Rússar hyggjast segja sig frá mikilvægum afvopnunarsamningi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. maí 2023 21:00 Pólskir og sænskir hermenn á sameiginlegri heræfingu NATO ríkja í Svíþjóð. EPA Samkvæmt rússneskum ríkismiðlum hyggjast stjórnvöld þar í landi segja sig frá afvopnunarsamningi sem tekur á hefðbundnum vopnum í Evrópu. Íslenskt stjórnvöld bregðast ekki við að svo stöddu. Samningurinn um hefðbundinn herafla í Evrópu (CFE) var undirritaður árið 1990 milli aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Varsjárbandalagsins sáluga. Ísland er aðili samningnum. Samkvæmt Stjórnarráðinu er CFE talinn mikilvægasti afvopnunarsamningurinn á sviði hefðbundinna vopna. Hann kveður meðal annars á um hámarksfjölda hermanna og hergagna svo sem skriðdreka, orrustuþota og stórskotaliðs í Evrópu. Einnig upplýsingaskipti, tilkynningar, skoðun og eftirlit. Samráðsnefnd fundar reglulega um framkvæmd CFE í Vínarborg. Aðildarríkin voru upphaflega 22 en eru í dag 30 talsins. Hámarkið sem hver blokk mátti hafa voru 20 þúsund skriðdrekar, 20 þúsund stórskotaliðsbyssur, 30 þúsund brynvarðir bílar, tæplega 7 þúsund herflugvélar og 2 þúsund þyrlur. Samkvæmt rússneska ríkismiðlinum Rossiyskaya Gazeta er óljóst hvenær málið verður tekið fyrir í rússneska þinginu, Dúmunni, en samkvæmt Leoníd Slútskí, formanni alþjóðanefndar, gæti það gerst 16. maí. Breytingar ekki fullgiltar Upphaflega voru stjórnvöld í Moskvu mjög hrifin af samningnum. Hann tryggði jafnvægi milli hersveita NATO og ríkja Varsjárbandalagsins í álfunni. En eftir því sem fleiri austur Evrópu ríki gengu í NATO töldu Kremlverjar að laga þyrfti samninginn. Það er setja kvóta á hvert land. Þessi breyting var gerð árið 1999 á fundi í Istanbúl en tók í raun aldrei gildi. Aðeins fjögur ríki fullgiltu breytingarnar, Rússland, Úkraína, Kasakstan og Hvíta Rússland. En ágreiningur um dvöl herliðs Rússa í Abkasíuhéraði í Georgíu og Transnistríuhéraði í Moldóvu olli því að önnur ríki fullgiltu ekki breytingarnar. Þá hafa sum ný ríki ekki einu sinni skrifað undir upprunalega CFE samninginn, svo sem Eystrasaltsríkin, Slóvenía og Króatía. Konstantin Kosajev formaður efri deildar rússneska þingsins segir CFE úr takti við veruleikann.EPA Í desember tilkynntu Rússar því um frestun á framkvæmd samningsins en ríki NATO halda áfram að framkvæma ákvæði hans. Samkvæmt Stjórnarráðinu styður Ísland áframhaldandi viðræður um að ná samkomulagi um framkvæmd CFE. Rússar hafa hins vegar neitað að leyfa eftirlit á grundvelli CFE. Utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki Konstantín Kosasjov, talsmaður efri deildar rússneska þingsins, sagði við fréttastofuna Tass í gær að Rússland væri að fara út úr CFE. „Með því að hafna CFE er Rússland að fjarlægja plagg sem er ekki í takt við raunveruleikann en er ekki að ljúka samtalinu um takmarkanir á hefðbundnum vopnum,“ sagði hann. Samkvæmt Sveini H. Guðmarssyni, fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins, telur ráðuneytið ekki tímabært að tjá sig um brotthvarf Rússa frá samningnum fyrr en formleg staðfesting liggur fyrir. Rússland Hernaður Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Samningurinn um hefðbundinn herafla í Evrópu (CFE) var undirritaður árið 1990 milli aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Varsjárbandalagsins sáluga. Ísland er aðili samningnum. Samkvæmt Stjórnarráðinu er CFE talinn mikilvægasti afvopnunarsamningurinn á sviði hefðbundinna vopna. Hann kveður meðal annars á um hámarksfjölda hermanna og hergagna svo sem skriðdreka, orrustuþota og stórskotaliðs í Evrópu. Einnig upplýsingaskipti, tilkynningar, skoðun og eftirlit. Samráðsnefnd fundar reglulega um framkvæmd CFE í Vínarborg. Aðildarríkin voru upphaflega 22 en eru í dag 30 talsins. Hámarkið sem hver blokk mátti hafa voru 20 þúsund skriðdrekar, 20 þúsund stórskotaliðsbyssur, 30 þúsund brynvarðir bílar, tæplega 7 þúsund herflugvélar og 2 þúsund þyrlur. Samkvæmt rússneska ríkismiðlinum Rossiyskaya Gazeta er óljóst hvenær málið verður tekið fyrir í rússneska þinginu, Dúmunni, en samkvæmt Leoníd Slútskí, formanni alþjóðanefndar, gæti það gerst 16. maí. Breytingar ekki fullgiltar Upphaflega voru stjórnvöld í Moskvu mjög hrifin af samningnum. Hann tryggði jafnvægi milli hersveita NATO og ríkja Varsjárbandalagsins í álfunni. En eftir því sem fleiri austur Evrópu ríki gengu í NATO töldu Kremlverjar að laga þyrfti samninginn. Það er setja kvóta á hvert land. Þessi breyting var gerð árið 1999 á fundi í Istanbúl en tók í raun aldrei gildi. Aðeins fjögur ríki fullgiltu breytingarnar, Rússland, Úkraína, Kasakstan og Hvíta Rússland. En ágreiningur um dvöl herliðs Rússa í Abkasíuhéraði í Georgíu og Transnistríuhéraði í Moldóvu olli því að önnur ríki fullgiltu ekki breytingarnar. Þá hafa sum ný ríki ekki einu sinni skrifað undir upprunalega CFE samninginn, svo sem Eystrasaltsríkin, Slóvenía og Króatía. Konstantin Kosajev formaður efri deildar rússneska þingsins segir CFE úr takti við veruleikann.EPA Í desember tilkynntu Rússar því um frestun á framkvæmd samningsins en ríki NATO halda áfram að framkvæma ákvæði hans. Samkvæmt Stjórnarráðinu styður Ísland áframhaldandi viðræður um að ná samkomulagi um framkvæmd CFE. Rússar hafa hins vegar neitað að leyfa eftirlit á grundvelli CFE. Utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki Konstantín Kosasjov, talsmaður efri deildar rússneska þingsins, sagði við fréttastofuna Tass í gær að Rússland væri að fara út úr CFE. „Með því að hafna CFE er Rússland að fjarlægja plagg sem er ekki í takt við raunveruleikann en er ekki að ljúka samtalinu um takmarkanir á hefðbundnum vopnum,“ sagði hann. Samkvæmt Sveini H. Guðmarssyni, fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins, telur ráðuneytið ekki tímabært að tjá sig um brotthvarf Rússa frá samningnum fyrr en formleg staðfesting liggur fyrir.
Rússland Hernaður Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira