Allt orðið að einhverjum Excel-æfingum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. maí 2023 16:44 Frá Þjóðskjalasafni sem á að taka við verkefnum Borgarskjalasafns og Héraðsskjalasafns Kópavogsbæjar. vísir Prófessorar lýstu yfir miklum áhyggjum af stöðu safnamála og sameiningu skjalasafna á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í morgun. Fjárhagslegir hagsmunir ráði för en menningarhlutverkið mæti afgangi. Fyrirkomulag skjalavörslu hefur verið í deiglunni í kjölfar ákvarðana Reykjavíkurborgar um að leggja niður Borgarskjalasafn Reykjavíkur og Kópavogsbæjar að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs og flytja verkefnin til Þjóðskjalasafns. Efnt var til opins fundar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis vegna málsins í morgun þar sem Ragnheiður Kristjánsdóttir, prófessor í sagnfræði, lýsti yfir miklum áhyggjum af þróuninni. Sérþekking tapast „Það er sérþekking á þessum skjalasöfnum sem nýtist bæði í héraði og okkur sem erum staðsett hér en höfum áhuga á sögu alls landsins. Ef þeim myndi fækka myndi það hafa bein og óbein áhrif á uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu, sem mikil áhersla hefur verið lögð á,“ sagði Ragnheiður. „Það er svo margt sem myndi tapast ef skjalasöfnum myndi fækka mikið, þannig ég held að það sé full ástæða til að hafa miklar áhyggjur af þessu.“ Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, ítrekaði að unnið væri að stefnu um rafræna langtímavörslu skjala og Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður, sem kom fyrir nefndina vísaði til þess að samkvæmt lögum hafi þjóðskjalasafn hið minnsta fulla heimild til að rukka sveitarfélög fyrir vörsluna. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor í safnafræði, sagði skjalavörslu snúast um minni þjóðarinnar. Hlutverkið sé ekki að þjóna stjórnsýslunni. „Þetta er allt orðið að einhverjum Excel-skjals æfingum og fjárhagsleg viðmið eru númer eitt, tvö og þrjú. Réttindi borgaranna og hagsmunir þjóðarinnar eru algjörlega fyrir borð bornir,“ sagði Sigurjón „Það sést á því hvernig ríki og sveitarfélög eru að ráða til sín til ráðgjafafyrirtæki sem er á engan hátt með innanborðs þekkingu eða reynslu af því að stýra eða vinna inni á slíkum stofnunum. Það út af fyrir sig er mjög mikið áhyggjuefni held ég,“ sagði Sigurjón. Alþingi Menning Lokun Borgarskjalasafns Söfn Reykjavík Kópavogur Rekstur hins opinbera Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Fyrirkomulag skjalavörslu hefur verið í deiglunni í kjölfar ákvarðana Reykjavíkurborgar um að leggja niður Borgarskjalasafn Reykjavíkur og Kópavogsbæjar að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs og flytja verkefnin til Þjóðskjalasafns. Efnt var til opins fundar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis vegna málsins í morgun þar sem Ragnheiður Kristjánsdóttir, prófessor í sagnfræði, lýsti yfir miklum áhyggjum af þróuninni. Sérþekking tapast „Það er sérþekking á þessum skjalasöfnum sem nýtist bæði í héraði og okkur sem erum staðsett hér en höfum áhuga á sögu alls landsins. Ef þeim myndi fækka myndi það hafa bein og óbein áhrif á uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu, sem mikil áhersla hefur verið lögð á,“ sagði Ragnheiður. „Það er svo margt sem myndi tapast ef skjalasöfnum myndi fækka mikið, þannig ég held að það sé full ástæða til að hafa miklar áhyggjur af þessu.“ Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, ítrekaði að unnið væri að stefnu um rafræna langtímavörslu skjala og Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður, sem kom fyrir nefndina vísaði til þess að samkvæmt lögum hafi þjóðskjalasafn hið minnsta fulla heimild til að rukka sveitarfélög fyrir vörsluna. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor í safnafræði, sagði skjalavörslu snúast um minni þjóðarinnar. Hlutverkið sé ekki að þjóna stjórnsýslunni. „Þetta er allt orðið að einhverjum Excel-skjals æfingum og fjárhagsleg viðmið eru númer eitt, tvö og þrjú. Réttindi borgaranna og hagsmunir þjóðarinnar eru algjörlega fyrir borð bornir,“ sagði Sigurjón „Það sést á því hvernig ríki og sveitarfélög eru að ráða til sín til ráðgjafafyrirtæki sem er á engan hátt með innanborðs þekkingu eða reynslu af því að stýra eða vinna inni á slíkum stofnunum. Það út af fyrir sig er mjög mikið áhyggjuefni held ég,“ sagði Sigurjón.
Alþingi Menning Lokun Borgarskjalasafns Söfn Reykjavík Kópavogur Rekstur hins opinbera Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira