Dómari greindi ekki frá fasteignasölu til forstjóra lögmannsstofu Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2023 15:45 Nærri því um leið og Neil Gorusch var staðfestur í embætti hæstaréttardómara árið 2017 fann hann kaupanda að fasteign sem hafði verið til sölu frá 2015. Kaupandinn var eigandi umsvifamikillar lögmannsstofu. Vísir/EPA Bandarískur hæstaréttardómari skráði ekki sölu á fasteign til forstjóra lögmannsstofu með mál fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna í hagsmunaskráningu sína. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem upplýst er um mögulega hagsmunaárekstra sem dómarar við réttinn héldu leyndum. Neil Gorsuch er sagður hafa leitað að kaupanda að sextán hektara landareign í Colorado sem hann átti ásamt tveimur öðrum í hátt í tvö ár frá 2015. Aðeins níu dögum eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti tilnefningu Donalds Trump á Gorsuch sem hæstaréttardómara fannst kaupandinn. Kaupandinn var Brian Duffy, forstjóri Greenberg Traurig, einnar stærstu lögfræðistofu Bandaríkjanna sem rekur reglulega mál fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna, að sögn bandaríska blaðsins Politico. Duffy greiddi alls 1,8 milljónir dollara, jafnvirði um 245 milljóna íslenskra króna, fyrir eignina. Í hagsmunaskráningu fyrir alríkisembættismenn skráðu Gorsuch að hann hefði hagnast á bilinu 250.000 til 500.000 dollara á sölunni, jafnvirði á bilinu 34 til 68 milljónir króna. Hann fyllti hins vegar ekki út í reit um hver kaupandinn væri. Síðan þá hefur Greenberg Traurig átt þátt í að minnsta kosti 22 málum sem komið hafa til kasta hæstaréttar. Í tólf málum sem Gorsuch skrifaði álit tók hann afstöðu með skjólstæðingum fyrirtækisins átta sinnum en fjórum sinnum gegn þeim. Duffy ber því við að hann hafi aldrei persónulega rekið mál fyrir Gorsuch og að hann hafi aldrei rætt við dómarann. Þegar hann hafi komist að því að Gorsuch væri á meðal eiganda eignarinnar hafi hann fengi grænt ljós frá siðadeild lögmannsstofunnar. Gorsuch svaraði ekki fyrirspurn Politico. Sýni hversu veikburða siðareglur réttarins séu Stutt er síðan upplýst var að Clarence Thomas, íhaldssamasti dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna, hafi selt milljarðamæringi frá Texas landareign og hús móður sinnar án þess að skrá það í hagsmunaskráningu sína. Hann hefði einnig þegið nær árlega lúxusferðir frá auðkýfingnum sem er á meðal stærstu fjárhagslegu bakhjarla Repúblikanaflokksins. Dómarinn gerði heldur ekki grein fyrir þeim ferðum. Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings óskaði eftir því að John Roberts, forseti hæstaréttar, og einn sex íhaldsmanna við réttinn komi fyrir nefndina til að ræða siðareglur dómstólsins. Dick Durbin, formaður nefndarinnar, upplýsti að Roberts hefði hafnað boðinu. Politico segir að siðareglur hæstaréttar banni dómurum ekki að stunda viðskipti við fólk sem hefur hagsmuni að dómum þeirra. Mál Gorsuch sýni hversu veikar siðareglurnar séu. Viðskipti hans og hvernig hann skráði þau hefði komið embættismönnum sem starfa fyrir aðrar greinar ríkisvaldsins í bobba. Hæstiréttur setji sér sínar eigin siðareglur og hafi falið dómurunum sjálfum að ákveða hvort og hvenær þeir skrá gjafir og tekjur í hagsmunaskráningu sína. Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Tengdar fréttir Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04 Greindi ekki frá lúxusferðum sem hann þáði frá Repúblíkana Clarence Thomas, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur á síðustu árum þegið margra milljóna króna lúxusferðir frá þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins. Thomas, sem er jafnan talinn íhaldssamasti dómarinn við réttinn, greindi aldrei frá þessum gjöfum, eins og honum bar að gera lögum samkvæmt. 