Mætt aftur tíu árum síðar til að hvetja fólk áfram Hersir Aron Ólafsson skrifar 15. október 2017 19:00 45 manns á vegum Göngum saman eru nú í New York. Gunnhildur Óskarsdóttir Við viljum þakka fyrir okkur og hvetja fólk áfram. Þetta segir formaður söfnunarátaksins Göngum saman, en átakið fagnar tíu ára afmæli í ár. 45 manna hópur Íslendinga er nú staddur í New York í Avon krabbameinsgöngunni svokölluðu, en þar hófst einmitt íslenska átakið fyrir tíu árum síðan. Árið 2007 hélt hópur 24 íslenskra kvenna til New York og tók þar þátt í styrktargöngunni fyrir krabbameinsrannsóknir. Upp úr því fæddist svo hugmyndin um söfnunarátakið Göngum saman, en á þeim vettvangi hafa tugir milljóna safnast til rannsókna á sjúkdómnum hér á landi. Gunnhildur Óskarsdóttir, formaður átaksins segir það hafa legið beint við að mæta aftur á staðinn og halda upp á áfangann. „Þetta hefur undið svo mikið upp á sig og gert það að verkum að okkur hefur tekist að gera mikilvæga hluti fyrir rannsakendur á Íslandi og samfélagið. Fyrir 10 árum síðan ákváðum við að fara í þessa göngu og á sama tíma ákváðum við að stofna Göngum saman. Við þurftum að greiða um tvær og hálfa milljón fyrir að taka þátt í þessari göngu samtals og ákváðum að styrkja íslenskar grunnrannsóknir um sömu upphæð,“ segir Gunnhildur.80 milljónir safnast á tíu árum Nú eru liðin tíu ár og hafa á þeim tíma safnast 80 milljónir í grunnrannsóknir fyrir tilstilli Göngum saman. Meðlimir vildu því fara aftur á staðinn þar sem allt byrjaði, hvetja göngufólk til dáða og þakka fyrir sig. Litið er á íslenska hópinn sem eins konar heiðursgesti og hafa þeir bæði mætt á samkomur og farið í viðtöl hjá fjölmiðlum vestanhafs. Hópurinn stendur í sérútbúnum íslenskum bolum á götuhornum víða um borgina og hvetur göngumenn til dáða. Gunnhildur segir að um það snúist einmitt átakið í sjálfu sér, að hvetja fólk áfram og vinna í átt að lausnum. Hún segir að fjáröflunin sé þó það sem mestu máli skipti, enda sé afar mikilvægt að hlúð sé að grunnrannsóknum á meininu. „Það verða engar rannsóknir og engar framfarir í læknavísindum ef það er ekki fyrir grunnrannsóknir. Þær eru grundvöllurinn og undirstaðan,“ segir Gunnhildur. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Við viljum þakka fyrir okkur og hvetja fólk áfram. Þetta segir formaður söfnunarátaksins Göngum saman, en átakið fagnar tíu ára afmæli í ár. 45 manna hópur Íslendinga er nú staddur í New York í Avon krabbameinsgöngunni svokölluðu, en þar hófst einmitt íslenska átakið fyrir tíu árum síðan. Árið 2007 hélt hópur 24 íslenskra kvenna til New York og tók þar þátt í styrktargöngunni fyrir krabbameinsrannsóknir. Upp úr því fæddist svo hugmyndin um söfnunarátakið Göngum saman, en á þeim vettvangi hafa tugir milljóna safnast til rannsókna á sjúkdómnum hér á landi. Gunnhildur Óskarsdóttir, formaður átaksins segir það hafa legið beint við að mæta aftur á staðinn og halda upp á áfangann. „Þetta hefur undið svo mikið upp á sig og gert það að verkum að okkur hefur tekist að gera mikilvæga hluti fyrir rannsakendur á Íslandi og samfélagið. Fyrir 10 árum síðan ákváðum við að fara í þessa göngu og á sama tíma ákváðum við að stofna Göngum saman. Við þurftum að greiða um tvær og hálfa milljón fyrir að taka þátt í þessari göngu samtals og ákváðum að styrkja íslenskar grunnrannsóknir um sömu upphæð,“ segir Gunnhildur.80 milljónir safnast á tíu árum Nú eru liðin tíu ár og hafa á þeim tíma safnast 80 milljónir í grunnrannsóknir fyrir tilstilli Göngum saman. Meðlimir vildu því fara aftur á staðinn þar sem allt byrjaði, hvetja göngufólk til dáða og þakka fyrir sig. Litið er á íslenska hópinn sem eins konar heiðursgesti og hafa þeir bæði mætt á samkomur og farið í viðtöl hjá fjölmiðlum vestanhafs. Hópurinn stendur í sérútbúnum íslenskum bolum á götuhornum víða um borgina og hvetur göngumenn til dáða. Gunnhildur segir að um það snúist einmitt átakið í sjálfu sér, að hvetja fólk áfram og vinna í átt að lausnum. Hún segir að fjáröflunin sé þó það sem mestu máli skipti, enda sé afar mikilvægt að hlúð sé að grunnrannsóknum á meininu. „Það verða engar rannsóknir og engar framfarir í læknavísindum ef það er ekki fyrir grunnrannsóknir. Þær eru grundvöllurinn og undirstaðan,“ segir Gunnhildur.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira