Minnast Gunnhildar með göngu á mæðradaginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2023 10:35 Gunnhildur Óskarsdóttir stofnaði Göngum saman árið 2007. Styrktarfélagið Göngum saman efnir til göngu á mæðradaginn, sunnudaginn 14. maí, til minningar um Gunnhildi Óskarsdóttur stofnanda félagsins. Hún lést þann 17. mars síðastliðinn. Með göngunni vilja félagar Gunnhildar í Göngum saman heiðra minningu hennar, gleðjast yfir því mikla sem hún fékk áorkað og þakka fyrir allt sem hún gaf af sér, að því er segir í tilkynningu. Gengið verður frá Háskólatorgi klukkan 11 undir lúðrablæstri. Gangan verður við allra hæfi, stuttur hringur um Suðurtjörn í Hljómskálagarði. Fyrir göngu flytur Vigdís Hafliðadóttir lag sitt Kæri heimur sem er lag barnamenningarhátíðar í ár. Á Háskólatorgi munu nokkrir styrkþegar Göngum saman kynna verk sín. Þá verða nýir höfuðklútar með merki Göngum saman seldir þar fyrir og eftir göngu. Gunnhildur Óskarsdóttir greindist árið 1998 með brjóstakrabbamein þá 38 ára gömul. „Hún lifði farsællega og af æðruleysi með sjúkdómnum til hinstu stundar. Gunnhildur stofnaði Göngum saman ásamt nokkrum vinum árið 2007 og var formaður félagsins allt þar til hún lést. Hún hafði brennandi áhuga á að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini enda eru þær forsendur allra framfara í læknavísindum. Undir hennar stjórn hefur Göngum saman náð að veita hartnær 135 milljónum til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini og byggja upp vísindasjóð félagsins. Í janúar árið 2017 var Gunnhildur sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til stuðnings krabbameinsrannsóknum og fyrir að hvetja til heilbrigðra lífshátta,“ segir í tilkynningunni. Um Göngum saman Upphafið að stofnun styrktarfélagsing Göngum saman má rekja til vorsins 2007 er hópur kvenna, sem flestar áttu það sameiginlegt að tengjast Gunnhildi Óskarsdóttur núverandi formanni félagsins á einhvern hátt, ákváðu að taka þátt í Avon göngunni í New York 6.-7. október 2007. Til að taka þátt í Avon göngunni þurfti hver og ein að safna 1.800 dollurum til styrktar rannsóknum á krabbameini í brjóstum og meðferðarúrræðum kvenna með brjóstakrabbamein. Göngum saman hópurinn ákvað í kjölfarið að stofna félag sem hefði það að markmiði að styrkja innlendar grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og var félagið stofnað 13. september 2007. Vorið, sumarið og haustið 2007 fóru í að safna peningum fyrir Avon framlaginu og ekki síður í styrktarsjóð Göngum saman. Samhliða því voru þrotlausar æfingar undir stjórn einnar í hópnum, Guðnýjar Aradóttur stafgönguþjálfara. Göngukonur komu sér í gott form þannig að þær gætu gengið keikar og uppréttar um götur New York þegar kæmi að stóru stundinni. Þegar á hólminn var komið stóðu þær sig allar með miklum sóma og gengu syngjandi glaðar í mark eftir 63 km. Þeir sem vilja minnast Gunnhildar og styrkja Göngum saman geta lagt félaginu lið með því að leggja inn á reikning: 301-13-304524 Kennitala: 650907-1750 Heilbrigðismál Hjálparstarf Mæðradagurinn Tengdar fréttir Brjóstasnúður til styrktar rannsóknum á krabbameini Í dag fóru í sölu sérstakir brjóstasnúðar í bakaríum Brauð&Co til styrktar Göngum saman. 