Juventus stefnir á silfrið | Rómverjar treysta á Evrópudeildina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2023 20:45 Dušan Vlahović var ekki á skotskónum en það kom ekki að sök. EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Juventus sigraði Cremonese 2-0 í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Roma og Bologna gerðu markalaust jafntefli fyrr í dag en lærisveinar José Mourinho þurfa að treysta á sigur í Evrópudeildinni til að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Juventus sigraði Cremonese 2-0 í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Roma og Bologna gerðu markalaust jafntefli fyrr í dag en lærisveinar José Mourinho þurfa að treysta á sigur í Evrópudeildinni til að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Staðan í leik Juventus og Cremonese var markalaus í hálfleik. Heimamenn urðu þó fyrir áfalli í fyrri hálfleik þegar Paul Pogba, sem var að byrja sinn fyrsta leik í háa herrans tíð, fór meiddur af velli. Pogba hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið og brast einfaldlega í grát er hann yfirgaf völlinn. Paul Pogba leaves the field in tears as he picks up an injury less than 25 minutes into his first Juventus start since April 2022. pic.twitter.com/svTjrwyPG9— Ben Jacobs (@JacobsBen) May 14, 2023 Í síðari hálfleik skoraði Juventus tvívegis, Nicola Fagioli með fyrra markið og Bremer það síðara. Dugði það til 2-0 sigurs að þessu sinni. Með sigrinum er Juventus komið upp í 69 stig þegar þrjár umferðir eru eftir. Inter er sæti neðar með 66 stig. Það gengur hvorki né rekur hjá Roma sem er að glíma við fjölda meiðsla. José Mourinho hefur sett öll eggin í eina körfu, það er að sigra Evrópudeildina og komast þannig í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Liðið hvíldi fjölda lykilmanna í dag og lauk leik Rómverja gegn Bologna með 0-0 jafntefli. No goals between the Rossoblù and the Giallorossi #BolognaRoma pic.twitter.com/a66PgJic40— Lega Serie A (@SerieA_EN) May 14, 2023 Roma er í 6. sæti með 59 stig, sex minna en Lazio sem er í fjórða sæti deildarinnar. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Sjá meira
Juventus sigraði Cremonese 2-0 í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Roma og Bologna gerðu markalaust jafntefli fyrr í dag en lærisveinar José Mourinho þurfa að treysta á sigur í Evrópudeildinni til að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Staðan í leik Juventus og Cremonese var markalaus í hálfleik. Heimamenn urðu þó fyrir áfalli í fyrri hálfleik þegar Paul Pogba, sem var að byrja sinn fyrsta leik í háa herrans tíð, fór meiddur af velli. Pogba hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið og brast einfaldlega í grát er hann yfirgaf völlinn. Paul Pogba leaves the field in tears as he picks up an injury less than 25 minutes into his first Juventus start since April 2022. pic.twitter.com/svTjrwyPG9— Ben Jacobs (@JacobsBen) May 14, 2023 Í síðari hálfleik skoraði Juventus tvívegis, Nicola Fagioli með fyrra markið og Bremer það síðara. Dugði það til 2-0 sigurs að þessu sinni. Með sigrinum er Juventus komið upp í 69 stig þegar þrjár umferðir eru eftir. Inter er sæti neðar með 66 stig. Það gengur hvorki né rekur hjá Roma sem er að glíma við fjölda meiðsla. José Mourinho hefur sett öll eggin í eina körfu, það er að sigra Evrópudeildina og komast þannig í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Liðið hvíldi fjölda lykilmanna í dag og lauk leik Rómverja gegn Bologna með 0-0 jafntefli. No goals between the Rossoblù and the Giallorossi #BolognaRoma pic.twitter.com/a66PgJic40— Lega Serie A (@SerieA_EN) May 14, 2023 Roma er í 6. sæti með 59 stig, sex minna en Lazio sem er í fjórða sæti deildarinnar.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Sjá meira