8. apríl 2023 18:10 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Neil Gorsuch er sagður hafa leitað að kaupanda að sextán hektara landareign í Colorado sem hann átti ásamt tveimur öðrum í hátt í tvö ár frá 2015. Aðeins níu dögum eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti tilnefningu Donalds Trump á Gorsuch sem hæstaréttardómara fannst kaupandinn. Kaupandinn var Brian Duffy, forstjóri Greenberg Traurig, einnar stærstu lögfræðistofu Bandaríkjanna sem rekur reglulega mál fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna, að sögn bandaríska blaðsins Politico. Duffy greiddi alls 1,8 milljónir dollara, jafnvirði um 245 milljóna íslenskra króna, fyrir eignina. Í hagsmunaskráningu fyrir alríkisembættismenn skráðu Gorsuch að hann hefði hagnast á bilinu 250.000 til 500.000 dollara á sölunni, jafnvirði á bilinu 34 til 68 milljónir króna. Hann fyllti hins vegar ekki út í reit um hver kaupandinn væri. Síðan þá hefur Greenberg Traurig átt þátt í að minnsta kosti 22 málum sem komið hafa til kasta hæstaréttar. Í tólf málum sem Gorsuch skrifaði álit tók hann afstöðu með skjólstæðingum fyrirtækisins átta sinnum en fjórum sinnum gegn þeim. Duffy ber því við að hann hafi aldrei persónulega rekið mál fyrir Gorsuch og að hann hafi aldrei rætt við dómarann. Þegar hann hafi komist að því að Gorsuch væri á meðal eiganda eignarinnar hafi hann fengi grænt ljós frá siðadeild lögmannsstofunnar. Gorsuch svaraði ekki fyrirspurn Politico. Sýni hversu veikburða siðareglur réttarins séu Stutt er síðan upplýst var að Clarence Thomas, íhaldssamasti dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna, hafi selt milljarðamæringi frá Texas landareign og hús móður sinnar án þess að skrá það í hagsmunaskráningu sína. Hann hefði einnig þegið nær árlega lúxusferðir frá auðkýfingnum sem er á meðal stærstu fjárhagslegu bakhjarla Repúblikanaflokksins. Dómarinn gerði heldur ekki grein fyrir þeim ferðum. Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings óskaði eftir því að John Roberts, forseti hæstaréttar, og einn sex íhaldsmanna við réttinn komi fyrir nefndina til að ræða siðareglur dómstólsins. Dick Durbin, formaður nefndarinnar, upplýsti að Roberts hefði hafnað boðinu. Politico segir að siðareglur hæstaréttar banni dómurum ekki að stunda viðskipti við fólk sem hefur hagsmuni að dómum þeirra. Mál Gorsuch sýni hversu veikar siðareglurnar séu. Viðskipti hans og hvernig hann skráði þau hefði komið embættismönnum sem starfa fyrir aðrar greinar ríkisvaldsins í bobba. Hæstiréttur setji sér sínar eigin siðareglur og hafi falið dómurunum sjálfum að ákveða hvort og hvenær þeir skrá gjafir og tekjur í hagsmunaskráningu sína.
Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Tengdar fréttir Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04 Greindi ekki frá lúxusferðum sem hann þáði frá Repúblíkana Clarence Thomas, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur á síðustu árum þegið margra milljóna króna lúxusferðir frá þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins. Thomas, sem er jafnan talinn íhaldssamasti dómarinn við réttinn, greindi aldrei frá þessum gjöfum, eins og honum bar að gera lögum samkvæmt. 8. apríl 2023 18:10 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04
Greindi ekki frá lúxusferðum sem hann þáði frá Repúblíkana Clarence Thomas, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur á síðustu árum þegið margra milljóna króna lúxusferðir frá þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins. Thomas, sem er jafnan talinn íhaldssamasti dómarinn við réttinn, greindi aldrei frá þessum gjöfum, eins og honum bar að gera lögum samkvæmt. 8. apríl 2023 18:10