4. maí 2020 09:00 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Með göngunni vilja félagar Gunnhildar í Göngum saman heiðra minningu hennar, gleðjast yfir því mikla sem hún fékk áorkað og þakka fyrir allt sem hún gaf af sér, að því er segir í tilkynningu. Gengið verður frá Háskólatorgi klukkan 11 undir lúðrablæstri. Gangan verður við allra hæfi, stuttur hringur um Suðurtjörn í Hljómskálagarði. Fyrir göngu flytur Vigdís Hafliðadóttir lag sitt Kæri heimur sem er lag barnamenningarhátíðar í ár. Á Háskólatorgi munu nokkrir styrkþegar Göngum saman kynna verk sín. Þá verða nýir höfuðklútar með merki Göngum saman seldir þar fyrir og eftir göngu. Gunnhildur Óskarsdóttir greindist árið 1998 með brjóstakrabbamein þá 38 ára gömul. „Hún lifði farsællega og af æðruleysi með sjúkdómnum til hinstu stundar. Gunnhildur stofnaði Göngum saman ásamt nokkrum vinum árið 2007 og var formaður félagsins allt þar til hún lést. Hún hafði brennandi áhuga á að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini enda eru þær forsendur allra framfara í læknavísindum. Undir hennar stjórn hefur Göngum saman náð að veita hartnær 135 milljónum til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini og byggja upp vísindasjóð félagsins. Í janúar árið 2017 var Gunnhildur sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til stuðnings krabbameinsrannsóknum og fyrir að hvetja til heilbrigðra lífshátta,“ segir í tilkynningunni. Um Göngum saman Upphafið að stofnun styrktarfélagsing Göngum saman má rekja til vorsins 2007 er hópur kvenna, sem flestar áttu það sameiginlegt að tengjast Gunnhildi Óskarsdóttur núverandi formanni félagsins á einhvern hátt, ákváðu að taka þátt í Avon göngunni í New York 6.-7. október 2007. Til að taka þátt í Avon göngunni þurfti hver og ein að safna 1.800 dollurum til styrktar rannsóknum á krabbameini í brjóstum og meðferðarúrræðum kvenna með brjóstakrabbamein. Göngum saman hópurinn ákvað í kjölfarið að stofna félag sem hefði það að markmiði að styrkja innlendar grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og var félagið stofnað 13. september 2007. Vorið, sumarið og haustið 2007 fóru í að safna peningum fyrir Avon framlaginu og ekki síður í styrktarsjóð Göngum saman. Samhliða því voru þrotlausar æfingar undir stjórn einnar í hópnum, Guðnýjar Aradóttur stafgönguþjálfara. Göngukonur komu sér í gott form þannig að þær gætu gengið keikar og uppréttar um götur New York þegar kæmi að stóru stundinni. Þegar á hólminn var komið stóðu þær sig allar með miklum sóma og gengu syngjandi glaðar í mark eftir 63 km. Þeir sem vilja minnast Gunnhildar og styrkja Göngum saman geta lagt félaginu lið með því að leggja inn á reikning: 301-13-304524 Kennitala: 650907-1750
Um Göngum saman Upphafið að stofnun styrktarfélagsing Göngum saman má rekja til vorsins 2007 er hópur kvenna, sem flestar áttu það sameiginlegt að tengjast Gunnhildi Óskarsdóttur núverandi formanni félagsins á einhvern hátt, ákváðu að taka þátt í Avon göngunni í New York 6.-7. október 2007. Til að taka þátt í Avon göngunni þurfti hver og ein að safna 1.800 dollurum til styrktar rannsóknum á krabbameini í brjóstum og meðferðarúrræðum kvenna með brjóstakrabbamein. Göngum saman hópurinn ákvað í kjölfarið að stofna félag sem hefði það að markmiði að styrkja innlendar grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og var félagið stofnað 13. september 2007. Vorið, sumarið og haustið 2007 fóru í að safna peningum fyrir Avon framlaginu og ekki síður í styrktarsjóð Göngum saman. Samhliða því voru þrotlausar æfingar undir stjórn einnar í hópnum, Guðnýjar Aradóttur stafgönguþjálfara. Göngukonur komu sér í gott form þannig að þær gætu gengið keikar og uppréttar um götur New York þegar kæmi að stóru stundinni. Þegar á hólminn var komið stóðu þær sig allar með miklum sóma og gengu syngjandi glaðar í mark eftir 63 km.
Heilbrigðismál Hjálparstarf Mæðradagurinn Tengdar fréttir Brjóstasnúður til styrktar rannsóknum á krabbameini Í dag fóru í sölu sérstakir brjóstasnúðar í bakaríum Brauð&Co til styrktar Göngum saman. 4. maí 2020 09:00 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Brjóstasnúður til styrktar rannsóknum á krabbameini Í dag fóru í sölu sérstakir brjóstasnúðar í bakaríum Brauð&Co til styrktar Göngum saman. 4. maí 2020 09:00