Mætt aftur tíu árum síðar til að hvetja fólk áfram Hersir Aron Ólafsson skrifar 15. október 2017 19:00 45 manns á vegum Göngum saman eru nú í New York. Gunnhildur Óskarsdóttir Við viljum þakka fyrir okkur og hvetja fólk áfram. Þetta segir formaður söfnunarátaksins Göngum saman, en átakið fagnar tíu ára afmæli í ár. 45 manna hópur Íslendinga er nú staddur í New York í Avon krabbameinsgöngunni svokölluðu, en þar hófst einmitt íslenska átakið fyrir tíu árum síðan. Árið 2007 hélt hópur 24 íslenskra kvenna til New York og tók þar þátt í styrktargöngunni fyrir krabbameinsrannsóknir. Upp úr því fæddist svo hugmyndin um söfnunarátakið Göngum saman, en á þeim vettvangi hafa tugir milljóna safnast til rannsókna á sjúkdómnum hér á landi. Gunnhildur Óskarsdóttir, formaður átaksins segir það hafa legið beint við að mæta aftur á staðinn og halda upp á áfangann. „Þetta hefur undið svo mikið upp á sig og gert það að verkum að okkur hefur tekist að gera mikilvæga hluti fyrir rannsakendur á Íslandi og samfélagið. Fyrir 10 árum síðan ákváðum við að fara í þessa göngu og á sama tíma ákváðum við að stofna Göngum saman. Við þurftum að greiða um tvær og hálfa milljón fyrir að taka þátt í þessari göngu samtals og ákváðum að styrkja íslenskar grunnrannsóknir um sömu upphæð,“ segir Gunnhildur.80 milljónir safnast á tíu árum Nú eru liðin tíu ár og hafa á þeim tíma safnast 80 milljónir í grunnrannsóknir fyrir tilstilli Göngum saman. Meðlimir vildu því fara aftur á staðinn þar sem allt byrjaði, hvetja göngufólk til dáða og þakka fyrir sig. Litið er á íslenska hópinn sem eins konar heiðursgesti og hafa þeir bæði mætt á samkomur og farið í viðtöl hjá fjölmiðlum vestanhafs. Hópurinn stendur í sérútbúnum íslenskum bolum á götuhornum víða um borgina og hvetur göngumenn til dáða. Gunnhildur segir að um það snúist einmitt átakið í sjálfu sér, að hvetja fólk áfram og vinna í átt að lausnum. Hún segir að fjáröflunin sé þó það sem mestu máli skipti, enda sé afar mikilvægt að hlúð sé að grunnrannsóknum á meininu. „Það verða engar rannsóknir og engar framfarir í læknavísindum ef það er ekki fyrir grunnrannsóknir. Þær eru grundvöllurinn og undirstaðan,“ segir Gunnhildur. Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Við viljum þakka fyrir okkur og hvetja fólk áfram. Þetta segir formaður söfnunarátaksins Göngum saman, en átakið fagnar tíu ára afmæli í ár. 45 manna hópur Íslendinga er nú staddur í New York í Avon krabbameinsgöngunni svokölluðu, en þar hófst einmitt íslenska átakið fyrir tíu árum síðan. Árið 2007 hélt hópur 24 íslenskra kvenna til New York og tók þar þátt í styrktargöngunni fyrir krabbameinsrannsóknir. Upp úr því fæddist svo hugmyndin um söfnunarátakið Göngum saman, en á þeim vettvangi hafa tugir milljóna safnast til rannsókna á sjúkdómnum hér á landi. Gunnhildur Óskarsdóttir, formaður átaksins segir það hafa legið beint við að mæta aftur á staðinn og halda upp á áfangann. „Þetta hefur undið svo mikið upp á sig og gert það að verkum að okkur hefur tekist að gera mikilvæga hluti fyrir rannsakendur á Íslandi og samfélagið. Fyrir 10 árum síðan ákváðum við að fara í þessa göngu og á sama tíma ákváðum við að stofna Göngum saman. Við þurftum að greiða um tvær og hálfa milljón fyrir að taka þátt í þessari göngu samtals og ákváðum að styrkja íslenskar grunnrannsóknir um sömu upphæð,“ segir Gunnhildur.80 milljónir safnast á tíu árum Nú eru liðin tíu ár og hafa á þeim tíma safnast 80 milljónir í grunnrannsóknir fyrir tilstilli Göngum saman. Meðlimir vildu því fara aftur á staðinn þar sem allt byrjaði, hvetja göngufólk til dáða og þakka fyrir sig. Litið er á íslenska hópinn sem eins konar heiðursgesti og hafa þeir bæði mætt á samkomur og farið í viðtöl hjá fjölmiðlum vestanhafs. Hópurinn stendur í sérútbúnum íslenskum bolum á götuhornum víða um borgina og hvetur göngumenn til dáða. Gunnhildur segir að um það snúist einmitt átakið í sjálfu sér, að hvetja fólk áfram og vinna í átt að lausnum. Hún segir að fjáröflunin sé þó það sem mestu máli skipti, enda sé afar mikilvægt að hlúð sé að grunnrannsóknum á meininu. „Það verða engar rannsóknir og engar framfarir í læknavísindum ef það er ekki fyrir grunnrannsóknir. Þær eru grundvöllurinn og undirstaðan,“ segir Gunnhildur.
Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira