelli gegn Fulham. Þá náði Nottingham Forest í dýrmætt 2-2 jafntefli gegn Chelsea og Crystal Palace vann 2-0 sigur á Bournemouth. Southampton var í vondum málum fyrir leik dagsins og segja má að fallið hafi blasið við. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá negldu gestirnir frá Lundúnum síðustu naglana í kistuna. Carlos Vinicius kom Fulham yfir í upphafi síðari hálfleiks og varamaðurinn Aleksandar Mitrović tvöfaldaði forystuna með marki þegar 18 mínútur voru til leiksloka. Fulham hefur saknað Mitrović sem hefur misst af síðustu leikjum vegna leikbanns. Lokatölur á St. Mary´s-vellinum 0-2 og heimamenn í Southampton fallnir þó enn séu tvær umferðir eftir. BREAKING: Southampton have officially been relegated from the Premier League pic.twitter.com/IzGHbFDm3g— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 13, 2023 Á Brúnni tók Chelsea á móti Nottingham Forest. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli þar sem gestirnir í Forest komust yfir þökk sé marki Taiwo Awoniyi. Heimamenn svöruðu með tveimur mörkum frá Raheem Sterling áður en Awoniyi jafnaði metin á 62. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki og leiknum lauk með 2-2 jafntefli. We keep fighting. Until the end pic.twitter.com/ur0j4GXzaF— Nottingham Forest (@NFFC) May 13, 2023 Að lokum vann Palace þægilegan 2-0 sigur á Bournemouth þar sem Eberechi Eze skoraði bæði mörk heimamanna. Southampton er í neðsta sæti með 24 stig eftir 36 leiki. Forest er í 16. sæti með 34 stig, Bournemouth í 14. sæti með 39 stig, Palace í 12. sæti með 43 stig líkt og Chelsea sem er sæti ofar. Fulham er svo í 9. sæti með 51 stig. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir United aftur á sigurbraut og Meistaradeildarsætið í augsýn Eftir tvo tapleiki í röð hjá Manchester United vann liðið gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur er liðið tók á móti Wolves í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 13. maí 2023 15:58 Aston Villa heldur í Evrópudrauma en vandræði Tottenham halda áfram Aston Villa vann mikilvægan sigur er liðið tók á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-1 og liðin eru nú jöfn að stigum í sjötta og sjöunda sæti deildarinnar, en þetta var fjórða tap Tottenham í seinustu sex deildarleikjum. 13. maí 2023 15:55 Kristensen bjargaði mikilvægu stigi fyrir Leeds Rasmus Kristensen reyndist hetja Leeds er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Newcastle í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 13. maí 2023 13:27 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Fleiri fréttir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Sjá meira
Southampton var í vondum málum fyrir leik dagsins og segja má að fallið hafi blasið við. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá negldu gestirnir frá Lundúnum síðustu naglana í kistuna. Carlos Vinicius kom Fulham yfir í upphafi síðari hálfleiks og varamaðurinn Aleksandar Mitrović tvöfaldaði forystuna með marki þegar 18 mínútur voru til leiksloka. Fulham hefur saknað Mitrović sem hefur misst af síðustu leikjum vegna leikbanns. Lokatölur á St. Mary´s-vellinum 0-2 og heimamenn í Southampton fallnir þó enn séu tvær umferðir eftir. BREAKING: Southampton have officially been relegated from the Premier League pic.twitter.com/IzGHbFDm3g— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 13, 2023 Á Brúnni tók Chelsea á móti Nottingham Forest. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli þar sem gestirnir í Forest komust yfir þökk sé marki Taiwo Awoniyi. Heimamenn svöruðu með tveimur mörkum frá Raheem Sterling áður en Awoniyi jafnaði metin á 62. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki og leiknum lauk með 2-2 jafntefli. We keep fighting. Until the end pic.twitter.com/ur0j4GXzaF— Nottingham Forest (@NFFC) May 13, 2023 Að lokum vann Palace þægilegan 2-0 sigur á Bournemouth þar sem Eberechi Eze skoraði bæði mörk heimamanna. Southampton er í neðsta sæti með 24 stig eftir 36 leiki. Forest er í 16. sæti með 34 stig, Bournemouth í 14. sæti með 39 stig, Palace í 12. sæti með 43 stig líkt og Chelsea sem er sæti ofar. Fulham er svo í 9. sæti með 51 stig.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir United aftur á sigurbraut og Meistaradeildarsætið í augsýn Eftir tvo tapleiki í röð hjá Manchester United vann liðið gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur er liðið tók á móti Wolves í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 13. maí 2023 15:58 Aston Villa heldur í Evrópudrauma en vandræði Tottenham halda áfram Aston Villa vann mikilvægan sigur er liðið tók á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-1 og liðin eru nú jöfn að stigum í sjötta og sjöunda sæti deildarinnar, en þetta var fjórða tap Tottenham í seinustu sex deildarleikjum. 13. maí 2023 15:55 Kristensen bjargaði mikilvægu stigi fyrir Leeds Rasmus Kristensen reyndist hetja Leeds er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Newcastle í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 13. maí 2023 13:27 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Fleiri fréttir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Sjá meira
United aftur á sigurbraut og Meistaradeildarsætið í augsýn Eftir tvo tapleiki í röð hjá Manchester United vann liðið gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur er liðið tók á móti Wolves í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 13. maí 2023 15:58
Aston Villa heldur í Evrópudrauma en vandræði Tottenham halda áfram Aston Villa vann mikilvægan sigur er liðið tók á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-1 og liðin eru nú jöfn að stigum í sjötta og sjöunda sæti deildarinnar, en þetta var fjórða tap Tottenham í seinustu sex deildarleikjum. 13. maí 2023 15:55
Kristensen bjargaði mikilvægu stigi fyrir Leeds Rasmus Kristensen reyndist hetja Leeds er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Newcastle í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 13. maí 2023 13:27