Innlent

Egils­höll rýmd vegna í­kveikju á klósetti

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Verið er að reykræsta í Egilshöll.
Verið er að reykræsta í Egilshöll.

Egilshöll hefur verið rýmd vegna tilkynningar um eld. Viðbragðsaðilar voru fljótir á svæðið og verið er að reykræsta húsnæðið.

Um tíu leytið í kvöld barst tilkynning um eld í Egilshöll. Eldvarnarkerfi fór í gang og gestum var sagt að rýma húsið. Slökkvibíll, lögregla og sjúkrabíll voru fljót að mæta á staðinn.

Samkvæmt Magnúsi Erni Ragnarssyni, forstöðumanni Egilshallar, var um íkveikju að ræða inni á einu klósettinu. Eldurinn hafi verið minniháttar.

„Það er búið að slökkva eldinn. En það þarf að reykræsta hérna mikið,“ segir Magnús. „Það var búið að loka fótboltahúsinu og engar æfingar eftir hérna í kvöld þegar þetta gerðist. Bíógestirnir þurfa hins vegar að taka smá pásu.“

Frá Egilshöll rétt í þessu.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×