Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2023 22:27 Clarence Thomas, hæstaréttardómari, hefur verið mikið milli tannanna á fólki að undanförnu vegna sambands hans við íhaldssaman auðjöfur. AP/J. Scott Applewhite Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. Umræddur auðjöfur heitir Harlan Crow en stutt er síðan að fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá því að hann hefði um árabil boðið Thomas í lúxusferðir og keypt af honum fasteignir. Þar á meðal húsnæði móður Thomas sem auðjöfurinn gerði upp og leyfði móðurinni að búa þar áfram. Þessu hefur rannsóknarmiðilinn ProPublica sagt frá á undanförnum vikum. Sjá einnig: Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana ProPublica sagði frá því í dag að Crow hefði greitt skólagjöld í tveimur skólum fyrir Mark Martin, frænda Thomas sem hann ól upp en þar er um að ræða meira en sex þúsund dali á mánuði. ProPublica sagði að ef Crow hefði greitt fyrir fjögurra ára skólagöngu drengsins hefði upphæðin farið yfir 150 þúsund dali. AP fréttaveitan vitnar í lögmanninn Mark Paoletta, sem er vinur Thomas til margra ára, en hann segir að Crow hafi á sínum tíma lagt til að Martin færi í Randolph-Macon Acadamey heimavistarskóla árið 2006 og bauðst hann til að borga fyrir fyrsta árið hans þar, sem hann gerði. Forsvarsmenn skólans lögðu svo í kjölfarið til, samkvæmt Paoletta, að Martin færi í annan heimavistarskóla árið eftir og greiddi Crow einnig skólagjöld hans þar. Paoletta segir að greiðslurnar hafi farið beint til skólanna og heldur því fram að verið sé að reyna að búa til skandala í tengslum við Thomas. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa tekið undir það í dag og saka Demókrata um að grafa undan Thomas og Hæstarétti Bandaríkjanna. Thomas var skipaður í embætti af George H. W. Bush árið 1990. Þingmenn Demókrataflokksins hafa tekið aðra afstöðu í dag en þeirra á meðal er Ron Wyden, öldungadeildarþingmaður frá Oregon. Hann sagði að uppljóstranir um samband Crow og Thomas og það að auðjöfurinn hafi haldið uppi lífsstíl fyrir Thomas sem hann hefði annars ekki haft efni á, vera gróft brot á siðferðisgildum, sem væru ekki nægilega öflug fyrir þegar kæmi að Hæstarétti Bandaríkjanna. Demókratar hafa notað uppljóstranir um Thomas og það að Neil Gorsuch, sem skipaður var í embætti af Donald Trump, seldi fasteign til forstjóra lögmannsstofu sem fer með mál fyrir Hæstarétti, rétt eftir að hann varð hæstaréttardómari og sagði ekki frá því hver hefði keypt eignina af honum, til að kalla eftir hertum siðferðisreglum um Hæstarétt Bandaríkjanna en því hafa Repúblikanar mótmælt. Sjá einnig: Dómari greindi ekki frá fasteignasölu til forstjóra lögmannsstofu John Roberts, forseti Hæstaréttar, neitaði nýverið að koma fyrir dómsmálanefnd öldungadeildarinnar, þar sem Demókratar eru í meirihluta, og ræða umbætur í siðamálum réttarins. Vísaði hann til þrískiptingar valds í Bandaríkjunum. Dick Durbin, formaður nefndarinnar, er meðal þeirra sem hefur tjáð sig um nýjustu fregnir af Thomas. Hann segist vonast til þess að Roberts hafi lesið fréttirnar og skilji að aðgerðir séu nauðsynlegar. Trúverðugleiki Hæstaréttar Bandaríkjanna sé í húfi. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvar bann við þungunarrofslyfi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að leyfa áfram þungunarrofslyfið mifepristone á meðan málaferli standa yfir. Dómari í Texas ógilti markaðsleyfi matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA) fyrr í mánuðinum. 21. apríl 2023 23:22 Óttast viðbrögð kjósenda við aðgerðum gegn rétti til þungunarrofs Repúblikanar hafa áhyggjur af því að afstaða flokksins til hertra reglna um þungunarrof og aðgerðir í þá átt, muni koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. Þeir óttast að stefna flokksins í þessum málum höfði mjög til þeirra flokksmeðlima sem ákveða úrslit forvala í flokknum, en sé óvinsæl meðal almennra kjósenda. 15. apríl 2023 23:56 Dómari afturkallar leyfi FDA fyrir þungunarrofslyfi Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar. 8. apríl 2023 08:28 Hæstiréttur leggur blessun sína yfir afhendingu skattskýrslna Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur heimilað þingnefnd að fá afhent afrit af skattskýrslum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Demókratar hafa barist fyrir því í þrjú ár að komast yfir gögnin. 23. nóvember 2022 06:56 Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32 Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Hæstiréttur Bandaríkjanna kemur saman á morgun í fyrsta sinn frá því í júní en dómararnir munu taka fyrir mörg stór og umdeild mál á næstu mánuðum. Búast má við því að dómarar sem skipaðir voru af forsetum úr Repúblikanaflokknum, sem eru í miklum meirihluta (6-3), muni halda áfram að færa bandarískt samfélag til hægri. 2. október 2022 15:03 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Umræddur auðjöfur heitir Harlan Crow en stutt er síðan að fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá því að hann hefði um árabil boðið Thomas í lúxusferðir og keypt af honum fasteignir. Þar á meðal húsnæði móður Thomas sem auðjöfurinn gerði upp og leyfði móðurinni að búa þar áfram. Þessu hefur rannsóknarmiðilinn ProPublica sagt frá á undanförnum vikum. Sjá einnig: Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana ProPublica sagði frá því í dag að Crow hefði greitt skólagjöld í tveimur skólum fyrir Mark Martin, frænda Thomas sem hann ól upp en þar er um að ræða meira en sex þúsund dali á mánuði. ProPublica sagði að ef Crow hefði greitt fyrir fjögurra ára skólagöngu drengsins hefði upphæðin farið yfir 150 þúsund dali. AP fréttaveitan vitnar í lögmanninn Mark Paoletta, sem er vinur Thomas til margra ára, en hann segir að Crow hafi á sínum tíma lagt til að Martin færi í Randolph-Macon Acadamey heimavistarskóla árið 2006 og bauðst hann til að borga fyrir fyrsta árið hans þar, sem hann gerði. Forsvarsmenn skólans lögðu svo í kjölfarið til, samkvæmt Paoletta, að Martin færi í annan heimavistarskóla árið eftir og greiddi Crow einnig skólagjöld hans þar. Paoletta segir að greiðslurnar hafi farið beint til skólanna og heldur því fram að verið sé að reyna að búa til skandala í tengslum við Thomas. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa tekið undir það í dag og saka Demókrata um að grafa undan Thomas og Hæstarétti Bandaríkjanna. Thomas var skipaður í embætti af George H. W. Bush árið 1990. Þingmenn Demókrataflokksins hafa tekið aðra afstöðu í dag en þeirra á meðal er Ron Wyden, öldungadeildarþingmaður frá Oregon. Hann sagði að uppljóstranir um samband Crow og Thomas og það að auðjöfurinn hafi haldið uppi lífsstíl fyrir Thomas sem hann hefði annars ekki haft efni á, vera gróft brot á siðferðisgildum, sem væru ekki nægilega öflug fyrir þegar kæmi að Hæstarétti Bandaríkjanna. Demókratar hafa notað uppljóstranir um Thomas og það að Neil Gorsuch, sem skipaður var í embætti af Donald Trump, seldi fasteign til forstjóra lögmannsstofu sem fer með mál fyrir Hæstarétti, rétt eftir að hann varð hæstaréttardómari og sagði ekki frá því hver hefði keypt eignina af honum, til að kalla eftir hertum siðferðisreglum um Hæstarétt Bandaríkjanna en því hafa Repúblikanar mótmælt. Sjá einnig: Dómari greindi ekki frá fasteignasölu til forstjóra lögmannsstofu John Roberts, forseti Hæstaréttar, neitaði nýverið að koma fyrir dómsmálanefnd öldungadeildarinnar, þar sem Demókratar eru í meirihluta, og ræða umbætur í siðamálum réttarins. Vísaði hann til þrískiptingar valds í Bandaríkjunum. Dick Durbin, formaður nefndarinnar, er meðal þeirra sem hefur tjáð sig um nýjustu fregnir af Thomas. Hann segist vonast til þess að Roberts hafi lesið fréttirnar og skilji að aðgerðir séu nauðsynlegar. Trúverðugleiki Hæstaréttar Bandaríkjanna sé í húfi.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvar bann við þungunarrofslyfi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að leyfa áfram þungunarrofslyfið mifepristone á meðan málaferli standa yfir. Dómari í Texas ógilti markaðsleyfi matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA) fyrr í mánuðinum. 21. apríl 2023 23:22 Óttast viðbrögð kjósenda við aðgerðum gegn rétti til þungunarrofs Repúblikanar hafa áhyggjur af því að afstaða flokksins til hertra reglna um þungunarrof og aðgerðir í þá átt, muni koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. Þeir óttast að stefna flokksins í þessum málum höfði mjög til þeirra flokksmeðlima sem ákveða úrslit forvala í flokknum, en sé óvinsæl meðal almennra kjósenda. 15. apríl 2023 23:56 Dómari afturkallar leyfi FDA fyrir þungunarrofslyfi Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar. 8. apríl 2023 08:28 Hæstiréttur leggur blessun sína yfir afhendingu skattskýrslna Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur heimilað þingnefnd að fá afhent afrit af skattskýrslum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Demókratar hafa barist fyrir því í þrjú ár að komast yfir gögnin. 23. nóvember 2022 06:56 Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32 Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Hæstiréttur Bandaríkjanna kemur saman á morgun í fyrsta sinn frá því í júní en dómararnir munu taka fyrir mörg stór og umdeild mál á næstu mánuðum. Búast má við því að dómarar sem skipaðir voru af forsetum úr Repúblikanaflokknum, sem eru í miklum meirihluta (6-3), muni halda áfram að færa bandarískt samfélag til hægri. 2. október 2022 15:03 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvar bann við þungunarrofslyfi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að leyfa áfram þungunarrofslyfið mifepristone á meðan málaferli standa yfir. Dómari í Texas ógilti markaðsleyfi matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA) fyrr í mánuðinum. 21. apríl 2023 23:22
Óttast viðbrögð kjósenda við aðgerðum gegn rétti til þungunarrofs Repúblikanar hafa áhyggjur af því að afstaða flokksins til hertra reglna um þungunarrof og aðgerðir í þá átt, muni koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. Þeir óttast að stefna flokksins í þessum málum höfði mjög til þeirra flokksmeðlima sem ákveða úrslit forvala í flokknum, en sé óvinsæl meðal almennra kjósenda. 15. apríl 2023 23:56
Dómari afturkallar leyfi FDA fyrir þungunarrofslyfi Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar. 8. apríl 2023 08:28
Hæstiréttur leggur blessun sína yfir afhendingu skattskýrslna Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur heimilað þingnefnd að fá afhent afrit af skattskýrslum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Demókratar hafa barist fyrir því í þrjú ár að komast yfir gögnin. 23. nóvember 2022 06:56
Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32
Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Hæstiréttur Bandaríkjanna kemur saman á morgun í fyrsta sinn frá því í júní en dómararnir munu taka fyrir mörg stór og umdeild mál á næstu mánuðum. Búast má við því að dómarar sem skipaðir voru af forsetum úr Repúblikanaflokknum, sem eru í miklum meirihluta (6-3), muni halda áfram að færa bandarískt samfélag til hægri. 2. október 2022 15:03