Dýralæknafélag Íslands segir ráðherra bera að stöðva hvalveiðar tafarlaust Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. maí 2023 09:46 „DÍ telur því engar líkur að úrbætur verði á komandi veiðitímabili hvað varðar skilvirkni umræddrar veiðiaðferðar.“ Vísir/Egill Dýralæknafélag Íslands segir skýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar sýna með óyggjandi hætti að sú aflífunaraðferð sem notuð sé og samykkt brjóti gegn meginmarkmiðum laga um velferð dýra. Ráðherra beri því að stöðva veiðarnar tafarlaust. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á Facebook-síðu DÍ. Þar segir einnig að stjórn félagsins hafi sent ráðherra erindi hvað þetta varðar og vonist til að hagsmunir dýranna verði settir ofan öðrum hagsmunum. „DÍ telur skýrsluna staðfesta að sú tækni sem notuð er við veiðar á stórhvelum í dag geti ekki uppfyllt þau viðmið sem teljast ásættanleg út frá dýravelferð (lög nr. 55/2013 um velferð dýra). Í þessu samhengi skal helst nefna of lágt hlutfall þeirra dýra sem drepst samstundis eða fljótt eða um 67% og sú staðreynd að um 33% dýranna þurfa að heyja langt dauðastríð,“ segir í yfirlýsingunni. Ekki sé hægt að bera saman skilvirkni aflífunar á dýrum undir stýrðum aðstæðum og á villtum dýrum til veiðar. Líklega sé ekki til nein aflífunaraðferð sem tryggi 100 prósent tafarlaust meðvitundarleysi við hvert dráp en markmiðið hljóti að vera eins nálægt 100 prósent og mögulegt sé. „Því meira sem við fjarlægjumst það markmið bregðumst við um leið þeirri siðferðislegu skyldu okkar að tryggja velferð þeirra dýra sem við nýtum til afurða,“ segir í yfirlýsingunni. Félagið leggur einnig áherslu á að ekki sé hægt að sjá að nein framþróun hafi orðið á þeim aðferðum sem notaðar eru við veiðar á stórhvelum. „DÍ telur því engar líkur að úrbætur verði á komandi veiðitímabili hvað varðar skilvirkni umræddrar veiðiaðferðar og því er ljóst að heimili ráðherra veiðar er um leið verið að samþykkja brot á velferð þessara dýra, þar sem vitað er að hluti þeirra mun alltaf þurfa að líða þjáningar og kvalir af mannavöldum.“ Dýr Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Ráðherra beri því að stöðva veiðarnar tafarlaust. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á Facebook-síðu DÍ. Þar segir einnig að stjórn félagsins hafi sent ráðherra erindi hvað þetta varðar og vonist til að hagsmunir dýranna verði settir ofan öðrum hagsmunum. „DÍ telur skýrsluna staðfesta að sú tækni sem notuð er við veiðar á stórhvelum í dag geti ekki uppfyllt þau viðmið sem teljast ásættanleg út frá dýravelferð (lög nr. 55/2013 um velferð dýra). Í þessu samhengi skal helst nefna of lágt hlutfall þeirra dýra sem drepst samstundis eða fljótt eða um 67% og sú staðreynd að um 33% dýranna þurfa að heyja langt dauðastríð,“ segir í yfirlýsingunni. Ekki sé hægt að bera saman skilvirkni aflífunar á dýrum undir stýrðum aðstæðum og á villtum dýrum til veiðar. Líklega sé ekki til nein aflífunaraðferð sem tryggi 100 prósent tafarlaust meðvitundarleysi við hvert dráp en markmiðið hljóti að vera eins nálægt 100 prósent og mögulegt sé. „Því meira sem við fjarlægjumst það markmið bregðumst við um leið þeirri siðferðislegu skyldu okkar að tryggja velferð þeirra dýra sem við nýtum til afurða,“ segir í yfirlýsingunni. Félagið leggur einnig áherslu á að ekki sé hægt að sjá að nein framþróun hafi orðið á þeim aðferðum sem notaðar eru við veiðar á stórhvelum. „DÍ telur því engar líkur að úrbætur verði á komandi veiðitímabili hvað varðar skilvirkni umræddrar veiðiaðferðar og því er ljóst að heimili ráðherra veiðar er um leið verið að samþykkja brot á velferð þessara dýra, þar sem vitað er að hluti þeirra mun alltaf þurfa að líða þjáningar og kvalir af mannavöldum.“
Dýr Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira